Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 6
við sfna iðngrein þar til á sfðast- liðnu vori, að hann skipti um og fðr að vinna við réttingar á bflum. Vinnutfminn er reglubundinn, Snorri er kominn hcim klukkan 5—5.30 og engin eftirvinna. Fyrsta haustið fór Gunnvör að læra hárgreiðslu með atvinnu fyr- ir augum og vann við það f nærri tvö ár. En hún fékk ofnæmi fyrir hárgreiðsluvökvanum og varð að hætta. Hún ákvað að hasla sér völl á öðru viði og fyrir tveimur árum hóf hún fóstrunám f kvöldskóla. Þetta er þriggja ára nám og Gunnvör á um það bil eitt ár eftir. Hún er samt farin að vinna við fóstrustörf nú þegar og hefur sótt um starf á dagheimili, þegar námstfmanum lýkur. Húsið keyptu þau árið 1973. Menn standa ekki sjálfir f hús- byggingum í Winnipeg í þeim mæli sem tfðkast hér. Byggingar- fyrirtæki fá úthlutað heilum göt- um eða hverfum og bjóða ýmsar gerðir af fullgerðum húsum, sem fást með góðum kjörum. Það var ekki byrjað að byggja húsið þeirra Gunnvarar og Snorra, þegar kaupin voru gerð. En það gekk mjög fljótt, þegar byrjað var. Húsið er á tveimur hæðum, hundrað fermetrar hvor hæð. Og seinna byggði Snorri bflskúr. Þau kunna vel við veðráttuna — „Þessvegna erum við hér“ sögðu þau bæði. Þó samþykktu þau, að á sumrin gæti orðið full heitt og talsvert kalt á vetrum 25 stiga gaddur langtímum saman f janúar og febrúar. Slfku frosti fylgdi lognbg það verður aldrei kalt f húsinu hjá þeim. Það er búið lofthitun og hitagjafinn er gas, sem kostar miklu minna en olía. Ennþá halda þau Gunnvör og Snorri þeirri venju að tala fs- lenzku á heimilinu. Sigrún dóttir þeirra, sem er 10 ára, er alveg jafnvfg á bæði málin, en ungi maðurinn á heimilinu, Ásmund- ur Dan, sem er 4 ára, kann öllu betur við enskuna. Þau hafa talsvert mikið sam- band við Islendingana f Winni- peg; einkum þá, sem flutt hafa utan á sfðari árum. 1 haust og eins f sumar hýstu þau fslenzka ferða- langa eins og raunar allir aðrir, sem hér er brugðið upp myndum af. En hvað ætli fólk geri um helgar og f tómstundum á svona stað? Þau fara í útilegur á sumrin, búa f tjaldi og veiða f vötnum, sem víða eru f nágrenninu. Við húsið er garður og þar rækta au tómata og agúrkur. Og þegar vetr- ar, er vélsleðinn dreginn fram og börnin kunna vel að meta að fara eins og fuglinn flúgandi yfir drif- hvfta mjöllina. „Og svo gerum við slátur“, segir Gunnvör. Snorri: „Við þekkjum bónda hér norðurfrá, sem býr með fé. Við höfum keypt af honum lömb á fæti og slátrað þeim sjálf. Fyrst vorum við ein um þetta, en uppá sfðkastið hafa fleiri og fleiri ls- lendingar verið í slagtogi. Nú f haust stóðu átta fjölskyldur að slögtuninni, — og allar konurnar hafagert slátur". Nágrannarnir eru fólk af ýmis- konar þjóðerni og ber ekki á nein- um vandamálum f þvf sambandi. Þau hafa kynnzt sumum f grennd- inni og telja það vera ágætis fólk. Þótt árin séu nú orðin fimm, sem fjölskyldan er búin að dvelja vestra, eru þau enn fslenzkir rfk- isborgarar og hafa ekki hugsað sér að breyta þvf í bráð. Að vfsu hefur það í för með sér, að þau hafa ekki kosningarétt í Kanada, en að öðru leyti njóta þau allra réttinda. © EIN KIPPA AF ÍSLENDINGUM Islenzk- ur hrafn og ættir Þingey- inga Stofan er Iftil, en hún er troð- full af munum, sem minna flestar á lsland. 1 bókaskápnum getur að lfta Byggðir og bú í Þingeyjar- sýslu, Þingeyskar ættir, verk Guð- mundar á Sandi og Þorgils Gjall- anda. Og við hliðina á skápnum hangir stækkuð mynd af Einars- stöðum f Beykjadal. En uppi á bókaskápnum stend- ur fslenzkur hrafn. íbúðin er í litlu sambýlishúsi rétt við miðbik Winnipegborgar. Þótt þar sé kannski dálftið þröngt, kemur það yfirleitt ekki að sök, þvf hér býr aðeins ein kona: Hrund Skúlason heitir hún. Meóal íslendinga þar vestra er hún vel þekkt fyrir óþreytandi áhuga við að rækta sambandið við Island; hún er með öðrum orðum ein af þessum eldri konum, sem eru alltaf til með að eyða tíma eða leggja eitthvað á sig fyrir þann málstað. Hrund er fædd á Akureyri 1908, en fluttist fimm ára að Haga f Aðaldal og síðan átti hún heima um nokkurra ára skeið að Einars- stöðum f Reykjadal. Móðir henn- ar var Sigrún Jónsdðttir frá Mýri í Bárðardal og faðir hennar var Adam Þorgrímsson frá Nesi f Að- aldal. Hún er sem sagt Þingeying- ur f húð og hár eins og sjá má í bókaskápnum og á veggjunum. Vesturheimsför fjölskyldunnar varð all söguleg. Ada.n fór utan til Seattlc á Kyrrahafsströnd Bandarfkjanna árið 1913 og var þá ætlunin, að hann kæmi sér fyrir, en f jölskyldan