Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 16
Þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar Framhald af bls. 3 kvæðanna sé af öðrum toga, eru þau öll íslenzkuð á styrjaldarárunum og eiga því með vissum hætti heima undir sama heiti, þótt ekki væri nema því til áréttingar, hversu ósnortin hugsun vor og viðfangs- efni á þessum árum hafa einatt verið af sprengi- magni heimsviðburðanna.“ Það var ein af miklum andstæðum i fari Magnúsar Ásgeirssonar, að „vettvangur dagsins varð honum aldrei eiginlegt athafnasvæði" eins og Tómas Guð- mundsson segir í minningarorðum um hann, en hins vegar var Jöngun til hlutdeildar í átökum samtímans, baráttuhugur og skaphiti svo augljós f fari hans, að manni finnst ekkert sjálfsagðara en hann eigi við sjálfan sig, þegar hann þýðir erindi Heidenstams: Nær mun ég ungur, hreinn og hcill á sál, af hcitu geði f strfð til varnar fara þvf litla stóra, er hjá mér tókst að hjara, og fórna lífi fyrir heilagt mál. Fyrir mitt leyti finnst mér eftirfarandi erindi Levertins vera sjálfslýsing Magnúsar í stfl, sem varla gæti verið honum öllu eiginlegri: Dæm Iff mitt ekki af lfnuni skráðum né lærdómssmælki fávfss manns. cn eftir hugans óskadáðum og ævintýrum drauma hans. Já, dæm það cftir dirfskunni ungu og drottinvaldi f blóðsins þrá og hrynjandinni heitu og þungu, cr hvcrjum þanka að baki lá. Magnús Ásgeirsson lifði geysl og dó fyrir aldur fram. Samt er verk hans furðulega mikið að vöxtum ekki sízt þegar þess cr gætt, að hann hafði miklar frátafir, þegar hann sneri sér að því meira eða minna beizka nautnalífi, sem honum verður tfðrætt um gegn- um þýðingar sinar. Hann var mjög róttækur i þjóðfé- lagsskoðunum, en í þýðingum sfnum stuðlaði hann að samhcngi hefðar á miklum umbrotatimum: þær nýj- ungar, sem hann innleiddi i íslenzka ljóðagcrð eru vissulega þýðingarmiklar, en verk hans er, með sterku fvafi rómantísku og symbólisma, útfærsla þeirrar raunsæisstefnu, sem hcr hafði smám saman numið land. Magnús á e-kki beina hlutdeild að þeirri formbylt- ingu, sem gerzt hefir í íslenzkum nútímaskáldskap, heldur óbeina aðild með innflutningi hugmynda, sem smám saman leituðu nýs forms. Ilér og hvar í verkum hans finnum vér óvefengjanlega rætur nýs skáldskap- ar; í nýrri tilfinning: Finna f andrá háskans hcilaga öryggð (Karin Boye) nýjum stjórnmálum: myrkt og hcilagt hatur (Blok) Kn menn, sem á laun hafa lifað oe lesið skóhljóð í sundur. (Gricg) í myndformum: og hreggblásið hár f þyrli um höfuðkúpunnar strangleik (Grieg) í háspeki hins hverdagslega: Ég er gras Gefið mér tóm. (Sandburg) í ummyndun samlíkinga: Ég var mold og regn, ég var mjúkur leir — myndlaus. En ég var hertur víð bruna, mér var breytl f múrstein raeð formsins hornótta hlátri. (Lundkvist) Samt er sú stefna hans augljós að aðlaga þýðingar sinar íslenzkum formum og fslenzkum hugmyndum. Sá háttur hans að breyta erlendum manna- og staða- nöfnum í kunnugleg íslenzk nöfn og djarfleg íslenzk- un staðhátta í ýmsum kvæðum, hygg ég orki tvímælis. Þessar breytingar valda oft óeðlilegum tvískinnungi í kvæðunum. Það kann í fljótu bragði að virðast skemmtilegt og meinlaust að leika slikt í gamankvæð- um eins og Vín og vatn eftir Chesterton, þar sem © kunnir reykvfskir borgarar eru gripnir f net kvæðis- ins, og það fer ekkert illa um þá, en Chesterton er ekki lengur herra kvæðisins. Og ég fæ ekki séð að gamantextar séu í sjálfu sér réttlægri en aðrir. Ég á einfaldlega við það, að jafnvel Chesterton, sem var að vfsu ekkert stórskáld, sé oss samt því meira virði sem hann er likari sjálfum sér, en því minna virði sem hann er orðinn íslenzkari. Maður verður að rækta garðinn sinn, en hann getur orðið prísund. Hinu má vitanlega ekki gleyma að þvf einhæfari sem bókmenntir einhverrar þjóðar eru, því ísjárverðari eru stökkbreytingar, ef garðurinn á ekki að breytast f vfðavang. Ég hygg að þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar beri þess órækan vott, að hann skyldi þetta glöggt og beitti afli sfnu gegn allri snöggþróun. Ég skal engum getum að þvf leiða, hvernig umhorfs væri í íslenzkum skáldskap nú, ef Magnús Ásgeirsson hefði snúið sér einvörðungu að þýðingum á nýstárleg- um og framandi ljóðum. Eitt er vist, að þar myndi vera að ýmsu leyti öðruvísi umhorfs, því að hann hlaut alltaf að verða áhrifamikill maður. Hver kynslóð vill hafa sinn rétttrúnað í skáld- skap og ef vér vitum á annað borð, hvað vér viljum, eigum vér stórmikið að þakka trúnaði Magnúsar Asgeirssonar við kreddur síns tíma. Magnúsi var ekki gefin náttúra kameljónsins, sem er tákn mótsagnalausrar fjölhæfni. Andstæðurnar í fari hans voru stórskornar, eins og tröllauknar andstæður þess tfma, sem hann lifði á. Hann var dýrkandi fegurðar, jafnvel f þeirri algjöru mynd, sem postulínskrukkan táknar f kvæði Snoilskys og Saxakonungur keypti hiklaust fyrir „fimm hundruð manna lífvörð listagóðan". Hundrað ár gengin sfðan cru f súginn, sefur f moldu allur hetjugrúinn, — en gamla krukkan stendur enn f stað. Það skýrir að nokkru íhaldssemi hans. En sterk mannfélagskennd og þörfin til athafna komu í veg fyrir, að hann gerði sér fagurfræði að trú. Kristján Karlsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.