Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Qupperneq 9
heppileg þegar talið barst að þorska-
stríðunum og þessum einstöku sjó-
orrustum við brezka Ijónið. Ekki mun
aðmíráll Anderson fyrirliði breta, hafa
getað „sterkur í biblíu stafað sig
fram" í samanburði við Eirík. Þá sátu
löngum brezkir sendiráðsmenn í
Reykjavik kófsveittir yfir biblíunni,
eins og tornæmir fermingardrengir.
Þeir voru jafnvel ræstir fram úr bólun-
um um miðjar nætur til að finna
viðeigandi svarskeyti fyrir Barry ,,to
that crazy old man", admiral
Kristofersson. Og eflaust hafa þeir
líka spænt upp til agna marga
biblíuna í flotamálaráðuneyti hennar
hátignar í Lundúnum. Sennilega á
Eiríkur engan sinn líka í allri sjóhern-
aðarsögu heimsins með þessu guðs-
orða-varpi og biblíuskotum sínum.
Þegar vopnabúr heilagrar ritningar
brást í viðureign við lögbrjóta og
veiðiþjófa vilaði ekki sá gamli fyrirséi
að miða beint á mökkspúandi reyk-
háfana með fallbyssunni og færa þá
seku til hafnar til réttlátrar hegningar.
Þá var jafnan siglt eftir tvennskon-
ar áttavitum, þeim sem gildir um
alþjóða siglingareglur og kompási
drottins og dulheima. Með hjálp þess
síðarnefnda tókst Eiriki iðulega að
bjarga ótal skipshöfnum úrsjávar-
háska, að því er mér skildist á sjóhetj
unni um yfirnáttúrulegar vísbending
ar um kúrsa á hættustund. Þannig
varð hann bjargvættur mörg hundruð
mannslifa og munu brezkir sjómenn i
miklum meirihluta. Þær eru ekki fáar
þakkirnar, viðurkenningarnar og orð-
urnar, sem þessum aldna aðmirál
hafa hlotnazt úr hendi óvinarins. Mér
fannst hann eiga allan brezka orðu-
stigann i fórum sínum, allt heila
klabbið nema sokkabandsorðuna,
sem ég leitaði að undir buxnaskálm
stríðskappans er ég málaði hann.
Sæsorfið, saltveðrað og stormleðr-
að andlitið var svo magnað til sköp-
unar, að naumast hefir í aðra tíð rekið
ákjósanlegri efniviðtil úrvinnslu á
málarafjörur minar. Margskonar verk-
efni hefir Eiríkur leyst af hendi með
prýði um dagana á varðskipunum og
sinnt allskyns snatti, eins og þegar
honum var falið að sigla með Knút
Danaprins um Vestfirði í gamla daga.
Siglt var á fullu stimi inn á ísafjörð,
þar sem heilsað var upp á samlanda
prinsins, Juul lyfsala, að þvi er sagan
segir eða lýgur. Var þeim veitt áfengi
á heimili lyfsalans yfir apótekinu
Kunni Knútur vel að meta slika risnu
og saup stórum, en Eiríkur gætti hófs
eins og alltaf. Þegar á fögnuðinn leið
var hátigninni og hafgoðanum boðið
að sjá sig um á lyfjastassjóninni á neðri
hæð. Ekki þáði Knútur það og vildi
sig hvergi hreyfa frá guðaveigum.
Atturá móti þekktist Eirikur boð lyf-
salans. Þegar Knúti þótti Eiriki og
apoteker Juul (Jól) dveljast um of
innan um allt lyfjasullið, smyrslin og
smokkana og flaskan tóm á efri hæð,
vatt prinsinn sérfram á stigapallinn og
öskraði niður eins og bandóður skipp-
er í lyftingu og haugasjó: „Hr. Páske
(páskar) eller hr. Pinse (hvitasunna)
eller hvad De i helvede heder. Kom
her op með mere brændevin!" Marg-
ar slíkar sögur lognar og ýktar hafa
spunnizt í kring um Eirík á sjóferðum
hans.
Þegar Eirikur brá sér til Spánar
meðan á myndsköpun stóð bað ég
hann lengst allra orða að stunda ekki
stanzlaust kvennafar vegna aldurs
Slik áreynsla væri vísust til að koma
fram og skaða málverkið við heim-
komu og það væri ekkert einsdæmi
um Spánarfara, að þeir kæmu fram-
lægri heim en við brottför Þær
spönsku væru vísastar til að slæva og