Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Qupperneq 12
 V' I.YVV uhté r f f 4.1 4 "i i 1 • m Kórfélagar í söngför í Bandaríkjunum 1946. Frá söngæfingu fyrir Ameríkuferðina 1960. Eldri félagar með heiðurs- merki félagsins við vígslu félagsheimilisins. Nokkrar eiginkonur kórfélaga hafa haldið flóamarkað til ágóða fyrir kórstarfið. KARLA- KÓR REYKJA- VÍKUR 50ára Karlakór Reykjavíkur á 50 ára afmæli á þessu ári og er afmælisins minnzt með ýmsu móti. Kórinn var formlega stofnaður 3. janúar 1926 og var Sig- urður Þórðarson tónskáld aðalhvatamaðurinn að stofnuninni. Hann var þá nýkominn frá hljómlistar- námi I Þýzkalandi og varð frá upphafi stjórnandi kórs- ins allt fram til 1962 eða í nær 36 ár. Tveimur árum síðar tók Páll P. Pálsson við söng- stjóminni og hefur haft hana með höndum síðan. Kórinn er skipaður 40 söngvurum en styrktar- félagar eru nálega 2000 talsins. Karlakór Reykjavíkur hefur löngum getið sér gott orð bæði hérlendis og erlendis. Kórinn hefur staðið fyrir hljómleikum hér heima fjórum til fimm sinnum á ári, aðallega fyrir styrktarmeðlimi og m.a. haldið fjölmennustu hljóm- leika sem haldnir hafa verið hérlendis. Þeir hljómleikar voru haldnir í samvinnu við starfsmannafélag Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Laugardalshöllinni árið 1969. Voru þeir í tvennu lagi og sóttu þá um 6000 manns. Auk fjölmargra hljóm- leika vítt og breitt um landið hefur kórinn gert víðreist erlendis. Utan- landsferðirnar eru nú orðnar 9 talsins og heim- sótt hafa verið lönd bæði austanhafs og vestan. 10. söngförin er nú ráðgerð á 50 ára afmælinu til íslend- ingabyggða í Kanada. Þá er einnig þess að geta aðáárunum 1971—75 söng Karlakór Reykjavíkur inn á sex LP-plötur lög eftir þekkt íslenzk tónskáld en á einni plötunni eru eingöngu íslenzk þjóðlög. Nú vinnur kórinn að hljómpiötuútgáfu með 14 lögum eftir hinn vinsæla stjórnanda sinn, Sigurð heitinn Þórðarson. í tilefni afmælisins bauð kórinn hingað til lands þremur erlendum karlakór- um til hljómleikahalds fyrir styrktarfélagana en auk þess munu gestirnir halda sérstaka hljómleika fyrir almenning bæði í Reykjavík og úti á landi. Ráðgert er að Karlakór Reykjavíkur komi fram á Norrænum músíkdögum í júnimánuði og flytur þá m.a. verk eftir norska tón- skáldið John Persen, sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn og fékk til þess styrk frá Norræna menn- ingarsjóðnum. Kórinn flyt- ur þá einnig nútímaverk eftir sænskt tónskáld. í haust mun kórinn flytja ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands Hátíðamessu Sig- urðar heitins Þórðarsonar sem Atli Heimir Sveinsson er nú að setja út fyrir hljómsveit. í stjórn Karlakórs Reykja- víkur eru nú: Ragnar Ingólfsson, formaður, Margeir Jóhannsson, vara- formaður, Jón Hallsson, gjaldkeri, Ástvaldur Magnússon, ritari, og Helgi Bachmann, meðstjórnandi. í tilefni 50 ára afmælis- ins eru kórnum hér með færðar þakkir fyrir giftu- drjúgt starf i þágu söng- menntar á íslandi og honum óskað velfarnaðar i framtiðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.