Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Síða 8
DAGSLJOSIÐ VAR LÁ TIÐ VINNA FRAMKÖLL UNINA og árangurinn varð undragóður, jafnvel á nútíma mælikvarða. Eitt og annað um íslenzka ljósmyndara og ljósmyndir frá fyrri tíð í tilefni þess, að nú eru liðin 50 ár frá stofnun Ljósmyndarafélagsins. I.önííunin til aö gera nákvæma mynd af raunveruleikanum hefur lenjíi búið með mönnum. Elzta gerð ljósmynda er sennilega hin svokallað „eamera obscura", sem Forngrikkir þekktu og var eins frumstæð og hugsast getur, nefni- lega bara lítið gat í húsvegg, sem sólarljósið féll á. Birtist þá öfug mynd á gagnstæðum vegg af þeint hlutum, sem urðu á vegi sólar- geislans innan við gatið. Þetta er vafalaust það fyrsta, sem hægt er að kenna við Ijósmyndir, en sagan er löng eins og sést af þessu. Daguerre hinn franski er talinn höfundur Ijósmyndarinnar eins og hún er unnin í dag. Arið 1839 kom „Daguerretypa" hans fram á sjónarsviðið og síðan hefur þróun í Ijósmyndun verið ör, ekki sízt á síðari árum, síðan litmyndir komu til. Ljósmyndun er ef til vill fyrst og fremst iðngrein, en í höndum hæfileikamanna er hún engu síð- ur list og fer vegur hennar sem listgreinar stöðugt vaxandi. Með ljósmyndinni hefst líka nýtt timabil i varðveizlumálum. Ljósmyndir af gengnu fólki og liðnum atburðum gera okkur kleift að tileinka okkur brot af gamalli tíð og víkka þar með sjón- deildarhringinn. Enn getum við litið skyggnst fram á við, en ýmis gamall óvefengjanlegur sannleik- ur birtist okkur á ljósmyndum. Nú er svo komið að við gætum tæpast hugsað okkur heim án ljós- mynda. Svo sjálfsagðar eru þær orðnar í lífi manna. Ljósmyndarafélag Island var stofnað 7. janúar 1926 og á því 50 ára afmæli á þessu ári. Aður en félagið var stofnað höfðu að vísu verið starfandi Ijósmyndarar hér á landi um áratuga skeið, en eftir að iðnlöggjöfin kom til sögunnar, þótti sjálfsagt að stofna félagið til að vernda hagsmuni íslenzkra ljós myndara. Stofnfélagar voru 18 að tölu en fyrstu stjórn skipuðu þeir Magnús Ólafsson, sem var aðal- hvatamaður að stofnuninni og var hann formaður, sonur bans Olaf- ur Magnússon var ritari og Carl Ólafsson gjaldkeri. Af stofnend- um eru fjögur enn á lífi: Sigurður Guðmundsson, sem var formaður félagsins í 30 ár, Jón Kaldal, Osk- ar Gíslason og Steinunn Thor- steinsson. Guðmundur Hannesson ljós- myndari varð félagsmaður 1935 1 ÍMIfI, \ ■£ 1 í .. v.rlj Um myndina að ofan er næsta fátt vitaS. annaS en þa8 að Sigfús Eymundsson hefur tekið hana I Reykja- vikurhöfn um borð í danska skipinu Romny, sem um tíma var í förum milli ís- lands og Danmerkur. Til vinstri: Magnús Ólafs- son tók þessa mynd i Austurstræti, mikinn snjóavetur á árunum rétt fyrir fyrra stri’8. Til hægri: Miðbæjarkvosin og Eymundssons-horniS, þar sem Sigfús hafSi bæSi bókaverzlun og Ijósmynda- stofu; skiltiS er á svölunum. Sigfús keypti húsiS, sem þá var ein hæð, af séra Ólafi Pálssyni dómkirkjupresti og byggSi ofan á þaS. HúsiS sem ber viS himin er Landa- kot. Þannig var umhorfs viS horn HornhúsiS, þar sem Kjötverz tónskálds og Eggerts Gilfers. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.