Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Side 5
//
Þörfin
fyrir skraut
er frum-
stœðasta
mannlega
þörfin
/#
Henrik Groth
Síðari hluti
SVIK -
HOSAMEISTARANNA
Alla okkar ævi fylgdumst við með fagurfræðilegri
megrun byggingarlistarinnar, oftast i þögulli forundran,
og einstaka sinnum hrifumst við af lausnum, sem voru í
senn snotrar og frumlegar. Norska timburbyggingarlistin
var greinilega í sérstakri hættu og dró til sín af áfergju
þá, sem minnsta höfðu hæfileikana. Fjöldaframleiðslan á
einbýlis-trékössum á fjórða áratugnum dró kjarkinn úr
flestum. Um leið var byggingarlistin í byggðum landsins
eyðilögð. Ófögur var hin handahófskennda niðurskipun
glugganna (horngluggar!), framhliðunum var sýnd
óvirðing og hirðuleysi, staðlaðir gluggar, sem skiptust
lóðrétt, sviptu framhliðina öllum svipbrigðum, og svip-
leysið virtist reyndar markvisst. En þó að staðsetning
glugganna virtist tilviljunum háð, var hún þó rökstudd:
götin á veggnum gáfu til kynna „innri þörf“, þau höfðu
sem sagt hlutverki að gegna — hús voru teiknuð að innan
og út.
En augað, sem sér — er það aðeins þræll vana og
venja? Er ekki til eitt einasta hlutlægt gildi í fagurfræð-
inni?
Starfsmenn sláturhúsa í Vejle urðu frægir að endemum
fyrir nokkrum árum, þegar þeir mótmæltu því, að ríkið
tæki af sköttum þeirra og úthlutaði styrkjum til óskiljan-
legra rithöfunda. Þekking mín er á svipuðu stigi og
slátraranna eða öllu heldur barnsins í Nýju klæðum
keisarans i þessu efni. Þó hef ég eitt fram yfir: Um allan
heim eru húsameistarar að koma fram á sjónarsviðið og
viðurkenna þau hörmulegu mistök, sem leikmönnum
hafa verið Ijós síðastliðin 50 ár.
Hinn þekkti ameriski húsameistari, Peter Blake, hefur
í ýmsum ritum kvatt þær kenningar, sem hann var alinn
upp við. í langri grein, „Fásinna nútíma byggingarlistar
“ (The Folly of Modern Architecture), heldur hann því
fram, að allt hafi verið vitlaust, allar fullyrðingar rangar.
Jane Jacobs hefur án efa stuðlað að afturhvarfi hans,
enda stelur hann bókstaflega frá henni. „Ég og aðrir
húsameistarar með mér, við höfum uppgötvað, að ekkert
af því, sem okkur var kennt, hefur staðizt reynslu tímans.
Allt, sem við, bókstaflega talað, byggðum heiminn á,
hefur hrunið til grunna.“ Og eftir hliðargötunni fer þá
allur snillingaklúbburinn: Mies van de Rohe, Le Corbus-
ier, Gropius, Breuer og Frank Lloyd Wright. t ítarlegum
reikningsskilum telur Blake upp hinar niu aðalfullyrð-
ingar, sem nýtistefnan (funksjónalisminn) byggist á, og
sýnir fram á, að aðrar — án undantekningar — séu
ósannar. Byggingarefnin gler, stál og steinsteypa eru
hinn tæknilegi grundvöllur þessarar stefnu. En gler
hefur reynzt bjóða margvislegum vandamálum heim.
Gler um stálgrind er ónothæft, þvi að glerið þenst út,
dregst saman, hleypir inn bæði hita og kulda og hefur þar
að auki varhugaverð endurskinsáhrif. Glerið þolir heldur
ekki þrýsting stormsins. Háhýsin voru misskilningur. En
síðustu fréttir af byggingarannsóknum eru uppörvandi:
Eftir 50 ár munu öll hús úr járnbentri steinsteypu hrynja
niður. Þá mun steypustyrktarjárnið verða uppetið. Vatn
Bysantisk áhrif á íslandi. Þetta hús við Þing-
holtsstræti kannast Reykvíkingar við undir
nafninu „Næpan".
mun sækja inn í æðarnar og ryðið sjá um restina. Góða
skemmtun!
Hin nýju efni voru gífurleg freisting: Hvað gat stálið
ekki borið, og steypan, og hversu óþarfar voru ekki súlur
og stoðir og hve endalausa fleti var ekki hægt að búa til
af gleri? Gjörið þið svo vel og verði ykkur að góðu! Þegar
efnið veitir ekki mótspyrnu, hverfur listin og í þessu
tilfelli jafnvel líka þyngdaraflið.
