Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Page 14
Almenna Verzlunarfélagið
Framhald af bls. 11
endurtekin síðastliðið ár og annað skipið hafi komizt
heilu og höldnu á leiðarenda og selt skreiðina fyrir ágætt
verð, en hitt skipið hafi tekið höfn í Alicante og bíði færis
að komast alla leið til Livorno. (Hér mun átt við hættu af
sjóræningjum.) Það sé afar mikilvægt fyrir félagið að
eiga kost á nýjum skreiðarmörkuðum, þar eð skreiðar-
sölusamningar félagsins við Hamborgara og Danzigmenn
renni út i lok yfirstandandi árs og sé þá mikilvægt fyrir
félagið að vera ekki í slíkri aðstöðu, að þessir viðskipta-
aðiljar geti sett því stólinn fyrir dyrnar. Ennfremur
nefnir félagsstjórnin, að hún hafi áætlanir á prjónunum
um að taka upp útflutning á islenzkum þorskhrognum til
Frakklands, en þar sé góður markaður fyrir slíka vöru.
Á aðalfundi 14. jan. 1771 skýrði félagsstjórnin frá því,
að gróðinn af Islands- og Finnmerkurverzluninni árið
1770 hefði verið 16790 rd. 77 sk. og gróði af vátryggingum
vegna þessarar verzlunar 8308 rd. 31 sk. Hún minnist á,
að fjárkláðinn geisi enn á Islandi, en útbreiðsla hans hafi
þó ekki aukizt og hafi borizt svipað magn af kjöti frá
Islandi og árið áður. En aflabrögð hafi hins vegar verið
með miklum ágætum á íslandi og félagið eigi jafnvel
mjög verulegar birgðir af fiski eftir á islenzkum höfnum.
Aflabrögð hjá Finnmerkurbúum hafi hins vegar verið
afleit og raunar verri en nokkru sinni fyrr. Félagsstjórn-
in minnist á fiskútflutning til ítalíu og nefnir m.a., að
þrjú skip frá félaginu liggi nú í Lissabon og verði að bíða
þar fram í febrúar eftir að komast í skipalest til Italíu, og
valdi þetta félaginu tjóni, þvi að annars hefðu þessir
farmar fyrir löngu verið seldir fyrir mjög hátt verð.
Á næsta aðalfundi 9. april 1772, skýrði félagsstjórnin
frá því, að aflabrögð á Islandi hafi verið sæmileg síðast-
liðið ár en heldur ekki meira, en þar eð félagið hafi átt
mikiar birgðir af fiski á íslenzkum höfnum frá árinu áður
(1770), hafi skip þess frá fiskihöfnunum komið fullhlað-
in. Hins vegar hafi sem fyrr borizt lítið af búvöru enda
geisi fjárkláðinn enn. Um ástandið á Finnmörku segir
félagsstjórnin, að aflabrögð þar hafi því miður ekki verið
betri en á undanförnum árum og fari útistandandi
skuldir félagsins þar vaxandi og ástandið meðal Finn-
berk^ybúa versnandi. Á þessum fundi lagði félagsstjórn-
in fram tölur um afkomu Islands- og Finnmerkur
verzlunarinnar siðastliðið ár (1. sept. 1770—31. ágúst
1771) og gerir það að venju þannig, að hún nefnir fyrst
gróðann af verzluninni sjálfri og síðan gróðann af
tryggingum í sambandi við þessa verzlun. Gróðinn af
verzluninni nam 13760 rd. 54 sk. og gróðinn af trygging-
um 7885 rd. 24 sk. Að þessu sinni lætur hún þetta þó ekki
nægja, heldur leggur þessar tölur saman og segir, að
gróðinn hafi þetta ár verið 21645 rd. 78 sk. (,,saa der ialt
er vunden dette Aar 21645 rdr. 78 sk.“). Þetta er óbrigðul
sönnun þess, að samkvæmt mati félagsstjórnarinnar er
það samanlagður gróði af íslands- og Finnmerkur-
verzluninni og vátryggingunum, sem er hinn raunveru-
legi gróði af þessari verzlun, enda nefnir stjórn félagsins
það jafnan, að vátryggingarupphæðin hafi verið færð á
tryggingarreikning (Assurance Conto). — Meðal annarra
hluta, sem fram koma í þessari fundargerð, má nefna, að
félagið hafi sent fjóra skipsfarma af skreið til Italíu og
eitt skipið hafði farizt skammt frá Lissabon; ennfremur
hafi þrír skipsfarmar af saltfiski, verkuðum samkvæmt
nýfundnalandsaðferðinni, verið sendir til Bilbao á Spáni,
og hafi fengizt gott verð fyrir fiskinn, þó ekki eins hátt og
árið áður.
