Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Blaðsíða 11
Um afkomu Almenna verzlunarfélagsins segir Jón Aðils f ævisögu Skúla (1911) að félagið hafi f árslok 1772 eftir að hafa rekið Islandsverzlunina f níu ár, talið fjárhag sinn vera svo slæman, að það gæti ekki haldið verzluninni áfram nema útsöluverð á innfluttum vörum yrði hækkað og verzlunarleigan felld niður. Stjórnin tók ekki vel í þetta og segir þá Jón Aðils: „Þegar verzlunar- félagið sá, að stjórnin vildi eigi leggja neitt liðsinni þótti því mál til komið að reyna að losna við verzlunina. Nú var það undir náð og miskunn stjórnarinnar komið, hvort félaginu skyldi leyft að hætta við verzlunina eða eigi, því eftir verzlunarskilmálanum var það skuldbundið til að reka hana til ársloka 1783. En eins og nærri má geta þótti stjórninni eigi ráðlegt að neyða félagið með harði hendi til að halda verzluninni áfram ..." Það er ljóst að Jón Aðils hefur ekki gert ráð fyrir þvf er hann skrifaði ævisögu Skúla (1911) að íslandsverzlunin hafi verið groðafyrirtæki á tímum Almenna verzlunar- félagsins, og svipuð skoðun kemur fram i margnefndri einokunarsögu tæpum áratug síðar, enda mjög erfitt að sjá hvernig hægt var að bæta afkomuna um 16000—17000 rfkisdali á ári eins og þó hefði verið nauðsynlegt sam- kvæmt útreikningi hans á tapi af rekstri Konungsverzl- unarinnar fyrri. Ekki er þó hægt að segja að Jón Aðils hafi gert neina eiginlega rannsókn á afkomu Islandsverzlunarinnar á nefndu tfmabili (1759—74) Slika rannsókn hefur Gísli Gunnarsson hins vegar gert og niðurstaða hans er hin sama og hjá Jóni Aðils, að íslandsverzlunin muni hafa verið rekin með tapi á umræddu timabili. Um þetta segir Gísli m.a. f viðtali í Þjóðviljanum 10. ágúst 1975: „Til dæmis má nefna, að tímabilið 1760—1775 gat varla verið annað en taptimabil." Undirritaður á mjög erfitt með að fallast á þetta, og er orökin sú að í fundargerðum aðalfunda Almenna verzlunarfélagsins er talið að kjarninn úr nefndu tíma- bili, 1964—72, sé ekki taptímabil eins og Gfsli orðar þetta. Fundargerðir aðalfunda voru færðar í sérstaka bók — GENERALFORSAMLINGSPROTOKOL — og hefur þessi gjörðabók félagsins varðveitzt ásamt fleiri skjölum þess f Rfkisskjalasafni Dana. Á aðalfundum lagði stjórn félagsins jafnan fram tölur um afkomu Islands- og Finn- merkurverzlunarinnar í einu lagi og um leið aðrar tölur um gróða félagsins af sjálfsábyrgð í sambandi við Is- lands- og Finnmerkurverzlunina. I stað þess að vátryggja tók félagið áhættuna sjálft (þó ekki undantekningalaust) og taldi sér hagnað ef vátryggingargjaldaupphæðin var hærri en skaðarnir. Með þessum hætti verður afkoma Islands- og Finnmerkurverzlunarinnar að sjálfsögðu lak- ari en ella á pappírnum, og hinn raunverulegi gróði af báðum þessum verzlunum kemur ekki fram nema tölurn- ar séu lagðar saman, tölur um gróðann af vátryggingum og tölurnar um gróðann af verzluninni. Samkvæmt fund- argerðum aðalfunda eru tölurnar um afkomu Islands- og Finnmerkurverzlunar félagsins 1764—72 sem hér segir: ár gróði af Is- lands- og Finn- merkurverzluninni. gróði af vátryggingum tap af Is- lands og Finnmerkur- verzluninni 1764—65 16785 rd 46 sk 1141 rd 66 sk 9827 rd 37 sk 5055 rd 62 sk 10364 rd 77 sk 12445 rd 23 sk 1766 1767 1768 1769 1770 1771 1772 3531 rd 20 sk 3277 rd 86 sk 16790 rd 77 sk 13760 rd 54 sk 8661 rd 47 sk 8326 rd 11 sk 5441 rd 16 sk 8308 rd 31 sk 7885 rd 24 sk 8049 rd 47 sk Samkvæmt fundargerð aðalfundar 21.3. 