Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 12
Skipting hverfanna þýddi mun meiri umferð um borgina er frá leið. Dæmi um þetta höfum við t.d. hér f Reykjavfk með Breið- holt og Arbæjarhverfin. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að menn eru al- mennt farnir að spyrja sig um réttmæti Aþenusamþykktar- innar. Tæknin hefur breytt þjóð- félögunum frá því sem þá var. Fjarlægðarskynið hefur breytzt og samskipti manna á meðal eru nú um of að færast f horf einhliða upplýsingastraums úr fjölmiðl- um. Snemma á sjötta áratugnum var þvf lausnarorðið talið felast f þvf að þjappa fólki sarnan á ný og mynda þar með aðstöðu fyrir meiri mannleg samskipti. A pappfrnum Iftur þetta mjög vel út, en þvf miður voru skipuleggj- endurnir ekki nógir sálfræðingar til þess að sjá, að ekki er unnt að skipa fólki að brosa. Frá þessum tfma eru til margir þéttir byggðarkjarnar oftast ein- angraðir landfræðilega frá öðrum borgarhlutum. A svipuðum tfma kom fram hugmyndin um blönduð hverfi á ný. Það er, að á sama svæði sé t.d. bæði fbúðir og iðnaður, verzlanir og stofnanir. Raunar var furðu- legt að þetta skyldi ekki fyrr verða ljóst, þar sem allar vaxnar (óskipulagðar) miðborgir eru einmitt byggðar upp á þennan máta og þangað sækir fólk. Hér á landi var þó patentlausnin frá Aþenu hvað þetta snerti f gildi alveg fram að skipulagningu mið- bæjar Kópavogs. 1 samkeppninni um miðbæ Kópavogs 1969 var ekki gert ráð fyrir þvf að þar yrðu fbúðir. Hins vegar var þeirri hugmynd komið á framfæri þar og viti menn: hún var framkvæmd. A sama tíma er unnið að skipulagningu annars miðbæjar, Kringlubæjarins og það var ekki fyrr en fyrir kosn- ingarnar til borgarstjórnar 1974, að ákveðið var að þar skyldu einnig rfsa fbúðir. Breiðholtshverfin og Arbæjar- hverfin voru alla tfð áætluð hrein fbúðarhverfi, en nú munu borgar- yfirvöld hafa áttað sig á þvf að nauðsynlegt er að koma þar einn- ig upp iðnaðarhverfum. Öll þróun frá patentlausnum, hvort sem Einar Þorsteinn / Asgeirsson Nýja tillagan um færslu Hringbrautar Skipulag er orðið eitt af lykil- orðum þjóðfélags okkar. Þessi orð eins og t.d. stjórnun og stjórnmál vekja hjá hinum almenna borgara hugmyndir um eitthvað, sem að vfsu er nauðsynlegt, en þarf ekki að vera að sama skapi hagstætt. Margir eru þeir, sem telja allt skipulag vera skerðingu á frelsi einstaklingsins. En hinu má ekki gleyma, að annars vegar er stutt á milli algers frelsis og algerrar upplausnar og hins vegar stutt á milli ofskipulagningar og ein- ræðis. Vandinn er að finna gullna meðalveginn. Hjá okkur er skipulag með- höndlað með haltumér — slepptumér þankagangi. Það sem er vont á bragðið er best að taka inn f smáskömmtum. A þann hátt er ekki unnt að notfæra sér skipu- lag, sem stjórntæki til að búa f haginn fyrir framtfðna. Sú tegund skipulags, sem ætlunin er að fjalla örlftið nánar um hér, skipulag borga og bæja, hefur verið til „f kerfinu" sfðustu rúm fimmtfu árin. Viðhorfin til þess hafa tekið miklum stakka- skiptum sfðustu árin f rétta átt, en betur má ef duga skal. En áður en lengra er haldið, er rétt að drepa lauslega á sögu borgarskipulagsins og þá að skil- greina nánar hvað f orðinu felst f dag. Svo farið sé fljótt yfir sögu, skal hér fyrst nefnt herbúða- skipulag rómverja, sem beindist einkum að þvf, að hafa nauðsyn- lega yíirsýn og halda uppi her- aga. Þessi einfalda röð-og-reglu skipulagshugmynd hefur tröll- riðið borgarskipulagi í mörg- hundruð ár. Sem dæmi skal hér nefnt skákborðsniðurröðun húsa á Manhattan, en reyndar er hún skáskorin af einni götu, þ.e. Broadway. Enn má og sjá merki þessa fyrirkomulags f miðbæjum ýmissa borga Evrópu, sem upp- haflega voru rómverskar her- stöðvar. Dæmi um þetta er Köln f Vestur-Þýzkalandi. A 15. öld voru margar stærri borgir f Evrópu víggirtar af illri nauðsyn. Við það fækkaði smám saman byggingarlóðum innan borgarmúranna og sfkjanna. Borgirnar urðu þvf afar þétt- býlar. Þetta olli ýmsum vand- kvæðum t.d. hvað snerti heilsufar fólks og vegna eldhættu. Þrátt fyrir þetta var menningin afar blómleg á þessu tímabili. Sam- skipti manna á meðal voru tfð vegna stuttra fjarlægða og margra snertipunkta. Þó kom að þvf að flestar'þessar vfggirtu borgir sprengdu utan af sér þennan tilbúna ramma og þöndu sig út frá honum og eru jafnvel að þvf enn f dag. A tfmum rokókó og barok fer að koma fram skipulagning eins og við þekkjum það f dag. Fyrst f stað voru þessar skipulagshug- myndir beint framhald af görðum aðalsmanna, sem mjög komust f tfsku á þessum tfma. Húsin voru látin mynda ramma f kringum torg af ýmsum formum ferhyrnd, sporöskjulaga, kringlótt o.s.frv. Þessi skipulagning náði sjaldnast yfir stór svæði en var fremur eins konar sykurskreyting á hinni al- mennu borgarmyndatertu. Við þetta bjuggum við fram á byrjun 20. aldar, eins og t.d. má sjá upp- drætti Guðjóns Samúelssonar af Skólavörðuholtinu frá 1924. Það er ekki fyrr en 1901 að nýjung kemur fram f skipulagn- ingu og þá í Bretlandi. Það var garðborgin, en hin fyrsta er Letcworth við London. Garðborg- in er andsvar við þeirri hrikalegu skipulagsstefnu af röð og reglu ættinni sem náði fótfestu með iðnbyltingunni. Hún fólst f þvf að hrúga sem flestu fólki saman á sem minnstum bletti án teljandi hliðarráðstafana. Inntak garð- borgarinnar er að stækka grænu svæðin f kringum húsin svo að loft og ljós komist betur að þeim. Við þetta búum við enn þann dag f dag. Arið 1933 er svo gerð „alþjóða" samþykkt f Aþenu um loft og Ijós inntak borgarskipulags. 1 leiðinni ákváðu þeir háu herrar einnig að skipta hverfum niður eftir gerð þeirra t.d. fbúðarhverfi sér og verksmiðjuhverfi útaf fyrir sig. Aður hafði t.d. verkafólk búið rétt við reykspúandi verk- smiðjurnar, sem það vann f. Fyrirfólkið bjó hins vegar alla tfð f sérstökum hverfum. Mynd af teikningu Guðjóns Samúelssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.