Á aðalfundi 10. sept. 1773 skýrði félagsstjórnin frá
afkomu verzlunarinnar árið 1772 og segir, að aflabrögð
hjá Islendingum yfirstandandi ár hafi verið mjög góð og
gæði fisksins óvenju mikil. Hins vegar berist lítið af
búvöru frá tslandi að vanda vegna fjárkláðans. Við-
víkjandi Finnmörku hefur félagsstjórnin þær fréttir að
færa, að þaðan sé loksins von á vænum förmum af fiski.
Eins og sjá má af þessu yfirliti, er það ekki Finnmerkur
verzlunin, sem ber uppi afkomu félagsins 1764—72.
Þolanleg afkoma Islands- og Finnmerkurverzlunarinnar
á þessu tímabili hlýtur að vera fyrst og fremst Islands-
verzluninni að þakka eftir því að dæma, sem segir í
fundargerðum aðalfunda og hér hefur verið rakið. En að
sjálfsögðu skipti það meginmáli fyrir félagið, að þessi
verzlun í heild, Islands- og Finnmerkurverzlunin, væri
arðsamt fyrirtæki, og svo sem framangreindar tölur sýna,
hefur hún verið það 1764—72. Það var og mat sérstakrar
nefndar, sem aðalfundur kaus árið 1768, að íslands- og
Finnmerkurverzlunin væri hagstæð fyrir félagið. Þessi
nefnd hafði verið sett á laggirnar til að rannsaka þá
gagnrýni, sem einn hluthafa þess, Niels Ryberg, hafði
sett fram. Ryberg vildi takmarka starfsemi félagsins við
Grænlands-, Islands- og Finnmerkurverzlunina, þar eð
annar rekstur félagsins borgaði sig ekki. Nefndin féllst á
þessa skoðun eftir að hafa gert könnun á stöðu félagsins
og rannsakað arðsemi hinnar ýmsu starfsemi þess og eru
upplýsingar um þetta I oftnefndri gjörðabók félagsins frá
þessum árum.
Ef unnt væri að kalla Jón Aðils upp úr gröf sinni og
spyrja hann um skoðun hans á afkomu Islandsverzlunar-
innar á dögum Almenna verzlunarfélagsins í ljósi þess,
sem hér hefur verið dregið fram, mundi hann vafalaust
svara, að hann hefði ekki haft til afnota skjalasafn
Almenna verzlunarfélagsins heldur myndað sér skoðun
samkvæmt ófullkomnum heimildum um það efni; auk
þess mundi hann væntanlega benda á, að hann hefði
varazt afdráttarlausar fullyrðingar um afkomu
verzlunarinnar árabilið 1764—72. Hins vegar skal hér
engum getum leitt að því, á hverju Gísli Gunnarsson
byggir þá skoðun sína, sem nefnd er að framan, að
„timabilið 1760—1775 gat varla verið annað en taptíma-
bil“. En hvað snertir umrætt árabil, 1764—72, er skoðun
hans tvimælalaust röng. . ,
Khöfn, október 1975
Jón Kristvin Margeirsson
Amma, ég er I vandræðum ...
Auðvitað er það útaf stúlku — nei,
ekki þessari ljóshærðu laglegu f bláa
kjólnum, það er önnur. Hún er dökk-
hærð með hrokkið hár og brún augu.
Lagleg?
Víst er hún það. Nefið er kannski f
það minnsta en munnurinn bætir það
upp.
Svei mér þá amma, hún líkist þér —
nei, hún kann ekki að prjóna cn hún
býr til heimsins bezta brauð.
Bakar sjálf?
Nei amma. Hún kann ekki að baka,
kaupir brauðið f bakarfinu á horninu
hjá honum Hansen og ofanáleggið er
ekkert óæti. Ostur — nei, amma, ekki
ostrur, ostur, já, danskur fyrirtaks ost-
ur.
Nei amma, hún kann ekki að búa til
mat ekki einu sinni kaffi. En hún
getur hitað vatn svo drekkum við te og
borðum brauðið með.
Hvar hún býr?
Hún leigir herbergi hjá frú Jensen á
14.
Já hún heitir Anna.
Vitleysa, það er fallegt nafn. Ég veit
að tengdamamma þfn hét Anna og hún
var vond kona, en það fylgir ekki nafn-
inu.
Amma þó, þetta máttu ekki segja.
Jæja, jæja, á ég að halda áfram?
Já, ég elska hana.
Sagðist ég líka elska þessa ljós-
hærðu?
Nei amma, það var ekki ást.
Hvað þá?
Fljótfærni.
Hvernig kynntist ég Önnu?
Júsko...
HÚN
AMMA
MÍN
Örstutt saga eftir
Valdísi Öskarsdöttur
Viltu ekki heyra meira?
Leyfðu mér þá að halda áfram. Ég
var að fara I bæinn einn daginn.
Hvaða dag?
Á fimmtudaginn.