1774 var tap á íslands- og Finnmerkurverzluninni 1773. Arið eftir, 1774, var félagið leyst upp og konungur tók sjálfur að sér tslands- og Finnmerkurverzlunina. Þessar tölur sýna, að íslands- og Finnmerkurverzlunin er ekki rekin með tapi 1764—72. Hluti af gróðanum er dulbúinn sem gróði af tryggingum, og er ekki ólíklegt, að stjórn félagsins hafi þótzt standa betur að vígi gagnvart stjórnvöldum með þvf að fara þannig að. Upplýsingar í fundargerðum aðalfunda benda og heldur ekki til þess, að Finnmerkurverzlunin hafi gengið vel á þessu tímabin og þokkaleg afkoma Islands- og Finnmerkurverzlunar- innar 1764—72 eigi rætur sínar að rekja til þess, að verzlunin við Finnmerkurbúa hafi staðið undir hallanum af verzlun við Islendinga. Skulu nú rakin nokkur atriði úr fundargerðum hér að lútandi. Nokkur önnur atriði í fundargerðunum verða tekin með sökum fróðieiksgildis þeirra, enda hafa þau ekki áður komið fram á prenti. A aðalfundi 10. des 1765 skýrði félagsstjórnin frá því, að gróðinn af Islands- og Finnmerkurverziuninni 1764— 65 (reikningsári félagsins lauk 31. ágúst) hafi verið 16785 ríkisdalir 46 skildingar og gróði af tryggingum 1141 rd. 66 sk. Farmarnir frá Islandi árið 1765 hafi verið i meðallagi en afli á Finnmörku hafi brugðizt þetta ár eins og árið áður, og þess vegna hafi farmarnir frá sumum Finnmerkurhöfnun yfirstandandi ár verið sáralitlir og ómerkilegir. I þessari fundargjörð er og minnzt á sölu íslenzks sauðakjöts i Kaupmannahöfn og segir félags- stjórnin, að eftirspurnin hafi verið geysimikil og hún hafi því ákveðiö að setja allt sauðakjötið framvegis á uppboð nema það, sem selt sé samkvæmt föstum samningum. Slíkan samning hafði félagið við danska flotann. Á aðalfundi 19. des. 1766 skýrði félagsstjórnin frá afkomu ársins (reikningsársins) 1766 og segir slæm tíðindi frá Islandi. Jarðeldur hafi verið uppi og valdið miklum spjöllum á gróðri. Mikið hafi fallið af búpeningi og hafi þetta einkum komið þungt niður á Skagastrandar- og Hofsóskaupsvæðum, og frá þessum höfnum hafi komið mjög Iftið af kjöti. Auk þess sé fjárkláðinn að stinga sér niður. Hins vegar sé góðar fréttir að segja af aflabrögðum og hafi afli á yfirstandandi ári verið mjög góður. Sá galli sé þó á gjöf njarðar, að mikið af skreiðinni hafi ekki verkazt með alveg réttum lit og uppfylli því ekki tilskild- ar kröfur. Þess vegna hafi ekki verið afgreitt til Ham- borgarmanna nema helmingur af umsömdu magni. Af aflabrögðum á Finnmörku hefur félagsstjórnin það að segja, að afli hafi brugðizt þar algerlega. — Á þessum fundi var einnig minnzt á Nýju innréttingarnar, sem höfðu svo sem kunnugt er, verið sameinaðar Almenna verzlunarfélaginu, er það tók að sér Islandsverzlunina. Vegna fjárkláðans ríki ullarskortur á Islandi og skorti ull til vinnslu í verksmiðjunum í Reykjavík. Félagsstjórnin telur of dýrt að kaupa ull erlendis og flytja til Islands til að halda verksmiðjunum gangandi á fullu. Þess vegna sé rétt að draga saman rekstur þeirra og takmarka starfsem- ina við þá ull, sem fáanleg sé i landinu sjálfu. Fékk félagsstjórnin þetta samþykkt á fundinum. A aðalfundi 4. maí 1768 gerði félagsstjórnin grein fyrir afkomu Islands- og Finnmerkurverzlunarinnar árið 1767, sem hafði ekki verið góð eins og kemur fram f yfirlitinu hér að framan. Á þessu gefur stjórn félagsins eftirfar- andi skýringar: 1. Fjárkláðinn valdi því, að lítið hafi borizt af kjöti, gærum og tólg frá tslandi; 2. Innkaups- verð á korni hafi verið nokkuð hátt; 3. Skipaleigur hafi verið háar árið 1766; 4. Mjög lágt verð hafi fengizt fyrir mikið magn af islenzkum fiski, sem félagið hafi neyðzt til að selja á uppboði 2. apríl 1767; 5. Léleg aflabrögð á Finnmörku. Hins vegar telur félagsstjórnin, að afkoma félagsins árið 1768 (1. sept. 1767—31. ágúst 1768) muni verða ágæt, þar eð skipaleigur 1767 hafi re.vnzt 'tíu þúsund ríkisdölum lægri en árið 1766 og yfirstandandi ár muni þær verða 12000 ríkisdölum lægri. Ennfremur hafi farmar þeir, sem komu frá Islandi 1767 selzt á miklu betra verði en árið áður. Það kemur