Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 5
 * ■ Reai Estate the Permanent | S E STOREY f. CO CH*#T0tf.D pCOíiNTJNT'i *> ! f r ijn jas i n - * - / M ' í'íi*í*í* ÍNTS PIQST ÍERY.THING ;OuH □ Séra Ingþór vi8 fasteignasöluna þar sem hann vinnur. ' um pnsana Séra Ingþór Indriðason ekur að heiman frá sér og leggur bllnum við Fasteignasölu McKague Sigmar á Portage Avenue. En þar er engin kirkja. Ingþór er ekki heldur f neinum ræðuhugleiðing- um; þess f stað getur hann frætt mann um fasteignaverðið. Til dæmis kostar fjögurra herbergja fbúð f einskonar raðhúsi 30 þúsund dali, eða Iiðlega 4,9 milljónir fslenzkra króna. Sæmi- Iegt einbýlishús kostar 40 þúsund dali, af skárri sortinni kosta þau ef til vill 80 þúsund dali og hörku- ffnar villur með stórum lóðum kosta frá 100—150 þúsund dali. Og útborguninin: Kannski 10%, stundum þó aðcins 5%. Ástæðan til þess að presturinn er svo vel heima f prfsunum er sú, að hann hefur f bili lagt hempuna til hliðar og er nú orðinn sölu- maður uppá prósentur hjá nefndri fasteignasölu, sem vest- ur-fslenzkur maður, Murray Sigmar, rekur ásamt öðrum. Hann er einn af nýju útflytjend- unum og hefur sezt að í Winnipeg ásamt konu sinni, Guðmundu Gunnu Guðmundsdóttur og fjór- um börnum þeirra, sem eru frá 8—16 ára gömul. Ingþór er fæddur á Akureyri 1935 og ættaður af Ströndum. Fjölskylda hans fluttist suður og Ingþór lauk stúdcntsprófi frá M.R. 1955 og hóf sfðan nám f guðfræði. Hann hlaut vfgslu 22. júnf 1959 og var það fyrsta biskupsverk Sigurbjarnar Einars- sonar sem vfgst hafði til biskups daginn áður. Um það Ieyti hafði Ingþór hug- leitt að setjast að um tfma f Kanada og vfgðist til að fara vest- ur og taka að sér prestsembætti hjá Herðubreiðarsöfnuði f Lang- ruth f Manitoba; þar er talsverð íslendingabyggð. Séra Ingþór gegndi embætti f Langruth um þriggja ára skeið, fór þá vestur til Vancouver ásamt f jölskyldunni og varð prestur hjá fslenzkum söfnuði þar f tvö ár og þarnæst f hálft annað ár aðstoðar- prestur hjá Haraldi Sigmar f Van- couver f Washingtonfylki; það er borg á stærð við Reykjavfk. Samt var ætlunin alltaf að flytj- as heim og það varð að veruleika eftir sex ára útivist. Heim kom- inn varð séra Ingþór farprestur og sendur fyrst til Ölafsfjarðar, en þar teygðist á dvölinni upp f þrjú ár. Viðbrigðin að koma vestan af Kyrrahafsströnd til Ólafsfjarðar voru mikil; þessi mikla einangrun að vetrarlagi hafði einkennileg áhrif, en það bjargaði öllu, sagði Ingþór, að fólkið var skfnandi gott. Leiðin lá aftur frá Ólafsfirði. Séra Ingþór sótti um Hallgríms- kirkju, en náði ekki kosningu; hann þjónaði fyrir séra Rjarna á Mosfelli og náði svo kosningu f Hveragerði. Þar var þeim hjónum gert að búa f hálfbyggðu húsi, enda þótt lögin kveði á um, að rfkið sjái um prestsetur. Fleira var f framkvæmd preststarfsins, sem ekki samræmdist hugmynd- um séra Ingþórs og hann fór að hugsa til þess að taka upp tjald- hælana að nýju. Hann var óánægður með kerfið og taldi sig órétti beittan í sambandi við ferðakostnað. Af þessum ástæðum fór hann enn að íhuga Vesturheimsför og gerði alvöru úr. I þetta