Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 3
Fyrir nokkru kom öldruð kona til dvalar f Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Hún heitir Sigþrúður Arinbjarnardóttir og er frá Kollabúðum f Þorskafirði. Hún kom eitt sinn á fund minn og skýrði mér frá því, að hún ætti í fórum sfnum tveggja alda gamlan siikiklút, sem hún teldi mjög merkan ættargrip, svo merkan, að hún hefði áhyggjur af þvf hvað um hann yrði eftir sinn dag. Ekki væri klúturinn þó merkilegastur vegna þess hve gamall hann væri, heldur vegna hins, að hann væri gjöf frá huldukonu og hefði aidrei úr ætt gengið. Þess vegna væri sér mjög annt um hann. Erindi hennar við mig var að biðja mig að ráða sér heilt hvað hún skyldi til bragðs taka svo öruggt væri, að klúturinn færi ekki forgörðum eftir sinn dag. Ég ráðlagði henni að gefa Þjóðminja- safninu klútinn, þar yrði hann vel geymdur og mundi þykja kostagripur. Féllst hún á að þetta væri heilræði og bað mig að færa þetta f tal við þjóðminjavörð. Hann tók þessu vel, eins og vænta mátti, en óskaði þess, að saga klútsins væri skráð og látin fylgja honum. Varð þetta til þess að ég tók að mér að semja eftirfarandi sögu. Er hér aðallega rakin ættarsögnin um uppruna klútsins og feril hans, eins og Sigþrúður hefir sagt mér frá og verða það að teljast tryggustu heimildirnar. En hér má þó geta þess, að f Gráskinnu Gfsla Konráðssonar er sagt frá þeim Ragnheiði og álfkonunni og sú sögn prentuð f Þjóðsögum dr. Jóns Þorkelssonar. En þar er ekki rétt farið með. Gjafir álfkonunnar voru tvær, traf og klútur, en Gísli nefnir aðeins trafið, sem mun glatað fyrir löngu, en klúturinn hefur lengstum verið varðveittur f ætt Sumarliða Brandssonar á Kollabúðum fram að þessu. Ég gerði ftrekaðar tilraunir að finna hver höfðu orðið afdrif trafsins, og komst helzt að þeirri niðurstöðu, að það hefði glatazt á Norðurlandi. — Til viðbótar sögu Sigþrúðar leitaði ég nokkurra heimilda, eins og sagan sjálf ber með sér. Drengurinn hnígur niður á gólf- ið og ofsalegur grátur hristir all- an líkama hans. Konan stendur á fætur, hún er reikandi í spori og ráðvillt. Hana langar til að taka hann i fang sér og láta hann finna alla sína ástúð en hún getur ekki neitt. Það liður löng stund þar til grátur hans sefast. Hann lítur upp og horfir á hana eins og ókunnur drengur. — Ég ætla burt. Gráturinn gerir siðasta orðið ó- ljóst. — Hvert? spyr konan. — Burt frá ykkur, segir dreng- urinn og stendur á fætur. — Vió viljum ekki missa þig. Við eigum þig, segir konan og það er ástúð í röddinni. Drengurinn ansar ekki. Hann gengur fram hjá henni. Hún heyr- ir hann fara inn í herbergi sitt og loka. Það líður löng stund. Loks get- ur hún ekki beðið lengur. Hún gengur að herbergisdyrum hans og lýkur hurðinni upp. Hann liggur á grúfu í rúminu sínu. Hún sest hjá honum og strýkur yfir hár hans. — Hættu að gráta — elsku Steini minn -— Ég hefi alltaf verið svo hrædd að segja þér frá þessu. Við höfum ætlað að gera það — en við vorum svo hrædd. Ég veit ekki af hverju, segir hún og fer að strjúka vánga hans svo undur blítt. Hann ris upp og hjúfrar grát- bólgið