Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 7
t Vesturheimi hefur Guðbjart ur ekki verið alveg víð eina fjöl- ina felldur, enda væri það ölfkt honum. Hann tðk þá ákvörðun að flytja vestur, vegna þess að hon- um varð ekkert ágengt f því að nota sérgrein sfna á tslandi. Hann hafði samband við fræðslu- yfirvöld og lét þau vita um náms- ferðir sfnar og viðleitni f þá átt að kynna sér sérstaklega þessa nýju tækni, þar sem myndir eru notað- ar jafnframt tali. En þeir sögðu bara jamm og jæja og mikið var ánægjulegt að þú skyldir læra þetta o.s.frv. Hann sá framá, að áhuginn á að nota þessa kunn- áttu var ekki fyrir hendi og að hann gæti alveg eins farið eitt- hvað annað strax f þeirri von að nýta kunnáttu sfna. Winnipeg varð fyrir valinu og þangað kominn varð Guðbjartur eftirlitsmaður með framleiðslu á litskyggnum hjá Manitobahá- skðla og stjórnaði þar töku á kvik- mynd. En nú f haust tók hann við nýju starfi hjá stjórn Manitoba- fylkis; er deiidarstjóri f „Audio- visual-deild landbúnaðarráðu- neytisins. Þaðan er rekin um- fangsmikil fræðslustarfsemi, sem beint er til bænda, neytenda og vfsindamanna. Jafnframt föstum störfum hef- ur Guðbjartur haft önnur járn f eldinum. Hann gerði til dæmis á eigin spýtur 22 útvarpsþætti, sem útvarpað var á fslenzku frá stöð f Winnipeg. Þessir þættir þóttu góðir og vel til þess fallnir að hressa við fslenzkukunnáttu og efla samskipti Vestur-Islendinga við hinn fslenzka menningar- heim. Eins og að lfkum lætur, fór talsvert langur tími í þessa þátta- gerð, en þegar á reyndi, vildi eng- inn standa straum af kostnaði og þvf fór svo, að hann gafst upp og hætti. Samt þótti mörgum veru- leg eftirsjá í þáttunum. Annað aukaverkefni Guðbjart- ar var fslenzkukennsla við kvöld- skóla á vegum Manitobaháskóla. Þar rak hann sig á, að ekki var til nein kennslubók til handa ensku- mælandi fólki sem leggur stund á fslenzku. Svo Guðbjartur réðist í að koma saman slfkri kennslu- bók, þar sem allar skýringar eru á ensku. Hann er nú búinn með helminginn og sá hluti er kominn út fjöl- ritaður. Bókin er til dæmis notuð við fsienzkukennsluna f Mani- tobaháskóla, þar sem Haraldur Bessason er með 30—40 nemend- ur f íslenzku. Þetta framtak hlaut opinberan stimpil og styrk; Kan- adastjórn styrkti útkomu bókar- innar, en Manitobastjórn lét myndskreyta. Aðspurður um framtfð íslenzk- unnar í Vesturheimi kvaðst Guð- bjartur álfta að hún hlyti að deyja út sem talmái f enskumæl- andi landi. Allt annað væri óeðli- Iegt. Islenzkukunnáttan getur lif- að þar fyrir og þeir nemendur í skólum, sem nú leggja stund á fslenzku og læra hana eftir bók Guðbjartar, gætu með tfmanum orðið læsir og skrifandi og þeir ættu þá að geta brugðið málinu fyrir sig. Guðbjartur áleit, að lif- andi samband við Island og Is- lendinga yrði Iangmesti hvatinn að framhaldslffi fslenzkunnar vestra. Guðbjartur Gunnarsson er ekki kominn til Winnipeg til þess að búa þar um aldur og æfi, enda væri þá Bleik brugðið. Hann sagði þessa búsetu ágætis tilbreytingu og lærdómsríka á ýmsan hát. Hitt er svo annað mál.aðhann er tilbú- inn til þess að snúa hcim undir eins, ef áhugi vaknaði á þvf að nýta sérþekkingu hans. Álfheiður og Garðar festu ekki rætur I Ástrallu, en kunna miklu betur við sig I Winnipeg. Prentsmiðjan Gardar Printing f Winnipeg er hvorki mjög stór né tiltakanlega fræg. En hún hefur þá sérstöðu f prentiðnaðinum þar um slóðir, að á setjaravélinni eru fslenzkir stafir og þar af leiðir, að prentsmiðjan getur tekið að sér að setja á fslenzku. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri Gardar Printing heitir Garðar Garðars- son, en hann og kona hans Álf- heiður Alfreðsdóttir og börn þeirra tvö, eru meðal þeirra, sem gerst hafa vesturfarar nýverið. Þeir sem eitthvað hafa þekkt til í prentsmiðjum f Reykjavfk sfð- ustu áratugina, kannast ugglaust við Garðar, sem lengst af var prentari f Prentsmiðju Jóns Helgasonar og einnig í Steindórs- prenti, þar sem hann lærði á sfn- um tfma. Á samdráttarárunum á seinni hluta sjöunda áratugarins, réðust þau Garðar og Álfheiður í það stórvirki að slást f för útflytj- enda til Ástralfu. Þau settust að f Sidney og Garðar fékk vinnu við prentun. Loftslagið