Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 2
HANN stendur frammi fyrir
skólastjóranum — sjö ára — litill
og veiklulegur. Andlitið er náfölt
og sýnist enn fölara er kolsvart
hárió leitar niöur á ennió.
Svipurinn er þrjóskulegur og
varirnar kiprast fast saman. Hann
hefur henduribuxnavösum.
Skyrtan er upp úr buxunum —
hún er rifin að framan og tiilur
eru af. Sýnileg merki um áflog.
Skólastjórinn er að endurtaka
spurningu sína hægt og reiði-
laust. — Af hverju barðir þú Finn
svona mikið? Hvað gerði hann
þér?
Þögn. Það koma viprur i munn-
vikin og varirnar titra. Þrjóskan
hverfur úr svipnum, þar kemur
hryggð í augun, andlitið verður
eins og á gömlum manni. En hann
svarar engu.
— Hvað gerði Finnur þér? spyr
skólastjórinn. Drengurinn heldur
áfram að þegja.
Skólastjórinn stendur á fætur.
Drengurinn rennir augunum til
hans og viprurnar kringum
munninn aukast, það koma kippir
í heróarnar.
— Þú mátt fara, segir skóla-
stjórinn. Það er engin reiði í rödd-
inni. Drengurinn tekur hendurn-
ar hægt úr vöxunum og gengur til
dyranna.
Hann opnar þær varlega og lok-
ar þeim líka varlega. Þegar hann
kemur fram í stóra ganginn hrað-
ar hann sér. Hann hleypur. Hann
mætir þeim — kennurunum —
sem sáu hann slá Finn. Hann
krókar fyrir þá og hleypur hrað-
ar. Það voru þeir sem leiddu hann
til skólastjórans. Dyravörðurinn
stendur við dyrnar. Drengurinn
setur höfuðið undir sig og hleypir
í herðarnar. Dyravörðurinn víkur
til hliðar fyrir honum. Þegar
hann kemur út á tröppurnar slær
þögn á hópinn, sem stuttu áður sá
hann berja Finn miskunnarlaust.
Nú man hann að fötin hans eru
öll í ólagi. Hann treður skyrtunni
flýtislega niður í buxurnar og
stendur svo kyrr. Hópurinn starir
á hann — þögull og undrandi —.
Hann lítur til allra átta eins og
innikróað dýr.
Svo hleypur hann beint af aug-
um. Þau víkja til hliðar og hann
heldur áfram að hlaupa — hann
veit að það er bannað að hlaupa út
af skólalóðinni í frímínútum —
en hann verður að komast burtu.
Nú heyrir hann hróp barnanna að
baki sér.
— Þú mátt ekki fara út af skóla-
lóðinni. Hann ansar ekki, hleypur
bara hraðar — hraðar.
Heim. Hann hleypur upp tröpp-
urnar — inn i forstofuna og hirðir
ekki um forina á skóm sínum þótt
hún verói eftir á vel hreinsuðu
gólfinu.
Hann veit að Hún er í eldhús-
inu — hún er oftast þar.
Hann opnar eldhúsdyrnar. Hún
stendur við eldavélina, feitlagin
ungleg með milda drætti i andlit-
inu.
— Ertu kominn heim svona
snemma, Steini minn? spyr hún
og lítur til klukkunnar á veggn-
um.
Hann segir ekkert en sest á
stólinn í horninu við eldhúsborðið
— grúfir andlitið í höndum sér og
allur kroppurinn kippist til af
niðurbældum gráti. Konan hættir
vinnu sinni og horfir óttaslegin á
hann. Hún tekur eftir því að fötin
hans eru öll í óreiðu.
— Hvað hefur komið fyrir þig,
elsku barn? spyr hún.
— Þeir voru að stríða mér
strákarnir — Finnur og þeir hinir
stríddu mér svo mikið —, orðin
komu slitrótt milli grátkviðanna.
— Svona — svona —, segir kon-
an og klappaöi róandi á herðar
hans — þú átt að stríða þeim á
móti.
Hann lífur upp, andlitið er
rautt og grátbólgið.
Hann horfir á konuna og segir:
— Þeir sögðu svo ljótt svo
hræðilega Ijótt.
Konan leggur höndina á litla
heita vangann.
— Sögðu þeir ljótt. Það gerir
þeim sjálfum mest til.
Hann ýtir hendi hennar frá sér,
stendur á fætur oglhorfir tár-
stokknum augum á konuna.
— Já — þeir sögðu að þú værir
ekki mamma mín.
Andlit konunnar breytist. Það
koma dimmir skuggar á það eins
og herðist að hálsinum á henni.
Drengurinn horfir á hana full-
ur eftirvæntingar.
Hún sest, lætur hendurnar falla
í kjöltu sína og horfir á þær með-
an hún segir:
— Sögðu þeir það ? Þú áttir
bara ekki að ansa þeim. Þá hefðu
þeir hætt að segja það.
— Ég ansaði þeim ekki — en þá
sögðu þeir meira, segir drengur-
inn og varir hans skjálfa.
— Hvað sögðu þeir meira? spyr
konan áfjáð.