sinn varð hann prestur á Gimli og hélt þvf embætti hálft fimmta ár. Þar messaði hann á ensku, nema f elliheimilinu Betel; þar var messað á fslenzku. Þegar hér var komið sögu, lagði Ingþór hempuna á hilluna að mestu og hefur hvergi verið sóknarprestur sfðan. En hann messar samt f fgripum; hleypur f skarðið f forföllum. Hann er f þriggja ára leyfi frá prestskap. Að þeim tfma liðnum missir hann réttindin, taki hann ekki upp þráðinn að nýju. Hann vildi þó ekki skjóta loku fyrir, að hann yrði enn á ný sóknarprestur; kvaðst kunna þvf starfi vel. Þegar þau fluttust heim til ls- iands voru börnin orðin vel tal- andi á ensku. Þau skiptu yfir f fslenzku á einum mánuði, — og þau voru fljót að kúvenda yfir f enskuna, þegar vestur kom aftur. Nú talar aðeins elzta telpan þeirra fslenzku; hin gera ekki betur en að skilja málið, enda talar fjölskyldan nú orðið saman á ensku. Þau eru lfka orðin kana- dfskir rfkisborgarar og nú er ekki lengur á dagskrá að flytjast aftur heim. Ingþór kvað Islendingana vestra hafa sömu megineinkenni og heima, „Islendingarnir hér eru þó mótaðir af kanadfsku um- hverfi. Heima á islandi er miklu meiri áhugi á listum. Aftur á móti er áhuginn á verkamenn- ingu stórum meiri hérna megin og ólfkt betri hagræðing. Á fslenzkri skrifstofu, sem útheimt- ir 20 manna starfslið, væri sams- konar fyrirtæki trúlega rekið með 10 manna liði hér,“ sagði séra Ingþór Indriðason að lokum. Gunnvör og Snorri eru búin a8 vera I fimm ár vestra, en ætla samt aS vera Islenzkir rikisborgarar ðfram. Að ofan er IbúðarhúsiS þeirra. I nýju og snotru einbýlishúsi f suðurhluta Winnipegborgar búa ung hjón ásamt börnum sfnum tveimur. Þau eru Gunnvör Danf- elsdóttir úr Njarðvíkum ogSnorri Ásmundsson bifvélavirki frá Snartartungu f Bitrufirði. Þau byrjuðu búskap fyrir 11 árum f Reykjavík, þar sem Snorri lærði sfna iðn. Eftir það rak hann bfla- verkstæðið Fólksvagn f Kópavogi, sem sfðar hét Vélvagn. Gunnvör og Snorri höfðu eignast Iitla íbúð við Sogaveg og engir sérstakir erfiðleikar á ferðinni. En þau voru bæði haidin ein- hverjum snert af útþrá og höfðu oft rætt um að breyta til og búa um tfma erlendis. Og þar kom árið 1970, að þaú ákváðu að stfga skrefið og gera alvöru úr botla- leggingunum. Þeim leizt bezt á Kanada f þessu augnamiði og eitthvað at- hugaði Snorri með atvinnumögu- leika, en var sagt, að hann yrði að láta slag standa og koma. Svo það var drifið I þessu; fbúðin seld, haldið út f óvissuna og förinni ekki létt fyrr en f Winnipeg. Þau tóku ekkert með annað en sængurföt og fatnað og f versta tilfelli var alltaf hægt að slá þessu upp f sumarleyfisferð, ef atvinnuleitin yrði árangurslaus. Fyrstu næturnar voru þau á hóteli, en fóru sfðan að lfta f kringum sig. Á ráðningarskrif- stofu var þeim bent á leiguíbúð og næsta skref var að kaupa rúm eldhúsáhöld og annað, sem heyrir til heimilishaldi. En búslóðina fengu þau aðheiman með skipi þremur mán- uðum seinna. Snorri fékk vinnu við bflavið- gerðir, þegar hann hafði leitað fyrir sér f viku — lífið komst á réttan kjöl að nýju. Hann vann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.