Já ég veit það er laugardagur þvi ég
kem bara til þfn á laugardögum.
Stuttan tfma?
Ég er búinn að þekkja hana I tvo
daga...
Já en amma. Tímarnir eru breyttir,
hraðinn er orðinn svo mikill.
Já já, ég veit þú varst búin að þekkja
afa f fimm ár áður en hann tók f
höndina á þér ... Ég get ekki haldið
áfram ef þú ert alltaf að grfpa fram f
fyrir mér.
Eins og ég sagði, var ég á leið f bæinn
með lestinni. Hún kom og settist við
hliðina á mér ...
Auðvitað hafði hún ekki fylgdar-
konu, — þá spyr hún mig hvað klukkan
sé...
Víst mega stúlkur yrða á pilta af
fyrra bragði.
Nei það er engin ósiðsemi.
Amma förum ekki að rffast við höf-
um svo oft talað um þetta áður.
A ég að halda áfram?
Jæja, þetta varð til þess að við tókum
tal saman og ég gerðist svo djarfur að
biðja hana að koma með mér f bfó um
kvöldið...
Amma, heyrðu nú. Það er ekkert
syndsamlegt við að bjóða stúlku f bfó!
Já, við fórum og ég fylgdi henni
heim á eftir. Síðan hitti ég hana aftur
daginn eftir og hún bauð mér heim til
sfn ...
Auðvitað mér einum. Heldurðu að
hún sé að bjóða allri fjölskyldunni?
Já amma. Það er rétt hjá þér, hún
hefði getað boðið þér. Ég skal biðja
hana að bjóða þér í næsta skipti.
Amma, má ég koma aftur á mánudags-
kvöldið og tala við þig?
Þakka þér fyrir.
Gott kvöld amma.
Nei amma, ég hef ekkert hitt hana.
Já, ég er svekktur.
Amma, ég sá hana reyndar f gær-
morgun þegar ég var að fara f kirkju.
Hún var að koma heiman frá sér með
rosknum manni, og amma, hún leiddi
hann.
Nei ég er ekkert að gráta, mér er illt
í augunum. Og — og hann kyssti hana
á kinnina, svo hlógu þau.
Nei, hún sá mig ekki. Amma, hvað á
ég að gera?
Gleyma henni. — Nei nei, ég elska
hana svo heitt.
Amma, hún er vfst góð. Það er ekkert
að marka þó að tengdamamma þfn hafi
verið vond og fláráð og þær heiti sama
nafni...
'Nei nei nei. Þú ert vitlaus og vond
kona. Ö amma, fyrirgefðu. Fyrirgefðu,
ég meinti þetta ekki elsku amma mfn.
Ég er ekki með sjálfum mér, fyrir-
gefðu mér?
Já amma. Ég ætla að fara núna. Má
ég koma á laugardagskvöldið?
Gerðu það amma?
Já, ég skal hegða mér vel. Bless
amma mfn.
Gott kvöld, elsku amma — amma
mfn, amma mfn ...
Já amma. Ég er að syngja — ó amma,
hún er dásamleg.
Hver?
Hún Anna auðvitað.
Hitt hana. Já ég hef hitt hana og við
höfum verið saman hvert einasta kvöld
í vikunni. Við höfum farið út að borða
og dansa og skemmt okkur dásamlega.
Amma, hún syngur og spilar á pfanó.
Já, hún syngur vel. Hún bauð mér
heim til foreldra sinna. Þeim leizt bara
vel á mig ...
Hvaða maður?
Sem Anna var með?
Hún var ekki með neinum manni.
Nú, — þessi á sunnudagsmorguninn.
Það var pabbi hennar.
Amma, hún er með fæðingarblett á
vinstri öxl...
Hvað segir þú? Ertu hneyksluð — af
hverju?
Af þvf hún sýndi mér fæðingarblett-
inn? En amma, það er allt f lagi, við
ætlum að gifta okkur.
Ég þekki hana alveg nógu vel. Má ég
koma með hana hingað og kynna hana
fyrir þér?
Ó amma, þakka þér fyrir.
Amma hún kemur f kvöld.
Hver?
Nú Anna auðvitað.
Amma ég ætla að laga aðeins til f
kringum þig ...
Jú jú. Vfst er alltaf hreint hjá þér, ég
ætla aðeins. ..
Allt f lagi amma. Allt f lagi, ég skal
láta það vera... Heyrirðu, hún er að
hringja dyrabjöllunni.
Komdu Anna. Hér uppi er dálftið
sem ég ætia að sýna þér...
Rusl?
Finnst þér óhreint hérna?
Já, það mætti kannski laga til.
Hvað segirðu, henda dótinu?
Nei ekki myndinni. Nei ekki henda
myndinni.
Finnst þér myndin ekki falleg?
Hver þetta er?
Þetta er hún amma mfn.