Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 8
Samt er lífið altt íaílt... Framhald af bls.7 vor, þegar ég kom út að morgni og sá fyrsta fífilinn hérna sunnan undir gamla húsinu: Allt, sem lifir, aftur grær; upp hefst sigurganga, þegar vorsins blíður blær bóndans strýkur vanga. Annars er ég aldrei ánægður með neitt af þessu hnoði og svo hef ég aldrei lært neitt í brag- fræði. En stundum sækja á mann liðin atvik og láta mann ekki í friði. Það endar þá kannske með þeim ósköpum, að til verður vísa. Svo er ég einu sinni þannig af guði gerður að vera tilfinninganæmur og „stemningsmaður" eins og það er kallað á iélegu máli og þá getur hrifnin valið sér visu að farvegi. Þannig man ég eftir morgni í Herðubreiðarlindum, snemma. Það var svalt og bjart og hrollur i mér eftir tjaldvist- ina. Ekki neita ég því, að ég var með svolítið tár á pela. („Var það ekki sjúkrapelinn, Magnús minn," skaut Guðný kankvís inn í). Nú, ég fann dálitla gras- tó úti f hrauninu og settist. I sama mund skein sól á tind Herðubreiðar, og sem ég sat þarna hrifinn og fagnandi i morgunljómanum, kom þetta erindi fram í hugann: Sá að andans lýtur lind, laus úr dagsins kvaiaeldi, er Herðubreið sér teygja tind tiginn móti drottins veldi. En nú erum við orðnir helzti hátíðlegir, góði minn." Það er kannske of Iangl gengið, að inna þig eftir því, hvort þú hafir nokkurn tíma fetað í þau fótspor Bólu- Hjálmars að yrkja níð um presta, IVlagnús minn? „Þetta minnir nú óneitanlega dálítið á yfirheyrslu, prestur góður, en frómt frá sagt, þá hefur mér ævinlega verið hlýtt til þeirra kennimanna, sem setið hafa í Laufási frá þvi ég man fyrst eftir mér og þeir munu vera sjö talsins. Hitt er svo annað mál að í hittifyrra, þegar ég var að hlaða upp hrun- inn vegg í gamla bænum í Lauf- ási, þá kom ég eiU sinn akandi í jeppanum að heiman og sem ég ók eftir veginum ofan garðs á prestssetrinu, þá stendur þú við hliðið í vinnugalla og ert að mála grindina fannhvíta. Þá varð þessi vísa til, sem ég hef reyndar aldrei kunnað við að láta prestinn heyra: Hugði sæll á hinsta frið heimsins laus við tolla, er svanhvítt leit ég sáluhlið séra heim til Bolla. • Þú ræður hvort þú situr lengur, góði minn." Attu við, að strfðnir menn þoli illa glens, kæri vinur? Þú veist vel að ég þoli miklu sterk- ari skammt en þennan. En þú minnist á tolla f vísunni og þá detta mér í hug viðskipti þfn við skatlayfirvöldiii forðum daga. „Þvílík uppákoma! Ég hélt ég myndi leggjast i rúmið. (Hér skaut Guðný inní þeirri athuga- semd, að hún hefði álitið bónda sinn fárveikan). Já, ég var ansi neðarlega. Var við öðru að búast, þegar heiðarleiki minn var vefengdur? Sem sagt ég fékk bréf um það, að skattstjóri kallaði mig fyrir sig, til þess að sanna að landbúnaðarskýrslan mín væri rétt. Mér var þá ekki kunnugt um það, að menn væru valdir af handahófi til könn- unar á þessu framtali og réðu þar engar grunsemdir. ; Ég strauk rykið af skjalatöskunni minni og setti þar í öll skjöl og reikninga, hristi af mér slenið og hélt rakleiðis til Akureyrar. Þungur á brún gekk ég upp á Skattstofu og þar tók Hallur skattstjóri mér með alúð og kurteisi og skýrði fyrir mér alla málavöxtu. Var nú farið vand- lega yfir alla pappíra og kom i Ijós, að svik urðu engin fundin i mínum munni. Að rannsókn lokinni kvaddi ég skattstjóra og hirð hans með virktum. Þakk- látur fyrir uppörvandi mót- tökur og léttur i bragði gekk ég niður stigann og á miðri leið blómstraði fögnuður minn i þessari stöku: Um sannleikann þar sátu vörð, af samvizkunni léttu minni. Ef himnaríki er hér á jörð, þá held égþað sé á skatlstofunni." Það er kannski ekki óhætt að impra enn á útgáfu ljóðabókar, Magnús, en hver veit nema þú fengir skáldalaun, ef þú gæfir út syrpu af kveðskap þínum? • „Ég vona það þú sért ekki að gera tilraun til þess að hleypa mér upp. Ég er bóndi og köllun mín í upphafi var sú og hefur jafnan verið síðan að yrkja þessa jörð og bæta hana, en ekki að yrkja ljóð til verðlauna og frægðar. Þessari leiðinlegu spurningu þinni verður bezt svarað méð vfsu, sem ég gerði á liðnu sumri: Þiggja ei lof né þakkargjötð, þeirra fyrnist saga, er æfiljóð í ættarjörð yrkja langa daga. Ég hefi ekki einu sinni fundið til þeirrar löngunar metnaðargjarnra félagshyggju- manna að komast í nefndir, stjórnir og ráð. Einhverntima var ég að stríða einhverjum sveitungum