andlit sitt fast að barmi hennar. — Ég get ekki farið neitt — það vill mig enginn. Ég er líka hrædd- ur ef ég er ekki hjá ykkur, hvislar hann. — Við fengum þig gefins þegar þú fæddist. Þú ert sonur okkar. Við getum ekki misst þig frá okk- ur, segir konan. Þau heyra fótatak frammi. Hann er kominn. Drengurinn los- ar sig úr faðmi konunnar. Hún fer fram og hann kemur á eftir henni hægt og hikandi. Maðurinn stendur í eldhúsinu. Hendur hans eru bláar og stórar og halda á fallega gerðum seglbáti. Drengurinn horfir á hann. Svona fallegan bát hefur hann ekki séð nema á Þjóðminjasafn- inu. — Ertu búinn með bátinn? spyr konan og henni léttir — Já, ég lauk viö hann i dag, segir maðurinn og rétti drengn- um bátinn. Drengurinn tekur við bátnum og tárvot augun lýsa að- dáun hans. — Þú mátt sigla honum i bað- kerinu, segir konan. Drengurinn tekur varlega við bátnum og hverfur inn með hann. Maðurinn fer líka inn,i baðher- bergið. Konan bíður og hlustar. Hún hlustar eftir hverju hljóði þaðan. Og þegar hún heyrir glað- væra barnsrödd, stynur hún eins og margra ára kvöl líði frá brjósti hennar. Á ofanverðri 18. öld bjó sá bóndi á Kollabúðum í Þorska- firði er Jón hét Bjarnason frá Fremri-Gufudal. Kollabúðabær stendur' fyrir botni Þorskafjarðar og liggur frá honum langur dalur norður i fjöllin og nefnist Kollabúða- dalur. Er hann víða grösugur og þar voru aðalengjar bónd- ans. Innarlega á dalnum var lengi haft i seli. Seinna voru þar beitarhús og má enn sjá grónar tóftir þeirra. Jón bóndi átti dóttur, sem Ragnheiður hét, og gerðist hún selráðskona á dalnum þegar hún hafði þroska til og mun hafa verið þar nokkur sumur. Seinasta sumarið sem hún var þar, var það einn góðan veðurdag skömmu áður en far- Álfkonuklúturinn afhentur þjóðminjaverði ið skyldi heim úr selínu, að Ragnheiður lagði sig til svefns, þegar hún hafði lokið bústörf- um. Þá dreymdi hana að henni þótti ókunn kona koma til sín. Kona þessi var ung og fögur, en mjög döpur i bragði og hálf- grátandi. Ragnheiður spurði hvað að henni amaði, en hún kvaðst vera harmþrungin út af því, að nú ætti þær að skilja og Ragnheiður að hverfa alfarin heim úr selinu. Kvaðst hún hafa haft mikla skemmtan af veru hennar þar og sakna henn- ar mjög. Ragnheiður hafði þá orð á því, að sér þætti þetta undarlegt, því að hún minntist þess ekki að hafa séð hana fyrr. Ókunna konan sagði að það væri ekkert að marka, en sem þakklætisvott fyrir góða kynn- ingu, skyldi hún þiggja af sér minningargjöf, sem hún hefði lagt á bekkinn milli mjólkur- troganna. Hvarf hún svo, en Ragnheiður vaknaði. Fór.hún þá að forvitnast um hvort nokk- uð væri að marka þennan draum og gekk fram í mjólkur- skálann. Þar lá þá böggull á bekknum milli mjólkurtrog- anna. Ragnheiður tók hann og rakti sundur og komu þá innan úr tveir kjörgripir. Var annar hvítt traf, sem konur höfðu til að binda um höfuðfald, en hinn var silkiklútur, eða svokallað handlín, sem þá var siður að konur bæri saman brotið á úlf- liðum sér, þegar þær gengu til altaris. Þetta er sögn Ragnheiðar sjálfrar, en „hún var skrumlaus kona og vel viti borin“, segir Gísli Konráðsson