var ákaflega ólfkt þvf sem tslendingar eiga að venjast, rakt og heitt og allt að þvf óþolandi sfðustu jólin, sem þau bjuggu þar. Þar að auki var margt, sem ekki var hægt að sjá fyrir; til dæmis það að ein- angrunin frá öllu þvf sem fslenzkt gat talizt, var afger. Þau sáu framá, að vinir og vandamenn mundu aldrei geta heimsótt þau til Ástralíu og að þau mundu ekki heldur hafa bol- magn til að skreppa heim. Þeim fannst báðum mjög óþægileg til- finning að vera svo langt frá hin- um vestræna heimi; eitthvað ör- yggislaust. Samt hafði búskapurinn f Ástralfu sínar ljósu hliðar. Þau voru búin að eignast dýrlegt hús, áttatfu ára gamalt. Þau sáu eftir því. Þótt nokkrir Islendingar flyttu búferlum til Ástralíu, gat liðið óratfmi án þess að þau næðu tali af neinum þeirra. Þau Garðar og Álfheiður fóru að hugsa til þess að flytja eitt- hvað norður á bóginn. Þeim fannst koma til greina að leita fyrir sér f Kanada og það varð úr, að Garðar skrifaði blaðinu Lög- berg-Heimskringla, og bað að- standendur blaðsins að koma sér f prentverk. Það reyndist auðvelt mál, vegna þess að einmitt um sama leyti var einn af prenturum bfaðsins að hætta störfum. Garð- ari bauðst að taka við þvf starfi og þáði hann það. Þau seldu mest af búslóðinni og gáfu sumt til þess að þurfa ekki að kosta uppá flutning yfir meira en hálfan hnöttinn. Það var að- eins fatnaður, einstaka munir og bækur, sem þau tóku með sér og höfðu á leiðinni þriggja mánaða viðkomu á Islandi. Og sfðan hófst Vesturheimsför- in. I Winnipeg reyndist litlum erf- iðleikum bundið að koma sér fyr- ir og Garðar gekk að vinnunni vfsri. Hann var prentari hjá Lög- berg-Heimskringlu í ár, en fór þá að leita fyrir sér meðal góðra manna um þátttöku f hlutafélagi um prentverk. Reyndist það jafn- vel auðveldara en hann hafði haldið að óreyndu. Gardar Print- ing var stofnsett fyrir einu ári, setning og prentun, bæði f offset og f blýi uppá gamla móðinn. Verkefnin eru vitaskuld fremur af smærra taginu, þvf Garðar vinnur einn fyrir utan son þeirra hjóna, Jón Alfreð, sem hjálpar til. Jón Alfreð er 15 ára og er svo mikill Islendingur f sér, að hann ætlar helzt að flytjast aftur heim til Islands. Álfheiður og Garðar keyptu fyrst einbýlishús, en seldu það sfðar og keyptu annað, þar sem aðstaða var til þess að koma prentsmiðjunni fyrir. Hann leig- ur Lögberg-Hcimskringlu her- bergi til sinna þarfa og auk þess er ætlunin, að Álfheiður geti stofnsett hárgreiðslustofu f sama húsi. Það tekur aðeins nokkra mánuði að öðlast réttindi f hár- greiðslu f Kanada og Álfheiður er f þann veginn að öðlast slfk rétt- indi. Þau hjón kváðust kunna miklu betur við sig þar vestra en f Ástralfu; fslendingarnir væru eins og ein stór fjölskylda og gott til þeirra að leita, ef eitthvað bjátaði á. El Forman f ti JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR — dauðinn er listaverk háleitt, hinzt, hljóðnuð er aldan á miklum sævi; hólmi, sem gnæfði f hjarta innst hjúpaður auðngráum kyrrum blævi — — fuglar blaka skins og skugga vængjum skeiðfrár hestur hvflist rótt á grund — — hun, dóttir íslands, drápu og sögu skráði daga vorra, á strigann festi eldskrift báls og brands og hafði litaskyn úr dulardraumi — — og er hún vefjarvoðar strengi sló var það æviyndi listakonu i\ Baldur Pálmason fslenzkaði. Júllana Sveinsdóttir listmálari |/ ■ / 9 I fl 1 j j | 8 Hin gagnmerka listakona Júlfana Svcinsdótt- ir lézt f apr. 1966 í Kaupmannahöfn, þar sem hún ól lengstum aldur sinn. Skömmu eftir andlát hennar birtist f Berl- ingske Tidende minningarljóð eftir dönsku skáldkonuna E1 Forman, sem hefur sjálfsagt verið vel kunnug J. Sv. Maður hennar, V. For- man, er enda listmálari. Morgunblaðið birti ljóðið óþýtt nokkrum vik- um síðar, og nær sfðan hefur það legið f fórum mfnum f ókaraðri þýðingu. Ég tók mig svo nýlega til og gerði þvf fullnaðarskil eftir beztu getu. Hér vottar raunar fyrir minni eigin dóm- greind gagnvart listaverkum J.Sv., og ber mér að biðja höfundinn velvirðingar á þvf. En lista- verk Júlfönu Sveinsdóttur hafa ætíð verið mér til óblandinnar ánægju. Ánnars hefði ég látið þetta ógert. B.P. I I 11 11 daaaJ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.