Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 9
4
mca 1300, sem byggir ð frönskum
smekk og amerisku fjörmagni
stærðir af hvolfþekjuhúsum og
þau stærstu, sem þarna eru
nefnd, taka yfir hvorki meira né
minna en 7 þúsund fermetra, eða
rúmlega tvo þriðjuhluta
úr hektara. Utan með sjálfri
grunnplötunni eru reistir nokkrir
bogar, ýmist úr málmi eða stein-
steypu og á þeim hvflir sjálft
hvolfþakið. Það er eins og
myndirnar sýna gert f aðalatrið-
um úr tvennskonar einingum:
Geysilega sterkum álrömmum
sem boltaðir eru saman og
myndast þá fimmstrent form. Frá
miðju þessa forms ganga svo þrfr
bitar og deila þvf f þrjú jafnstðr
bil. Þá er komið að sjálfri
klæðningunni og hún er þannig
leyst að sérstakar einingar úr álí
eða plexigleri falla f bilin. Hér er
engin málning notuð og álið þarf
ekkert viðhald. Einangrun er
leyst á einfaldan hátt, þegar
hennar þarf við. Einangrunarefni
er einfaldlega sprautað innan á
álplöturnar og bitana. f annan
stað er til sú lausn, að glerullar-
mottur falli f bilin milli bitanna
og f þriðja lagi er fáanleg auka-
klæðning, sem að Iokum kemur
neðan á bitana og myndar
holrúm. Dagsljós ofanfrá er
fengið með þeim hætti, að
sérstakt gler er fellt f bilin f stað
álplatnanna Hefur stundum ein-
vörðungu verið notað gler í bilin,
einkum yfir sundlaugar. Smærri
hvolfþök af þvf tagi mundu til
dæmis henta vel yfir gróðurhús.
Hér á landi er aðeins til eitt meiri
háttar hvolfþak. Það er á Laugar-
dalshöllinnt og er steinsteypt.
Gódesfskt hvolfþak hefði f senn
verið miklu ódýrara, fljótunnara
og fegurra. Reynsla hefur fengizt
fyrir þvf að geódesfsk þök eru
alveg vatnsheld; þau hafa staðið
af sér bylji og snjóþyngsli norður
f Alaska, fellibylji á Florida og
Guam-eyjum, og jarðskjálfta f
Kaliforníu. Þvf er slegið föstu að
byggingartfmi verði einn þriðji
til helmingur af þeim tfma, sem
fer í að byggja steinsteypt hús.
Framleiðandinn sendir sér-
þjálfaðan mannafla til þess að
reisa þakið og tekíð er fram að
sex manna flokkur geti á fjórum
vikum lokið fullkomlega við
hvolfþak, sem er 144 fet f
þvermál.
f miðju hvolfsins er skilið eftir
gat á meðan á byggingunni
stendur. Sérstakur krani stendur
uppúr gatinu og lyftir þakinu
jafnframt þvf sem einingar bæt-
ast utaná hringinn. Að lokum
hvflir þakið á burðarbogunum og
gatinu f miðju er að sfðustu lokað
með áleiningum eða gleri.
Ennþá hafa geódesísk hvolf-
þekjuhús ekki risið á fslandi, en
þau væru án efa til margra hluta
gagnleg. A þennan hátt mætti til
dæmis byggja yfir sundstað; við
gætum komið okkur upp inni-
garði með ævintýralegum, suð-
rænum gróðri. Það væri freist-
andi hugmynd að byggja stórt
hvolfþak — eða fleiri en eitt —
yfir eitthvert vel staðsett svæði,
og undir þvf yrðu verzlanir
skemmtistaðir, bókasafn og veit-
ingahús f fallegu umhverfi,
þar sem fólk gæti notið þess að
ganga um, eða sitja f rólegheit-
um, án þess að vera dúðað. Það
vill svo vel til að við höfum jarð-
hitann, en geódesfsku þökin færa
okkur upp í hendurnar þá lausn
sem þarf til þess að hugsa og
byggja upp borg á nýjan og
sérstakan hátt. GS
Sérþjálfaðir hópar vinna að uppsetningu á hvolfþökum og gengur það mjög
hratt.
Hvolfþök eru notuS yfir allskonar starfsemi I Bandarikjunum. Hér er eitt slíkt
hús, sem fljótt á litiS er ekki likt venjulegri bankabyggingu, en hýsir þó
National Bank i Arisona.
