Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Page 15
Sarah
Caldwell
Framhald af bls. 13
GALLVASKI!
í útlendingahersveitinni
slitu snemma samvistum og móðir
hennar var langdvölum að heim-
an við tónlistarnám, svo að Sara
ólst að miklu leyti upp hjá ætt-
ingjum sinum. Henni voru sagðar
miklar sögur af móður sinni og
hafði háar hugmyndir um tónlist-
arhæfileika hennar.
Þegar Sara var fimm ára þótti
hún nógu fær til þess að leika
kammertónlist á fiðlu með full-
orðnum. Sex ára hélt hún hljóm-
leika og komst jafnvel til Chicago.
Loks giftist móðir hennar
menntamanni, kennara við Ark-
ansasháskóla. Hann vildi, að Sara
fengi að læra tónlist, en kvaðst
hins vegar vona, að hún legði eitt-
hvað annað fyrir sig í háskóla.
Hún tók það til greina og innritað-
ist i sálarfræði við Arkansashá-
skóla, en eftir eins og hálfs árs
nám hætti hún og hóf nám í fiðlu-
leik. Hún fékk styrk nokkru síðar
og hóf þánámhjáRichard Burgin
sem einnig var konsertmeistari
symfóníuhljómsveitarinnar f
Boston. Burgin olli henni nokkr-
um vonbrigðum. Hann sagði
henni nefnilega, að hún hefði
enga sérlega hæfileika til fiðlu-
leiks og lagði til, að hún sneri sér
að annars konar tónlistariðkun-
um.
Hún hélt þó áfram fiðlunáminu
og árið 1946 fékk hún annan
námsstyrk. Þá hitti hún stjórand-
ánn Serge Koussevitsky, sem hélt
því að nemendum sínum, að þeir
ættu að leggja sig tvöfalda fram
við verk sín, eða ,,200%“, eins og
hann orðaði það. Árið 1947 setti
Sara á svið óperu í einum þætti,
byggða á leikriti eftir J.M. Synge
og hlaut viðurkenningu Kousse-
vitskys fyrir. Um þetta leyti hitti
hún Boris Goldovsky, sem stýrði
óperudeild tónlistarskólans í
Nýja Englandi, og hafði mikil
áhrif á hana. Goldovsky var mikill
málsvari hugmyndarinnar um
óperuna sem leikhús og var ein-
fari í þvf efni. Sara var honum til
aðstoðar og reit jafnvel handrit
fyrir hann.
Að því kom að þröngt varð um
Söru og árið 1952 var hún ráðin
til að stjórna óperumálum Bost-
onarháskóla. Hún var þarna i átta
ár og kom á fót sérstakri óperu-
deild við skólann. Hún hætti árið
1960 og hafði þá komið upp eigin
óperufyrirtæki. Ekki grétu allir
samstarfsmenn hennar við há-
skólann brottför hennar. Það
gustaði af henni þá eins og nú og
mikið gekk oft á. Einn fyrrver-
andi nemandi hennar minnist
þess, að hún ferðaðist víða
og komst ekki alltaf aftur til
kennslu á tilsettum tima. Ilún tók
því upp þann sið að lesa fyrir-
lestra sina inn á segulbönd á leið-
inni og senda þá í pósti til skól-
ans.
1 ferli Söru er margt hliðstætt
HVER EROUNNRIKUR,
SMAFRÍWR MÍN?
'VIÐ.KYNNTUMSTA
SKOLABALH í
KONDATUM. HANN
ER KÆRASTINN
MINN........ ^
AFSAK/Ð, MA EGLESA
ÞAÐ'A MEÐAN ÞJÐ
^ BJÐ/Ð ? .
^ ALVEO
SJ'ALFSAOT!
r ÞU mrj BKK/ GRATA,
sm’afriður. vw SKULUM
FINNA GUNNRÍKÓ&BJARSA.
EKK! 5ATT ÁSTRÍKBR? ^
AÐMER HE/LUM O&LIFAND/, 5KHLLNM
V/Ð BJARGA HONUM ÞO HANN SB 7 SOT-
AFRÍKU. EN VW VERÐUM
S/ÓRTUSTU
ÉG ER HREYK/NN^\
AF ÞéR/ ÞU BKÁST
VARLA SV/P,ÞEGAR
Þu HEYRÐ/R AD HUN ,
VAERI TRULOFUÐ. ÞU
l'lRcfandi: H.f. Arvakur. Rcvkjavfk
Framk\.nIj.; llaraldurSvWnssun
Rilsljórar: Mallhfas Johannrss**n
Styrmir (lunnarsson
Ritstj.fllr.: (ifsli Si»»urðss»»n
AuKlýsinKar: Arni (iarðar Krislinsson
Rilsljórn: Aðalslræli 6. Slmi 10100
þróun þess, sem nefi.a mætti
landsbyggðaóperu, jafnvel
hreppaóperu. Þyngdarpunkurinn
er ekki lengur í New York.
Þau verk, sem Sara Caldwell
setur á svið, hefur hún yfirleitt
ekki fært upp áður. Hún stjórnar
ekki sömu verkum aftur og aftur.
Hljómsveitirnar, sem hún stjórn-
ar eru henni oftast ókunnar áður.
Vinsældir Söru hafa gert henni
kleift að búa betur um sig en
áður. Fimm undanfarin ár hefur
hún búið með móður sinni, sem
nú er sjötiu og þriggja ára gömul
og ekkja. I fyrra fluttu þær úr
troðfullri fbúð sinni i Back Bay f
sex herbergja hús f Weston. Þar
hefur Sara skrifstofu. Hillurnar
eru fullar af hljómplötum, segil-
böndum og bókum.
Þessi önnum kafla kona tekur
flesta daga meira að sér en hún
getur annað. Astoðarmenn eru sf-
hringjandi út um borg og bæ að
aflýsa hinu og þessu. Það er haft
eftir óperustjóra nokkrum, að
framkvæmdastjóri sé hún aðeins í
þeirri merkingu, að enginn geti
haft stjórn á henni.
„Draumlynd, snillingur, afar
heillandi kona.“ Þessa einkunn
gefur stjórnarformaður óperufé-
lagsins i Boston Söru. Um þessar
mundir dreymir hana helzt
um það tvennt að mega stjörna
Louise við Parisaróperuna og
að koma upp nýju óperuhúsi. Það
á að verða í einu og öllu eins og
henni sýnist, annars vill hún ekki
sjá það. Hún kærir sig ekki um
eitt uppgert kvikmyndahúsið enn.
Þarna á að vera 800 manna leik-
hús í barokkstíl, 2000 manna
áheyrendasalur fyrir 19.-
aldaróperu og allt að 3000 manna
salur fyrir sjónvarps-, kvik-
mynda- og tilraunaóperu. Og nú
vantar ekkert nema 40 milljónir
dollara. Það kann að virðast í mik-
ið ráðizt. Og þó munu fáir þeirrar
skoðunar að þetta takist ekki.
©