mínum á því, að þeir höfðu fengið sér nýja hatta skömmu fyrir hreppsnefndar- kosningar og sagði eitthvað á þá leið, að þeir hygðu líklega gott til glóðarinnar í vor. Nokkru síðar kom ég inn í verzlunina á Grenivík og var þá sjálfur með hattkíif á höfði. Vék þá einhver æringi sér að mér og hafði orð á því, að höfuðbúnaður minn benti til ákveðins metnaðar, sem ég hefði áður vænt aðra um að hafa. Ég sá fram á, að hér yrði ég að hafa svar á reiðum höndum: Mangi er bara mannlegt skinn, má því hvergi leyna, hreppsnefndar með hattinn sinn hann er líka að reyna. Annars er ekki sama frá hvaða sjónarhorni við virðum menn fyrir okkur til þess að greina gæfu þeirra eða gjörvu- leika. Ég er þeirrar skoðunar, að giftu manna megi gjarna lesa úr baksvip þeirra. Eitt sinn gekk ég á eftir manni og datt þá í hug, að gæf a ýmsum lítil léð, löngum hoknir ganga. Oft á signum öxlum séð ólánsbaggann hanga. En þrátt fyrir þessar vanga- veltur um atgervi og giftu eða þá lof manna og laun, þá verður lokaniðurstaðan sú, að: Eitt er víst að flestir fá falla senn í gleymsku. Þetta segir raunar það, sem ég vildi segja, en vísan er aðeins hálf og þá mætti botninn kannski vera eitthvað á þessa leið: Máske sagan minnist á Manga fyrir heimsku. Og nú skulum við fá okkur korn í nefið, prestur minn." — Það er liðið á daginn, og þegar við" litum út um stofu- glugga draumahússins glottir tungl á himni og varpar dular- fuilri, blágrænni töfrabirtu yfir glampandi svell og harðfenni. Fjær eru Laufásshólmar þaktir jakaruðningi Fnjóskár og líkj- ast nú fremur grettu, torfæru hrauni með urmul kynja- mynda. Handan fjarðar sjáum við ljósin í Fagraskógi blika og speglast í skyggndu kyrrsævi. — Myndin af Magnúsi liggur fullgerð á borðinu. Hann grípur örkina veltir vöngum um hríð unz hann segir hægt: „Gránar haus og grettist brá gerast stirðir fætur. Ég er að verða eins og strá undir veturnætur." Við kveðjum hjónin á Syðri Grund og þökkum góðan beina. Guðný stendur i dyrum, en Magnús fylgir okkur upp á skaflinn austan við húsið. — Þakka þér stundina, Magnús míhn. Þótt ég gleymdi að láta þig lesa, þá átti ég erindi við þig i dag, en heldur þótti mér tónninn í síðustu vísunni of þunglyndislegur. „Já, góði minn. Nær væri að ég segði að lokum: Þó oft mér fyndisl anda kalt, er ég lít til baka, samt er lífið allt í allt eilíf sæluvaka." Robert Stolz dó fyrir skömmu nær 95 ára að aldri. Var þá á ferðalagi og átti að stjórna hljóm- sveit daginn eftir. Hann lék fyrir Johannes Brahms, vin föður síns 7 ára og var gestur Johanns Strauss f Vfn 1899. 28.Júní s.l. birti Morgunblaðið eftirfarandi fréttaskeyti, sem bor- izt hafði daginn áður frá Vestur- Berlín: „Hinn heimsfrægi, austurríski hljómsveitarstjóri og tónskáld, Robert Stolz, lézt í dag af hjarta- slagi. Hann varð 95 ára gamall. Stolz, sem oft var kallaður sfð- astur stóru meistaranna frá óper- ettu-blómaskeiði Vínarborgar, samdi mörg tónverk, sem urðu vinsæl um Evrópu og víðar. Hann kom fyrst fram opinberlega 7 ára gamall og lék píanókonserta Brahms við miklar undirtektir. Ellefu ára gamall sendi hann frá sér fyrsta tónverkið og nítján ára stjórnaði hann „Leðurblökunni" eftir Strauss. Hann samdi tónlist við 50 óperettur, í um eitt hundr- að kvikmyndir og munu tónverk hans hafa orðið um tvö þúsund talsins. ® Stolz var sívinnandi fram til síðasta dags. Hann var staddur í Vestur-Berlín til að ræða um nýj- ar upptökur á verkum sínum og átti að stjórna óperettu f Vínar- borg á morgun." Þetta var lítil, eins dálks klausa aftarlega í blaðinu, enda vart við öðru að búast. Þó tók ég eftir henni, en ég ætlaði reyndar að vera búinn að segja svolítið frá honum í Lesbók. Fyrir tveimur árum skrifaði ég f Lesbók um sænska skáldið og rithöfundinn Bo Bergman, sem lézt 1968, en fæddist 1869: Hann sendi frá sér bók árið, sem hanri dó, og reyndar meira en eina bók á ári á tíræðis- aldri, enda hét greinin „Tólf bæk- ur á tíræðisaldri". En níu bækur skrifaði hann á nfræðisaldri. Hugsun hans var skýr fram til hinztu stundar. Það ætti að vera uppörvun fyrir þá lesendur Les- bókar, sem þykjast ekki vera ung- ir lengur, að lesa þennan smá- kafla úr síðustu bók Bo Berg- mans, sem hann skrifaði 99 ára: „Til eru fagrar og hlýjar minn- ingar og til eru einnig ljótar og leiðinlegar, — svo að maður segi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.