Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Side 7
Myndin til hægri: Soyabauna- akur ( lowa. Bóndadætur tvær sáu „disk" fara með hvin mikl- um frá bænum. kvöld eitt þegar þær horfðu út um glugg- ann, og stafaSi frá þessum diski rauðgulu Ijósi. Frá geisl- andi hring ofarlega á hlutnum. Morguninn eftir sá bóndi þessi ummerki á akri sínum. Þegar Hynek skoðaði akurinn nokkru slðar, bar baunagrasið merki þess að hafa skrælnað af hita, en ekki þess að hafa brotnað né heldur virtist nokkur hlutur hafa snert jörðina á þessum stað. að meira eða minna leyti, jafn- framt því sem hin framandi sýn berst því fyrir samband við fjar- lægan sýngjafa. Fyrir kemur þó, að tveir eða fleiri sjá sýnina samtímis og er þá vel hugsanlegt að um sé að ræða framkomu likamnings eða efnun hlutar eða manns eins og áður er getið. Mun oft vera þannig um hina „fljúgandi díska“ sem sjást i lofthveli jarðar okkar, og um ein- hverja af áhöfnum þeirra, sem stundum hitta menn að máli, eftir því sem frásagnir greina, og ekki er hægt að þvertaka fyrir, að geti átt sér stað og hafi átt sér stað. Með hinn nýalska heimsskiln- ing að leiðarljósi er ekkert, sem mælir á móti hinu stórkostlegri samböndum og samskiptum við lengra komna íbúa fjárlægra sól- hverfa en enn hefur verið kostur á. Og sem flestir þurfa að gera sér grein fyrir þvi, að einungis þaðan er að vænta þeirrar hjálpar, sem duga mun til að lyfta mannkyni okkar úr því hörmungarástandi, sem það nú er í, svo komist verði sanna framfaraleið. IV. Eru flugdiskaheim- sóknir vinsamlegar? Margir munu velta því fyrir sér hversvegna fljúgandi diskar birt- ist hér við okkar jörð. Er einhver tilgangur með komu þeirra; og ef svo er, hver er þá sá tilgangur? Eru áhafnir þeirra okkur vin- veittar eða óvinveittar? Getur koma þeirra orðið okkur jarðar- búum til gagns eða getur okkur stafað illt af þeim? Hægt er að bera fram óteljandi spurningar, en erfitt er að svara meðan svo lítið er vitað um þessi fyrirbæri og um eðli þeirra. Samkvæmt skilningi Nýals- sinna hlýtur hér að vera um sam- bandsfyrirbæri að ræða. Lífsam- band milli hnatta alheimsins er það sem gerir slíkar hamfarir mögulegar. Ingvar Agnarsson Siglaugur Brynleifsson LJÓSBROT Mynd: Bragi Ásgeirsson Ljósbrotin og ymur um nótt örlögin verða á götunni undir gluggunum og máninn fjarlægur sem vilji guðanna kaldur og festing hinna ódauðlegu hverfist ennþá um okkur sem leitum endurskinsins Skipin úti fyrir svörtum ströndunum þungi hafsins torveldar leiðina stjörnulausar nætur svört skipin og niður sjávarins Andartak heyrum við söngvana þegar dagarnir hefjast upp af bláu hafinu Angurljóðin heyrast bezt þegar dýrin sofa I steingerðu öryggi sínu guðirnir syngja Ijóð sin um nætur þeir bera þunga tímans og aðhafast ekkert en hvarfla stundum um nætur um mennskar byggðir og snerta mannleg hjörtu ást og dauða Mennirnir eru dánir guðunum áköllin hljóma ekki lengur bergmálið sem býr í björgum hrynur yfir þá sem kalla í dimmum skógum þar sem villidýrin hefja söng sinn um óttu og skríða i felur um sólaruppkomu Dauðinn er sannleikur guðanna þegar hann sveimar um jörðina bæla dýrin sig og fuglarnir leita skjóls í nóttinni og fyrir utan ómar tómið Ástin er gjöf guðanna og dauðinn og þú og nóttin látum skipin á hafi stjörnurnar blika köstum burt öllu og hlustum á söng guðanna sem elska okkur verðum þeir ástin og dauðinn í fylgd nótta og guða ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.