Ef menn hefðu fundið upp efni, sem væri svo feikilega
sterkt, að það gæti borið matarborð mitt á prjónum,
hefðum við ferið skylduð til að þykja slíkt borð á nútíma
flugufótum fallegt. Það var ekki aðeins, að okkar venju-
bundna smekk væri hafnað. Sjálf sjóntaugin var tekin úr
sambandi!
En nútíma húsameistara beið mikið áfall, er þeir
uppgötvuðu að fólki leið eigi aðeins betur og var ánægð-
ara i gömlum húsum, heldur naut sin jafnvel enn betur i
byggingum, sem á sínum tíma höfðu verið reistar í allt-
öðrum tilgangi, t.d. gömlum járnbrautarstöðvum, hest-
húsum, hlöðum o.s.frv. Siðustu athuganir, sem koma
heim við það, sem við höfum séð í Danmörku, benda til
þess, að mannkindin sé einfaldlega andsnúin hinu hag-
kvæma, ráðlega, skynsamlega, gáfulega. Við þolum ekki
kuldastigin frá hinni flatarmálsfræðilegu skynsemi. Við
viljum búa burtséð frá tilgangi okkar. Banvænna vottorð
getur nýtistefnan ekki fengið: Fegurðin býr i óþarfan-
um!
XXX
í Sunday Taimes 28/4 1974 gengur hinn þekkti húsa-
meistari Iarn Nairn feti framar í sjálfspyndingu: „Á
sjötta áratugnum var það að vera húsameistari enn
eitthvað heiðarlegt og virðulegt, sérstaklega ef maður
byggði skóla, sjúkrahús eða bókasöfn. I dag er arkitekt
skammaryrði (dirty word). Byggingarlistin er á viliigöt-
um.“
Morris Lapidus lýsir því, hvernig hann snerist frá
nýtistefnunni. Hann spurði sjálfan sig: Hvenær var það
nákvæmlega, sem dýrið varð að manni? Hver er munur-
inn á mönnum og dýrum? Sameiginlegt með bjórnum,
býflugunum, fuglunum og mönnunum er hæfileikinn til
að byggja sér bústað. Hver er þá munurinn?
„Svarið kom hægt, en var óhrekjanlegt," segir hann. „í
öllu dýraríkinu er ekki til nein tegund, sem skreytir
híbýli sín eingöngu vegna skreytingarinnar. Fyrsti ein-
staklingurinn, sem klindi litum á hellisvegginn hlaut því
að hafa verið maður." og hann heldur áfram: „Ég held, að
óskin um, löngunin í og þörfin fyrir skraut sé frumstæð-
asta mannlega tilfinningin.“
Hinn víðkunni húsameistari Robert Venturi er senni-
lega sá, sem ráðizt hefur harkalega á nútíma húsameist-
ara. Hann telur mistök þeirra felast í ótta þeirra gagnvart
ruglingi og ringulreið og áberandi vanþekkingu á sálar-
fræði. Honum finnst menn eigi að líta með meiri mildi á
hugtök eins og öngþveiti, flækjur og mótsagnir. Um
fegurðarspilli aldarinnar segir hann:
„Er þeir reyndu að brjóta hefðina og byrja algerlega að
nýju skírskotuðu þeir til þess, að nútíma athafnir væru
nýjar, en gleymdu því, hversu óendanlega flóknar þær
eru. í hlutverki siðbótarmanna gerðu þeir sér far um sem
hreintrúaðir að útiloka allt, sem var óæskilegt, í stað þess
að leita að eins mikilli lifvæniegri fjölbreytni og mótsögn
og unnt var.“ Hann útlistar fjölda gamalla stórbygginga
frá stigahúsum, sem Michelangelo teiknaði, til ráðhússins
i Briigge, en aliar voru þær búnar vissum sérkennum og
útúrdúrum, svo að þær öðluðust sitt eigið lif, eigin svip.
Hann tekur til samanburðar hin mörgu svið i leikritum
Shakespeares og beitir fyrir sig listkenningu T.S. Eliots.
Það er sennilega í von um að reita starfsbræður sína til
hamslausrar reiði, að hann telur aðalgötuna i hinni
illræmdu spila- og glæpaborg Las Vegas vera til hreinnar
fyrirmyndar. Með þúsundum ljósaauglýsinga og fárán-
legum húsum af öllum gerðum beri Las Vegas vott um
lífsþrótt og fjölbreytni og mannlega leit að fegurð. En
hér sést Venturi ekki fyrir i hita bardagans.
Ég gæti sótt stuðning til margra heimilda, en ég hef
sjð nœ'stu síöu