Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Síða 8
Buckminster Fuller varð áreiðanlega fyrst kunnur mörg- um landanum, þegar hann kom hingað til lands á sfðastliðnu ári til fyrirlestrahalds. Kannski hafa þó öllu fleiri stofnað til kynna við þennan aldna meistara af lestri greinar, sem Matthfas Johannes- sen skrifaði um hann f Morgun- blaðið, þegar Fuller var hér á ferðinni. Það er alsendis óvfst, hvort á að kalla Buckminster Fuller arkitekt, uppfinninga- mann, hugmyndasmið, vfsinda- mann eða eitthvað annað. Hann er líkt og hinir frægu meistarar Endurreisnarinnar á ftalfu á 15. öld, eitthvað af þessu öllu. Það sem Buckminster Fuller án efa er frægastur fyrir eru hvolf- þök hans, sem hann hefur nefnt „geodesic dome“ Þessi gerð hvolfþaka byggir á styrkleika þrfhyrningsins og er náskyld ýmsu, sem sjá má f náttúrunnar rfki. Framundir þetta hefur hvolfbyggingin fræga f Róm, Pantheon, sem upphaflega var heiðið hof verið mesta hvolfþak heimsins og lengi vel var álitið að lengra væri ekki hægt að ganga f gerð þaks, sem ber sig sjálft, án burðarbita, súlna eða stoða. En uppfinning Buckminsters Fullers er svo „genfal“ að nú veit f rauninni enginn, hversu stóran hjálm mætti búa til. Jafnframt hefur sannazt að þessi húsgerð stendur betur af sér stórviðri, en önnur byggingarform gera. Hér hefur komið uppf hendurnar á mönnum lausn á þökum yfir fþróttavelli, sundlaugar, sam- komuhús, kirkjur, flugstöðvar, stórverzlanir og ugglaust margt fleira. Mætti af þessu halda, að maður sem finnur annað eíns upp f Amerfku, væri um leið orðinn rfkari en svo að hann vissi aura sinna tal. En svo er þó ekki. Af einhverjum ástæðum hefur snillingnum Fuller ekki tekizt að auðgast á uppfinningum sfnum. Agóði hans af einkaleyfum hefur jafnótt farið f kostnað við umfangsmiklar tilraunir með nýjar lausnir. Buckminster Fuller hfur einfaldlega verið of önnum hafinn við nýjar uppfinningar til þess að hann gæti gert sér það sem fyrir lá að fjárhagslegum ávinningi. Aftur á móti hafa risið upp stórfyrirtæki f Bandarfkjunum sem keypt hafa einkaréttinn á framleiðslu þeirra eininga, sem til þarf f gódesfskar byggingar. Eitt þeirra heitir Temcor og er f Kalifornfu. Það hefur látið frá sér fara kynningarrit um geódesfsk hvolfþök og af hverju sem það nú stafar, er höfundarins þar að engu getið, fremur en hann væri ekki til. 1 þessu kynningarriti kemur fram, að hægt er að kaupa ýmsar HVOLF- ÞÖKIN HWS FULL- ERS rejnastvíða frábær lausn Á myndunum til hægri sjást þrjú bandarfsk stórhýsi, öll byggð til að hýsa margháttaða íþróttastarfsemi — og öll með hvolfþökum sam- kvæmt uppfinningu Buckminsters Fullers. Efst er íþróttahús Centenary College, sem rúmar 4000 áhorfend- ur, í miðju er sama hús séð utan frá og neðst er Murray Center við Elmira College, þar sem hægt er að keppa I margvíslegum fþróttum. Takið eftir, að sterkir Ijóskastarar varpa birtunni upp á hvolfið og fæst þannig óbein lýsing og góð birta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.