Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 10
TRÉ- RISTUR Eftir Elías B. Halldórsson listmólara ö Sauoórkröki, semmunveraeinisköla- lœroi mðlarinn imyndlist, sem búsetturerutan höfuo- borgarsvœöisins og hélt ný- lega sýningu ó verkum sínum i Norrœna húsinu 'O- K/ Aiju^.* -n, Va</. ..^; Svo að segja allir myndlistar- menn þjóðarinnar, sem eitthvað láta að sér kveða, hafa kosið sér búsetu í Reykjavík eða á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir hafa fundið að það hefur sína kosti; auðveld- ara er að fylgjast með sýningum, hægara að ná f efni svo eitthvað sé nefnt. Af þeim myndlistar- mönnum sem segja má að ástundi alveg skóluð vinnubrögð, býr að- eins einn og starfar úti á landi svo ég viti. Það er Elfas B. Halldðrs- son á Sauðárkróki, sem nýverið sýndi verk sín f Norræna hú.sinu. Elías er fæddur 1930 á Borgar- firði eystra, nam myndlist hér og við akademfuna í Stuttgart. Af atvinnuðstæðum barst hann norður til Sauðárkróks fyrir 12 árum, þar sem hann hélt áfram að fást við myndlist eftir þvf sem tfminn leyfði. Honum fannsl hann komast að raun um, að það var ekkert verra að starfa sem málari norður ( landi, þegar frá er talið, að maður getur ekki hlaupið út f búð eftir lérefti eða blindrömmum, þegar á þarf að halda — og hann hefur að sjálf- sögðu færri sýningar en hann hefði kosið ella. Með tímanum hafa aðstæð urnar breyzt ( þá veru, að nú hefur Elías miklu rýmri tfma til að helga sig myndlistarstörfum og vinnur jöfnum höndum að oKumálverki, tréristum og pastel- myndum, sem gjarnan verða til úti í náttúrunni. Að öðru levti er myndefni Elfasar aðeins óbeint úr umhverfinu. Sauðárkróki bregður þar ekki fyrir, en lands- lagsmálverkin eru mjög stfl- færðar útgáfur af ströndum Og fjöllum Skagafjarðar. Kostirnir við að búa og starfa norður þar, segir Elfas að sé næðið, sem hann hefur þar og auk þess sé mikill og lofsverður myndlistaráhugi á Sauðárkrðki. Elfas hefur haldið þar fimm einkasýningar, en áður en hann sýndi f Norræna húsinu f febrúar, hafði hann haldið tvær einkasýningar f Reykjayík, 1960 og 1967, f bæði skiptin í Bogasaln- um. Þrátt fyrir sérstætt umhverfi og nálægð stðrbrotinnar náttúru, sér þess ekki beinlfnis stað ( mynd- um Elfasar. Honum er abstrakt útfærsla mjög hugleikin og stðr hluti af olfumálverki hans gefur helzt hugmynd um samspil alls- kyns staura, sem liggja á tvist og bast og sjálfur kallar hann þetta ramböld. Þetta er myndefni af þvf tagi, sem maður gæti fundið hvar sem væri, jafnvel upphugsað á vinnustofu. Eftir 12 ára dvöl fyrir norðan átti ég von á að sjá augljðsari dæmi um, hvar málar- inn hafði alið manninn, en þau sáust ekki beinlínis þarna. Lands- lagsmyndirnar voru tæpast stað- bundnar, heldur stflfærðar svo, að þær gátu nánast verið málaðar hvar sem var. Hinsvegar ber að .undirstrika, að hjá Elfasi er enginn viðvaningsbragur sjáan-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.