Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Side 6
Skopmynd af hinum trúa þjóni. sam lœtur akkert raska stundvlsinni: Lordinn er I kapphlaupi og i einn hring eftir, þegar butlerinn hleypur upp að hliS hans meS teiS. JTLERINN Hinn dæmigerði butler í hlutverki sínu, ávalt reiðubúinn að stjana við húsbónda sinn og herra, hvort heldur það er að finna rétt föt fyrir hvert tilefni eða koma í hljóðri stimamýkt með vindlana, þegar herranum þókn- ast. ER AÐ SYNGJA SITT SÍÐASTA VERS Ég ætlaði mér að grennslast fyr- ir um störf og stöðu einkaþjóna í Þýzkalandi. En það var hægara sagt en gert að hafa uppi á mönn- um, sem höfðu einkaþjóna. Hvar voru þeir niður komnir? Ég þreifaði fyrir mér með því að setja auglýsingar í nokkur dag- blöð. Ein þeirra hljóðaði svo: „32 ára gamall yfirþjónn óskar eftir trúnaðarstöðu. Fyrsta flokks með- mæli. Bílpróf. Hefur starfað í Bretlandi. Tungumálakunnátta." Ég auglýsti í þremur útbreiddum dagblöðum. Ég varð talsvert upp með mér, þegar mér bárust svörin við aug- lýsingunum. Ég hafði aldrei áður verið jafn eftirsóttur. Fjórir aðalsmenn (tveir þeirra áttu höli), þrír framkvæmdastjórar, tveir málfærslumenn og einn diplómat vildu ráða mig í sina þjónustu. Alls voru það tíu manns. Ein var furstynja i Schwaben. Gamli „butlerinn"* hennar hafði verið kallaður brott úr þessum heimi fyrir skömmu. Hún átti höll, „búna að nútímahætti". Furstynjan kvað starfsaðstöðu góða, launin góð og auk þess fengi ég eldabusku og vinnukonu mér til aðstoðar við það að fægja erfiða silfrið. Annar var ljós- tækjaframleiðandi í Westfalen. * Orð yfir butler, sem nánast merkir einkaþjónn er ekki tíl i islensku. Hann bauð „íbúð með baði og litasjónvarpi" og 1300—1500 mörk (87—100 þús. ísl. kr.) á mánuði fyrir það að aka bíl, ganga um beina, fægja silfur — og bursta skó. Henri Francois- Poncet, sendiherrasonur og fram- kvæmdastjóri í Munchen, var reiðubúinn að greiða góðum butler 2—3000 mörk (135—200 þús. ísl. kr.) i mánaðarlaun. Sá átti að aka bílnum hans og skrýð- ast þá dimmbláum búningi og einkennishúfu. Hann átti líka að þjóna Poneet heima og skrýðast þá dimmrauðum búningi og hafa hvita glófa á höndum. Poncet tók það fram, að sinn butler yrði að vera reiðubúinn að vaka langt fram á nætur, því sér dveldist stundum í næturklúbbum. Poncet var ekki •> höttunum eft'r Butler vegna þess, að honum þætii það álitsauki og ekki heldur til að spara sér snúninga, heldur sagði hann blátt áfram, að góð þjónusta væri einhver mesti munaóur, sem völ væri á. Eflaust eru fleiri sömu skoð- unar og Poncet. En víst er, að fáir þyrðu að láta það uppi. Menn eru hræddir um það, að verða kallaðir lénsherrar eða eitthvað enn verra. Nú eru tímar sjáifsaf- greiðslu. Þeir, sem hafa þjóna þegja yfir því eins og manns- morði. Áður þótti vegsauki og jafnvel bráðnauðsynlegt að hafa þjónustufólk á heimilum. Nú mælist það jafnvel illa fyrir. Það liggur við borð, að menn feli þjóna sína fyrir ókunnugum. Auð- vitað hafa margir mektarmenn þjóna. Ég get nefnt þá Oetker súpukóng og Springer blaðakóng til dæmis. Því miður er verra að ná tali af þeim en sjálfum páfan- um. í fyrstu kann að virðast svo, að butlerar búi við heldur ótryggar aðstæður. Þeir semja sjálfir við vinnuveitendur sína, hver og einn. Þeir eru ekki í stéttarfélög- um. Engin launþegasamtök gæta hagsmuna þeirra; þeir eru einir á báti og verða að bjarga sér