ennfremur fram f þessari fundargerð, að aflabrögð hafi verið góð á íslandi 1767, en samt hafi ekki verið afgreidd nema 2360 skip- pund af skreið til Hamborgarmanna og vanti 1640 skip- pund, á það, að sölusamningurinn við þá hafi verið nýttur til fulls. Ástæðan til þess, að félagið hefur ekki getað afgreitt samningsbundið magn, er ekki nefnd; ef til vill hefur hún verið hin sama og árið áður, ófullkomin verkun. Það er tekið fram, að aflabrögðin á Finnmörku hafi verið nokkru betri 1767 en áður, en auðfundið er, að félagsstjórninni finnst þessi bati allt of Jítill. Ennfremur er minnzt á fjárkláðann og nefnt, að hann geisi um allt land að Austfjörðum og Norðurlandskjördæmi eystra undanskildu. A þessum fundi var ennfremur fjallað um Nýju innréttingarnar. Félagsstjórnin hafði þær fréttir að færa, að samþykkt aðalfundar 19. des. 1766 um að takmarka afköst Innréttingaverksmiðjanna við þá ull, sem unnt væri að útvega í landinu sjálfu, hefði komið til fram- kvæmda síðastliðið ár, 1767. Stjórnin kvaðst hafa sent mann til íslands til að vinna þetta verk og honum hafi jafnframt verið falið að gera úttekt á verksmiðjunum og öllu, sem þeim tilheyrði, tækjum, birgðum o.s.frv. Þessi maður er i fundargerðinni nefndur Krigsraad Gudmandsen, og munu þeir sem kunnugir eru ritum Jóns Aðils bera hér kennsl á mann þann, sem Jón nefnir Ara Guðmundsson. Á aðalfundi 24. jan. 1770 lagði félagsstjórnin fram tölur um afkomu áranna 1768—69. Um ástandið á Islandi heitir það í fundargerðinni, að fjárkláðinn geisi enn á Islandi og hafi því lítið borizt af búvörum þaðan að Austurlandshöfnunum undanskildum. Sé skaði félagsins af þessari sýki nú ærinn orðinn og tfmi til kominn, að Guð stöðvi hana. Um aflabrögðin þessi tvö ár segir félags- stjórnin, að alls staðar hafi aflazt vel. Hins vegar hafi skreiðin verkazt mjög illa vegna votviðra árið 1768 á þeim höfnum, sem framleiði upp í samninginn við Hamborgar- menn og þess vegna hafi Iítið verið afgreitt upp í þann samning. Betur hafi hins vegar tekizt til með aðrar fiskafurðir frá Islandi, þar á meðal fisk, sem sendur hafi verið til Livorno, Bilbao og Cadix og hátt verð fengizt fyrir. Hvað Finnmerkurverzlunina snertir segir félagsstjórn in, að aflabrögð þessi tvö ár (1768—69) hafi verið svipuð og 1767, en þetta sé miklum mun minni afli en fyrrum hafi verið venja. Hins vegar hafi fengizt mjög gott verð fyrirfiskafurðirnar og þvf hafi þessi verzlun (hér virðist átt við Finnmerkurverzluninaeina) jafnvel skilað af sér lítils háttar ágóða. En jafnframt kemur það fram, að útistandandi skuldir félagsins á Finnmörku hafi farið mjög vaxandi að undanförnu og að þetta komi þungt niður á lausafjárstöðu félagsins. Á þessum fundi skýrði félagsstjórnin frá áætlunum sínum um eflingu íslenzkra fiskveiða, sem hún kvað vera brýnt viðfangsefni, þar eð útflutningur frá Islandi á kjöti, tólg, skinnum, gærum, ull og prjónlesi hafi dregizt mjög saman vegna fjárkláðans. Jafnframt gerir félags- stjórnin sér grein fyrir því, að ekki er nóg að veiða fiskinn. Það þarf að selja hann líka, og hún hefur velt þeirri hlið málsins fyrir sér, að samfara eflingu fiskveiða á Islandi þurfi að útvega markað fyrir væntanlega fram- leiðsluaukningu. Samkvæmt fundargerðinni taldi hún góðar horfur vera á því, að unnt yrði að selja allverulegt magn af saltfiski á Spáni og hafi félagið sent farma þangað 1768 og aftur 1769, sem hafi selzt fyrir mjög hátt verð. Hún lætur þess og getið, að saltfisk á þennan markað þurfi að verka samkvæmt nýfundnalandsaðferð- inni. Einnig hafi mikill hagnaður orðið af tveim skips- förmum af skreið, sem árið 1768 hafi verið sendir beint frá Islandi til Livorno á Italíu. Þessi tilraun hafi verið Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.