Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 10
Nakinn skalt þú nakta nátturu mála. Hundertwasser að verki. línu, hún leiðirtil glötunar mannkynsins." Hin beiha lina er guðlast, hin einasta ekki- skapandi, hin beina lína leiðir til helvítis." Húsið er annað aðalstef í myndheimi Hundertwassers, ekki hið rökrétta hús með jafn- stórum dyrum og gluggum, heldur furðuheimur, ósjaldan naumast þekkjanlegt sem hús og meira í ætt við bjarg eða skip og mótað i hugarheimi „Vetrarmynd". Blönduð tækni 1966. && Sf % Hundertwasserárið 1949. For- nafninu Friedrich breytti hann fyrst í Friederreich og hafði þá einnig nefnt sig Fritz, en árið 1 969 tók hann sér nafnið Friedensreich (friðarríki), sem tákn þess tilgangs listamanns- ins að leiða skoðandann í heim friðar og hamingju með verk- um sínum. Paradís, sem sér- hverjum gæti áskotnast og er að auki áþreifarileg. „Paradis er fyrír hendi en við tortímum því. Eg vil sýna hve auðvelt er að skapa Paradís á jörðu." Aðrir segja raunar, að hann hafi tekið sér þetta nafn til að bæði nöfnin næðu töfratölunni 1 3. Hann nefnir sig einnig stundum „Regentag" (rign- ingardagur), og hefur gefið seglskipi sinu sama nafn. Hann segirsig fyllast unaði á rign- ingardögum, vegna þess að þá byrji litirnirað skína og Ijóma. Myndtitlar Hundertwassers eru mjög skáldlegir og hann gefur hér hugarfluginu lausan taum- inn, t.d. „Syngjandi gufuskip", „Garður hinna hamingjusömu dauðu", „Skeggið er gróður hins sköllótta" . . . í Ijósi þessu hringsóli hans um sitt eigið sjálf og verk sín virðist eitthvað mjög rökrétt í þvi, að myndstíll hans ein- kennist af sivafningum, sem hverfast á ýmsa vegu frá upp- hafi sínu, en þessi myndstill kom fyrst fram árið 1 953 og hefur verið ríkjandi siðan og birtist bæði á huglægan sem hlutlægan hátt. Þaðerein- kennandi við myndir hans, að hann forðast beinar línur og bein horn, sem heitan eld og er þetta í samræmi við lífsstil hans, en hann hefur oftsinnis lýst yfir andúð sinni á sliku. — „Gætiðykkará hinni beinu listamann§ins. „Þegarég byrja að mála mynd og veit ekki, hvað mála skal, byrja ég annað hvort á sivafningi eða húsi." Þegar hægt er að skynja sivafn- inginn sem persónugerving sjálfs hans, þá er mögulegt að ímynda sér húsið sem tákn konunnar, sem hann er næstum jafn upptekinn af og sjálfinu. „Gakktu aldrei inn í ófrjóa byggingu, þarsem vegg- irnir eru flatir og gluggarnir allir eins. Slíkar byggingar verða þér til mikillar óhamingju." Hundertwasser blandar aldrei liti sína, hann vill hafa þá hreina og ferska, beint úr túp- unni og hann kaupir þannig frekar millitónana tilbúna. Hann notargjarnan sterka liti, myndir hanS einkennast af ríkri litagleði og fágaðri kennd fyrir innbyrðis samræmi. Þeireru þannig aldrei skerandi, heldur haldið kyrfilega í skefjum með stígandi og þróun, markvissri þenslu. Stundum staðsetur hann gull eða silfurbrons inn í myndirnar, aðallega í miðju sí- vafninganna, sem tákn þess, að miðjan er sólin og upphafið, og á sama hátt eru silfraðir gluggar húsa fyrir honum tákn mánans. Þessi leikur hans með tákn er ekki nýr, um aldir hafa vissir litir verið notaðir sem tákn einhvers, en sami litur þarf ekki að tákna hið sama hjá ólfkum þjóðum, og þannig táknar hvítt hreinleikann og helgina í vestrinu, en t.d. sorgina í Japan. Tákn Hundertwassers eru persónuleg og þannig rétt- lætanleg, en sem kunnugt er hefur margur myndlistar- maðurinn ímugust á slíkum táknaleik og telur, að enginn þekki hið rétta eðli litarins, fyrr en hann hafi hreinsað hann af öllum veraldlegum sem trúar- legum táknum og hætt að setja hann í samband við himin, haf og jörð, — skynji hann ein- ungis sem lit I sjálfu sér. En að sjálfsögðu verður liturinn aldrei hnepptur I fjötra algildra sann- inda. Það, sem gildir, er óræð innri kennd, sem skoðandinn finnur og meðtekur, streymir til hans frá litarafti sólarinnar, sem endurspeglast í gulli og silfri, austurlenzkri dulúð og lita- auðgi, rússneskum Ikonum, byzantískum mósaikmyndum, indverskum mínatúrum eða einfaldlega frá hinum ómeng- aða litahring frumlitanna. Fyrir Hundertwasser er liturinn dularmögn og töfrar lífsins, og samkvæmt þvf leitar hann lífi sínu og myndheimi samræmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.