íí - ip 3 =
ISfe wa ® t. v «
Að ofan má sjá, hvernig Simca 1300 litur út að utan. Þar er fylgt línu, sem um þessar mundir er vinsæl i gerð
smærri bila. Aftur á móti er franskur smekkur alls ráðandi i innréttingunni og sætin eru bæði stór og mjúk. Eins
og sjá má hér að neðan, myndast mikiS flutningarými, þegar aftursætið er iagt niSur.
Franska bflaverksmiðjan
Simca er f eigu Chrysler
Corporation f Bandarfkjunum
og skortir þvf varla fé. Simca
hefur samt haldið áfram að
vera Evrópubfll með öllum
þeirra kostum og göllum og
umfram allt annað er Simca
franskur bfll — einnig með
kostum þeirra og göllum Þrátt
fyrir fjármagnið að vestan,
örlar ekki á amerfskum áhrif-
um, hvorki f stærð né á annan
hátt. Hitt er svo annað mál, að
bflahönnuðir virðast ekki
þungt haldnir af hugmynda-
flugi um þessar mundir og
smám saman virðist mikill
meirihluti bflgerða vera að
verða svo til nákvæmlega eins.
1 smábflaflokknum markaði
Fiat 127 þessi tfmamót og
millistærðarflokknum má
segja að Volkswagen Passat
hafi markað stefnuna, sem var
alveg sú sama og f smá-
bflunum: I staðinn fyrir hefð-
bundið „skott“ eru þessir bflar
hálf afturbyggðir, svo innra
rými eykst til mikilla muna.
Þar að auki er notagildið aukið
svo um munar með stórri hurð
á afturendanum og f þriðja
lagi má nefna það sem Saab
byrjaði á: Að geta lagt aftur-
sætið niður og búið til samfeilt
gólf frá framsætum og aftur
úr. Enn má svo bæta því við en
það gerist sífellt algengara að
bflar af þessu tagi séu búnir
framhjóladrifi. Þrátt fyrir
nokkra einhæfni í útliti má þó
segja þessari þróun til hróss,
að hér ræður skynsemin
ferðinni að öllu leyti. Hvers-
konar „stækum“ er fórnað fyr-
ir skynsemisatriði eins og
sparneytni, öryggi, ytri sam-
þjöppun og innra rými.
Allt það sem hér hefur verið
sagt má heimfæra uppá nýja
milliklassabflinn frá Simca,
sem auðkenndur er með töl-
unum 1307 og 1308 eftir vélar-
stærð. Hann er á ytra borðinu
afskaplega Ifkur Volkswagen
Passat, en innréttingin sýnir
vel muninn á frönskum og
þýzkum smekk. Sú spartanska
harðneskja sem ræður
ferðinni f innréttingu á Volks-
wagen Passat, er ekki til f
Simca. Stólarnir eru mikil og
mjúk hægindi og frágangur og
hönnun á mælaborði og
hurðum er talsvert rfkulegur
og minnir á ftalska ivö
sem Lancia Reía og Alfa
Romeo.
Fjöðrunin er mjúk á franska
vfsu og aksturseiginleikar með
þeim hætti, að eftir ökuprófun
danska bflablaðsins Bilen.
motor & sport, kvaðst öku-
maðurinn mundu greiða
Simca sitt atkvæði þegar bfll
ársins yrði kjörinn riæst. Eins
og kunnugt er kjósa ákveðin
bfla- og tækniblöð f nokkrum
Evrópulöndum bfl ársins á
hverju ári og varð hinn nýi
Citroén CX fyrir valinu í
fyrra.
Danski ökumaðurinn gaf
Simca beztu meðmæli fvrir
svo að segja hvert atriði. Hann
taldi útsýnið framúrskarandi
gott, þægindin f bezta lagi,
mælum vel fyrir komið — en
skiptingin hlaut þá athuga-
semd að hún væri dálftið
„gúmmfkennd" og vita Ifklega
flestir bflstjórar hvað þar er
átt við. Það er ekki annað en
það, sem næstum undan-
tekningarlaust á sér stað,
þegar gfrkassinn er á öðrum
stað en undir sjálfri gfrstöng-
inni.
Vélin er þverstæð að framan
ag hallast aftur á bak um 40
gráður. Hún er fjögurra
strokka 74—90 hestöfl. Drif er
á framhjólum. Lengdin er 4.24
m. breidd 1.68, hæðin 1.40 m
og þyngd 1000 kg. Um verð hér
er ekki vitað, en umboð fvrir
Simca hefur Vökull.