Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Qupperneq 10
50 ára afmæli Ljósmyndara- félagsins Framhald af bls. 9 félagslifi og fagiö tók niður. Þá fór að tíðkast hér meðal ljósmynd- ara að búa til spjöld sem á voru 10—30 litlar myndir og var þetta gert í sparnaðarskyni. Fólk gat þá keypt þessi spjöld fyrir ákveðinn pening og fékk þarna margar myndir þótt litlar væru. Spjöldin, sem margir kannast við, voru því kreppufyrirbæri. A þessum árum gerðist þó margt merkilegt í faginu úti í hinum stóra heimi, þótt lítið færi fyrir þeim nýjungum hér í fyrstu. Efnaðir útlendingar sáust að vísu stundum á götum Reykjavikur með undratæki á maganum sem íslenzkir ljósmyndarar gátu að- eins látið sig dreyma um. Þá var líka algengt að ljósmynd- arar ferðuðust um landið og byðu vinnu sína. Þeir sóttu þá oft á staði þar sem athafnalíf var, svo sem í verstöðvar t.d. til Siglu- fjarðar og víðar. En oft var hagn- aður rýr að kvöldi. Eg man þetta af eigin reynslu. A tímabili sóttust þekktir Ijós- myndarar eftir þvi að verða kon- unglegir hirðljósmyndarar en þann titil fengu þeir sem höfðu tekið myndir af konungum og fjiilskyldum þeirra og hlotið við- urkenningu fyrir. Þekktastir þeirra voru Ólafur Magnússon, Loftur (luðmundsson og Pétur Brynjólfsson. Af núlifandi ljósmyndurum, sem margir eru frábærir, er freistandi að nefna Jón Kaldal sem að margra áliti er okkar stærsti ,,portrett“ maður, enda hefur honum verið veitt P'álka- orðan í viðurkenningarskyni. Um íslenzka kvikmyndun er það að segja að Loftur C.uðmunds- son og Óskar Gíslason eru braut- ryðjendur hér á landi á því sviði og Óskar þekktastur fyrir kvik- mynd sína, sem hann gerði af björguninni við Látrabjarg. Ósk- ar var sæmdur Fálkaorðunni fyr- ir þessi brautryðjendastörf fyrir nokkrum árum. Ljósmyndaranáminu var skipt í tvær greinar hér fyrir nokkrum árum. Þeir sem taka svokallað A- próf hafa sérhæft sig í manna- myndum en við B-próf er aðal- áherzla lögó á auglýsingamyndir og ailskonar myndatökur á sviði iðnaðar. Námið tekur nú 4 ár. Faglega hliðin fer fram í Iðnskól- anum en sú verklega á Ijósmynda- stofu Um þróun ljósmyndunar mætti auðvitað skrifa langt mál en hún hefur verið bæði ör og við’ourða- rík. Mikil bylting varð t.d. í ljós- myndun eftir síðasta heimsstríð. Þá komu fram nýir straumar með mörgum skapandi listamönnum í greininni. Og alltaf er eitthvað nýtt að gerast. Það er greinilegt að áður fyrr tóku ljósmyndarar oft portrett- málara sér til fyrirmyndar og Ijós- myndastofur minntu mjög á mál- ara-atelier að ytri húnaði ... með stórum gluggum á móti norðri. En nú á tímum er sfarfsaðstaðan orð- in mjög margbreytileg vegna þess hve fagið skiptist í margar grein- ar. Mismunurinn á milli málara og ljósmyndara verður stöðugt meiri. Ljósmyndarinn fer sinar eigin götur í leitinni að samspili ljóss og skugga .. . eða lita. ; “ - í JraAv 'i a |l| Þa8 er mikill misskilningur, ef einhver skyldi halda. aS blómarósirnar I Reykjavik hafi veriS eitthvað siSri um aldamótin. Hér er Ijósmynd, tekin á góSri og glaSri stund og virðist áramótastemmning rikjandi — kannski hefur myndin veriS tekin á aldamótunum. Um það er þvi miður ekki vitað og vœri skemmtilegt, ef einhverjir lesendur Lesbókar gætu frætt okkur um, hverjar þær eru sem myndina prýða og verSur því þá siSar komið á framfæri. Hér var eitt sinn kallað „Langafortó", nú heitir gatan Austurstræti. Nitiánda öldin rikir þarna, baggahestar á götunni miðri og heyband á gangstéttinni. Hér er horft til vesturs og húsið i byggingu er Vinaminni við Mjóstræti. Það var byggt 1883. Sigfús Eymundsson tók myndina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.