— Það var Finnur sem sagði
það. Hann lagði hendurnar í kross
á brjóstið á sér og sagðist geta
svarið að það væri satt að þú
værir ekki mamma mín. Ókunn
kona sem kom um daginn heim til
mömmu hans væri mamma mín.
Ég væri með blá augu og hrafn-
svart hár eins og hún. Svo sló ég
Finn, það blæddi úr munninum á
honum og ég sló hann meira — ég
sló hann þangað til kennararnir
tóku mig.
Konan þegir. Ilún fitlar við
beltið á sloppnum sínum — marg
snýr upp á það og ofan af því
aftur. Og svo stendur hún snöggt
á fætur, andlit hennar verður
brosleitt, hún tekur um axlir
drengsins og segir glaðlega:
— Hugsaðu bara ekki meira um
þetta; strákar þurfa alltaf að
bulla eitthvað. En hvað var gert
við þig þegar þú slóst Finn svona?
— Það var farið með mig inn til
skólastjórans — segir drengurinn
og þurrkar tárin af kinnum sér
með skyrtuerminni.
— Hvað sagðir þú honum? spyr
konan.
— Ekki neitt — ég þagði bara,
svo sagði hann að ég mætti fara
og þá hljóp ég heim.
— Við skulum ekki hugsa um
þetta meira. Ég tala við skóla-
stjórann í kvöld og segir honum
að Finnur hafi strítt þér, segir
konan.
— Mamma viltu þá segja hon-
um að þú getir krosslagt hendurn-
ar á brjóstið og svarið að þú sért
mamma mín.
Drengurinn brosir sigurbrosi
um leið og hann segir þetta.
— Og þú getir gert það svo allir
strákarnir heyri.
Konan svarar ekki. Hún flýtir
sér að ná í mjólk og hrokaðan disk
af góðum kökum, sem hún setur
fyrir hann. Svo fer hún aftur að
vinna hjá eldavélinni. Drengur-
inn fer að drekka en hann hraðar
sér ekki —-^horfir öðru hverju
hugsandi út í loftið og hnyklar
brýrnar.
— Mamma.
Konan hrekkur við og svarar:
— Já, Steini minn.
— Mamma er það satt, varst þú
hérna heima þegar ljósmóðirin
kom með mig í töskunni sinni?
segir hann og horfir grandvörum
augum á konuna.
— Jú — mig minnir það, segir
konan hikandi en hún veit að
einu sinni sagði hún honum þetta.
Hann stendur á fætur, stað-
næmist frammi fyrir henni með
kreppta hnefa og augu hans
tindra af reiði.
— Þú lýgur — þú lýgur að mér.
Smásaga
eftir
Jennu
Jensdóttur
Börnin vaxa í maganum á konun-
um og þáer liggja i rúminu til að
eiga þau. Það kemur engin ljós-
móðir með þau.
— Hver segir þér þetta? spyr
konan og hopar aðeins til baka á
gólfinu.
— Ég veit þetta — allir krakk-
arnir vita það. Einar eignaðist
systur um daginn, mamma hans
var með svo stóran maga áður en
hún eignaðist hana.
— Ég var búin að gieyma að ég
sagði þetta — segir konan og fer
undan í flæmingi.
Það er stutt þögn.
Konan fer aftur að sýsla. Dreng-
urinn gengur að glugganum og
horfir á flugu sem flögrar fram og
aftur um rúðuna.
— Mamma, ef Finnur væri eins
og fluga myndi ég slíta af honum
fæturna og hendurnar — og
stappa svo ofan á búkinn á hon-
um, segir drengurinn af heift.
— Hamingjan hjálpi þér að
segja svona, svarar konan.
— Ég myndi víst gera það. A
morgun segi ég honum að hann
ljúgi, mamma hans ljúgi og allir
heima hjá honum ljúgi, segir
drengurinn.
Konan er óttaslegin.
— Þú getur ekki sagt svona
drengur.
— Jú mamma þegar þú ert búin
að segja skólastjóranum að Finn-
ur hafi logið.
Og drengurinn brosir. Konan
dregur stól upp að veggnunt og
sest. Það er eins og hún geti ekki
staðið.
— Steini minn — ég þarf að
segja þér dálítið.
Drengurinn lítur til hennar
undrandi og forvitinn.
— Ljósmöðirin kom ekki með
þig í tösku, segir hún.
— Ég veit það, mamma — það
er ekki komið með nein börn svo-
leiðis, segir drengurinn og svipur
hans er eins og þess sem veit
ýmislegt.
Konan horfir á hann og það er
hræðsla í svip hennar — hræðsla í
röddinni er hún segir:
— Hún kom samt með þig — við
pabbi þinn áttum þig ekki — við
— við fengum þig gefins.
Drengurinn hrekkur saman,
hann horfir á hana skelfdum aug-
um og andlit hans afmyndast af
kvöl. Svo fálmar hann með fingr-
unum í handlegg hennar. Skelf-
ing hans er alger.
— Fæddist ég ekki hjáykkur —
eruð þið þá ekki pabbi minn og
mamma — ekki pabbi minn...
— Við eigum þig samt — eigum
þig, segir konan i angist sinni.