sjálfir. Hjá Sambandi þýzkra hótel- og gistihúsaeigenda fékk ég þær upplýsingar, . að einkaþjónar kæmu aldrei þangað. Þeir færu annað. Sömu sögu var að segja af ráðningarskrifstofu einni, sem ég fór á; þjónar leituðu þangað ekki. Mér gekk betur í vinnumiðlunar- stofunni i Ntirnberg. Þar komust fjórir atvinnulausir þjónar á skrá árið 1974 en tíu árið eftir. Getur það varla talizt mikið í öllu Vestur-Þýzkalandi. Atvinnulausir butlerar voru engir. Þó voru milljón manns atvinnulausir í landinu þegar þetta var. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, hve margir þjónar eru enn starf- andi. Þó hefur þeim stórfækkað. 1 atvinnuskránni i. Vestur- Þýzkalandi eru taldir alls 1065 þjónar. Það var 1970 og hefur ekki verið talið upp frá því. Einn þeirra, sem lengi hafa stundað þjónustu er Christian Jiirgensen, butler Bismarcks fursta í Friedrichsruhöll rétt utan við Hamborg. Hann er orðinn 72 ára gamall og engan bilbug á hon- um að finna. „Ég er enn i fullu fjöri,“ segir hann. Jiirgensen tekur stundum ungþjóna í læri. En þeir endast flestir stutt i vist- inni. Starfið reynist öðruvísi, en þeir höfðu ímyndað sér. „Þeir halda, að nóg sé að þjóna til borðs tvisvar á dag og hjálpa hús- bóndanum í frakkann. Svo geti þeir bara ferðazt um og lifað ijúfu lífi. Þeir nenna ekki að dýfa hendi í kalt vatn,“ segir Júrgen- sen og er reiður. Hlutverk Jurgensens er marg- þætt. Hann sér um innkaupin, hann útvegar viðgerðarmenn, tek- ur á móti gestum, leggur á borð og er yfirleitt til taks hvenær, sem er frá morgni til kvölds. „Ég þurrka líka stundum af á frídögum starfsfólksins,1' segir Júrgensen. Hér áður fyrr hefðu allir sóma- kærir butlerar sagt upp starfi ef þeir hefðu verið beðnir að þurrka af. En Júrgensen telur sjálfsagt að grípa í það, þótt það sé ekki beinlínis hans verk, heldur „starfsfólksins". Júrgensen er ekki einn af „starfsfólkinu". Hann skipar æðri sess. Þjónar á borð við Júrgensen verða ekki metnir til fjár, enda lét hann sem hann heyrði ekki, þegar ég spurði um laun hans. Ég spurði þá í sakleysi mínu hvort hann ynni 40 stundir á viku. „Ég er nú búinn með 40 stunda vinnuvikuna á miðvikudögum," sagði hann og hló við. Júregnsen ræður ríkjum í búrinu. Þar er siifrið fægt og þar er borðbúnaðurinn geymdur. Þar er lika símstöð heimilisins, skipti- borð með tuttugu linum. Skipti- borðið var það eina, sem Júrgen- sen féll ekki fyllilega við. Heyrðist mér á honum að sima- varzia væri tæpast samboðin butlerum. Júrgensen á langan þjónustu- feril að baki. Hann var hesta- strákur í danska hernum, siðar þjónaði hann þýzkum liðsforingj- um. Hann varð líka þjónn í fanga- búðum Bandaríkjamanna. Þegar stríðinu lauk gekk hann i þjónustu Platen greifa. Líf hans hefur sem sé verið samfelld þjónusta. Hann hefur þjónað Bis- marck fursta í tuttugu ár. Þegar hann byrjaði voru þeir þrír þjón- arnir. Nú er hann einn eftir. Spænsk stúlka er honum þó til aðstoðar. Júrgensen ber hinn sigilda einkennisbúning butlera í starfinu;’ það eru svört jakkaföt, svart bindi og hvít skyrta. I sög- um ganga butlerar alltaf „sett- lega" og „jöfnum skrefum". Júrgensen er þó ekki svo form- fastur. Hann getur tekið til fót- anna, þegar svo ber undir. Að öðru leyti er hann nákvæmlega eins og butlerar gerast beztir i sögum. Bilstjóri Bismarcks fursta kvaðst þess fullviss, að Júrgensen ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.