kæmi á eftir. En rétt f sama mund skall-heims- styrjöldin fyrri og var þá klippt á alla fólksflutnir.ga. Móðirin beið með telpuna á Einarsstöðum eftir því að greiddist úr þessu vand- ræðaástandi, en sú bið varð Guðbjartur Gunnarsson er með mörg járn I eidinum og tilbúinn að snúa heim ef aðstæður breytast. Þeir sem fylgdust með fslenzka sjónvarpinu á byrjunarárum þess, muna ugglaust eftir Guð- bjarti Gunnarssyni, sem hafði þá umsjón með ýmsum þáttum. Guð- bjartur er liðlega fertugur Vest- firðingur, bróðir Veturliða og Benedikts málara og Gunnars skákmeistara. Hann hefur vfða við komið og lftt um það gefið að láta negla sig niður til Iangframa á sama stað, svo vægilega sé til orða tekið. Um þessar mundir býr Guðbjartur f Winnipeg og hefur hann að sjálfsögðu tekið fjöl- skylduna með sér. Kona hans f stofunni hjð Hrund: fslenzkar bækur og stækkuð mynd af Einarsstöðum I Reykjadal. hvorki meira né minna en fimm ár. En Adam notaði tfmann vel á meðan. Hann lærði til prests og var vfgður árið 1913, rétt f sama mund og fjölskyldan komst vest- ur til hans. Þau settu saman bú í Hayland f Manotoba og Adam var þar prestur hjá ýmsum söfnuð- um. Hrund Adamsdóttir giftist árið 1932 Jónasi Gesti Skúlasyni, ætt- uðum af Vatnsnesi en innfæddur var hann þó í Kanada. Þau tóku við býli norður f Nýja Islandi, sem Fagrahlfð heitir og höfðu þar kýr og kindur, hænsni og korn- rækt. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og þegar Jónas féll frá árið 1959, tók Hermann sonur þeirra við búi. Hann er kvæntur fslenzkri konu, Sigurbjörgu Lilju, og búa þau enn f Fögruhlíð. Aftur á móti fluttist Hrund til Winnipeg við þessi þáttaskil og hefur haft á Ieigu Iitla fbúð, sem hentar henni vel. Hún hefur verið Jþar ein til húsa, nema þá er ís- lenzkir ferðalangar gista hjá henni. Og sfðustu tólf árin hefur hún unnið við fslenzka bókasafn- ið við Manitobaháskóla. Þar eru 20 þúsund fslenzkar bækur; safn- ið er talsvert mikið notað og Hrund vinnur þar venjulegan vinnutíma frá 9—5. Til þessa hef- ur Hrund unnið ein við safnið, en fslenzkur bókavörður mun hafa bætzt við í haust. En utan vinnutfmans er sannar- lega í nógu að snúast. Hrund er f stjórn Fróns, Winnipegdeildar Þjóðræknisfélagsins f Kanada og þar að auki í stjórn lcelandic Canadian Club, sem gefur út tfmaritið Icelandic Canadian. Kirkjukórinn við lútersku kirkj- una eykur enná annrfkið, þvf Hrund syngur þar venjulega á hverjum sunnudegi. Hún stendur alla tfð f miklu sambandi við marga Islendinga þar vestra og þrfvegis hefur hún um sína daga komizt heim til Islands, sfðast 1971. Og þá komst hún á sfnar kæru bernskustöðvar norður f Aðaldal og Reykjadal. Bíður eftir því að við getum notað kunnáttu hans heitir Lisa Magnúsdóttir og þau eiga tvo syni. Forsaga þessa máls er sú, að Guðbjartur tók kennarapróf 1950, kenndi um tfma f Stykkishólmi og hélt síúan til framhaldsnáms f Edinborg. Að því búnu fékk hann styrk frá Islenzk-ameríska félag- inu, fór til Missouri f Bandaríkj- unum og tók BA-próf f tcikningu sfðla árs 1953. Leiðin lá heim til starfa að nýju; hann varð skólastjóri á Pat- reksfirði og í Hveragerði og kenndi við Gagnfræðaskóla verk- náms f Reykjavfk. Og enn lá leið- in utan til náms; f þetta sinn fékk Guðbjartur ársleyfi frá kcnnslu til þess að kynna sér kennslu- tækni f Englandi. Þar komst hann f kynni við notkun sjónvarps og mynda við kennslu, sem sfðan hefur orðið honum rannsóknar- efni og sérgrein. Eftir eins árs kennslu, hlaut Guðbjartur Ful- bright-styrk 1965 og fór utan þá um vorið til náms við Indiana- háskóla og í framhaldi af þvf við svokallaða Audio-Visual Center f Kaliforníu. Audio-Visual er enska yfir hug- takið að hlusta og horfa; sumsé að beita sjón og heyrn samtfinis við nám. Þelta hugtak hcfur ekki ennþá fengið viðunandi heiti á fslenzku; orðskrýpi eins og „nýsi- tækni“ er ekki nokkur Ieið að bera sér f munn. Við stofnun fslenzka sjónvarps- ins, réðist Guðbjartur þar til starfa og mátti eins og áður sagði, sjá hann á skerminum öðru hvoru frá 1966 til 1968. En að venju var honum ekki að skapi að verða mosavaxinn á sama sað. Hann hélt enn utan til Indiana, nú til að ná sér í meistaragráðu. En jafn- framt kenndi hann tækni við sjónvarpsauglýsingar. Næst tók hann dálftið ólíklegt hliðarspor; réðist til Slysavarnafélagsins um tveggja ára skeið, en sfðan að nýju til Sjónvarpsins og þar var hann til ársins 1973, að þau hjón brugðu búi og fluttust til Winni- peg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.