Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 2
BÖKMENNTÍR OG LISTIR GunnarStefönsson Þegar Ólafur Jóhann Sigurðs- son tekur nú við bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs fyrstur fslendinga má það verða tilefni þess að augum sé rennt yfir rit- feril höfundarins og reynt að glöggva sig á einkennum skáld- verka hans. Þess hefur verið ósk- að að hér vcrði fjallað almennt um verk Ólafs í stuttu máli. Að undanförnu hefur margt vcrið rætt f blöðum heima og crlendis um verðlaunaveitinguna og Ijóð Ólafs sér f lagi. Ekki er þar allt af mikilli þekkingu cða skilningi mælt. Vitaskuld er ekki ncma eðlilegt að skoðanir manna séu skiptar um viðurkcnningu á borð við bókmcnntavcrðlaun, cnda enginn sá kvarði til sem unnt sc að bregða á ðlfk skáldverk og mæla þau hvert við annað svo að óvggjandi sé. En hitt ætti engum sem sæmilcga þekkir til rita Ólafs Jóhanns að blandast hugur um, að hann er vel að þessum heiðri kominn. Gildir þá einu hvort litið er á Ijððasöfn þau sem hann er nú sæmdur fyrir, cllcgar skáidfcril hans I hcild sinni og framlag hans til íslenzkra bók- mennta sfðustu áralugi. Ritum Ólafs má skipta f fjóra flokka: Barnasögur, skáldsögur smásögur og Ijóð. Hér verður far- ið nokkriim orðiim um hvcrn flokk fyrir sig og sfðan vikið að mcgineinkennum í list hans og Hfsskoðun I Ijósi þcss hvcr cr sögulcg staða hans f bókmcnntun- um. Olafur Jóhann var aðeins sext- áli á»a gamall þegar fyrsla bók hans kom út, barnasögurnar Við Alftavatn (1934). Ari síðar kom annað safn, Vm sumarkvöld. Báð- ar þessar bækur hafa orðið býsna lífseigar og hcfur fyrri bókin ver- ið prentuð fjórum sinnum. Um svipað leyti samdi Olafur einnig barnasöguna Glcrbrotið sem birt- ist i /Eskunni 1936, en hún var ckki uefin úl í bókarformi fyrr en 1970. Hygg ég það fágætt að verk jafn ungs höfundar hafi staðizt álika vel tím- ans tönn og þessar einföldu og yfirlætislausu barnasögur Ölafs. 1 fyrra kom safn þeirra út í danskri þýðingu og er vísl enn hið eina sem til er eftir höfundinn á þeirri tungu, þótt brátt verði nú úr því foælj, A síðari áratugum hefur Olafur aðeins birt eina stutta barnasögu, Spóa (1962). Hún er listavel sam- in og skemmtileg, stendur langt framar obbanum af því lesmáli sem nú er fastast haldið að ung- um börnum. Það er skaði að Ölaf- ur skuli ekki hafa fengizt meira við þessa grein en raun hefur á orðið. Lengi vel ríkti það rang- snúna bókmenntamat að ritun barnabóka væri á einhvern hátt ómerkari iðja en að skrifa handa fullorðnum. Eimir reyndar eftir af þvi enn í dag. A þessu fékk til að mynda Stefán Jónsson að kenna, sá höfundur sem af mestu listfengi lagði rækt við ritun sagna handa börnum og ungling- um. Sumar sögur hans eru á al- mennan mælikvarða i fremstu röð íslenzkra skáldsagna, en þær voru ekki metnar að verðleikum fyrr en að höfundi látnum. Að Stefáni slepptum hefur enginn af beztu höfundum okkar starfað að marki á þessum vettvangi. Ég hygg að Ólafur Jóhann hefði getað eflt hröður íslenzkra barnabók- mennta verulega. Vonandi á hann enn eftir að leggja þar hönd á plóginn. Þörfin fyrir góðar barna- bækur hefur ef til vill aldrei verið brýnni en nú þegar hrat og lág- kúra fjölmiðlanna er nærtækast ungum lesendum. F"yrsla skáldsaga Ölafs Jóhanns kom úr þegar hann var átján ára, Skuggarnir af bænum (1936). Sem vænta má er þetta ófullburða verk á ýmsa lund, en hér má í viðhorfum og viðfangsefnum sjá vísi þess sem koma skyldi. Sagan segir frá ungum dreng, sem miss- ir föður sinn, hrekst síðan til vandalausra og er þar við illan aðbúnað unz hann strýkur að heiman. Þetta er býsna dapurleg saga, harðneskja og ranglæti heimsins yfirþyrmandi, en þó má sjá að vonin um betri tíð vísar veginn: „... engin orð eru þess umkomin að túlka þjáningu ver- aldarinnar, enginn maður getur skilið hana til neinnar hlitar. Þess vegna er háð barátta fyrir því að hóllin í skugganum verði að veru- leika, að draumarnir um sól og vor megi rætast". Næsta saga, Liggur vcgurinn þangað? (1940) er af öðrum toga. Skuggarnir af bænum er sveita- saga, en nú er sviðið Reykjavik samtímans í þungum skugga kreppunnar. Ymsar manngerðir koma hér við sögu, fulltrúar ólíkra þj(')ðfélagshópa. Aðalper- sónan er ungur rithöfundur sem býr við slíkan skort að hann verð- ur tvívegis að selja pennann til að hafa ofan I sig. Hann snýr baki við unnustu sinni og ætlar að heyja strið silt einn. Lífsskoðun höfundar kcmur gleggst fram i þessu innskoti eða útleggingu: „Hann grunaði ekki að þjáning hans var óaðgreinanleg frá þján- ingum annarra, eins og aldan er óaðgreinanleg frá djúpinu. Og sá sem berst gegn sjálfs sín böli, án þess að berjast gegn böli annarra, vígir sig glötuninni." Vmislegt má að þessari sögu finna. Einkum cru fulltrúar hinna betur stæðu borgara yfir- borðskenndar og ósennilegar manngerðir og sagan í heild stendur ekki undir sér sem trú- verðug umhverfislýsing. Bókinni var líka illa tekið og þótti auk heldur til marks um það að ís- lenzkar bókmenntir væru á glöt- unarleið. En á ferli höfundar sfns er hún áfangi sem ekki verður horft framhjá. Það er líka fróð- legt að bera hana saman við tvær seinni Reykjavíkurskáldsögur Öl- afs sem birtust löngu síðar. Að þeim mun brátt vikið. Það vekur furðu að svo hörð hrið skyldi gerð að Liggur vegurinn þangað? á sinni tíð. Hitt er ljóst að höfundur hefur enn ekki fundið þann tón sem honum er eiginlegastur eða DREYRA 1 BRUUÐ" Nokkurorðumskaldrit Ölafs Jöhanns Sigurðssonar ®.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.