um hana. Það er í munnmælum, að sama dag og ókunna konan kom til Ragnheiðar í selið, hafi kom- iö þangað annar gestur. Var það Sigurður Gíslason frá Borð- eyri, heitmaður hennar, kom- inn til að sækja hana, og var þar með að fullu lokið vist hennar í selinu. Þetta mun hafa verið haustið 1781. Skömmu síðar giftust þau Ragnheiður og Sigurður og hófu búskap á Kollabúðum. Þar eignuðust þau son í janúar 1783 og varð hann seinna nafnkunnur maður. Þetta var Gfsli ríki á Bæ á Sela- strönd, og er mikil ætt frá hon- um komin. Ragnheiður missti Sigurð mann sinn eftir stutta sambúð. Hún giftist aftur Pétri bónda á Hrishóli i Reykhólasveit, og er af þeim komin ætt sem kennd erviðþannbæ. Þegar Ragnheiður fluttist frá Kollabúðum, urðu gjafir hinnar ókunnu konu þar eftir. Ekki er nú vitað hvernig á þvi stóð, að hún skyldi ekki hafa þessa kjör- gripi með sér, en munnmæli herma, að foreldrar hennar hafi ekki viljað telja gripina hennar eign, heldur ættu þeir að fylgja jörðinni Kollabúðum. Má vera að sú sögn sé rétt, þvi að á þeim árum var talið að kunningskap álfa og manna fylgdi sjaldnast gæfa og eng- inn efaðist um, að draumkona Ragnheiðar hefði verið álfa- mær. Og til þess að forða Ragn- heiði frá ógæfu, skyldi litið svo á, að hún ætti ekki gripina, heldur jörðin, sem selstaðan fylgdi. Um 1820 — 22 fluttust að Kollabúðum Sumarliði Brands- son, Árnasonar á Hofsstöðum, og kona hans Ingibjörg. Þá fylgdu álfagripirnir jörðinni og voru afhentir þeim til varð- veizlu. Þau bjuggu lengi rausn- arbúi á Kollabúðum, eignuðust nokkur börn, og hét hið yngsta þeirra Sigþrúður, fædd árið 1833. Næsti bær við Kollabúðir eru Skógar og um 1830 hófu þar búskap Jochum Magnússon og Þóra Einarsdóttir, foreldrar Matthiasar skálds. Voru þau jafnan fátæk, enda hlóðst á þau ómegð. Þegar Ari sonur þeirra fæddist 1839, tóku þau Ingi- björg og Sumarliði á Kollabúð-' urn hann í fóstur og ólst hann upp hjá þeim fram til ársins 1861. Þá vildi Ari fara að eiga með sig sjálfur og réðst til séra Ólafs E. Johnson á Stað á Reykjanesi, gegn því, að prest- ur kenndi sér svo mikið að hann gæti orðið barnakennari. Þegar Ari fór frá fósturfor- eldrum sinum, gaf Ingibjörg honum til minja trafið góða frá huldukonunni, og veit nú víst enginn hvað um það hefir orð- ið. Ari kvæntist 1862 Katrinu Jónsdóttur á Höllustöðum og mun hafa gefið henni trafið. Þau bjuggu fyrst á ýmsum stöð- um á Reykjanesi. Seinna flutt- ust þau norður í Þingeyjarsýslu til séra Jóns sonar síns i Húsa- vík. Katrín andaðist 1904, en Ari 1921. Víkur þá sögunni að handlín- inu og ferli þess. Þegar Sumarliði Brandsson brá búi á Kollabúðum, tók við jörðinni Einar sonur hans. Hann varð ekki gamall, Sesselja dóttir hans giftist Kristjáni Sigurðssyni og bjuggu þau síðan lengi á Kolla- búðum. Sigþrúður dóttir Sumarliða erfði handlinið góða eftir for- eldra sína. Hún giftist Jóni Björnssyni frá Berufirði, en þau skildu og fiuttist Sigþrúður þá aftur að Kollabúðum og var fyrst hjá Einari bróður sínum og siðan hjá þeim Kristjáni Sig- urðssyni og Sesselju bróður- dóttur sinni og hjá þeim andað- ist hún 1907. Hún átti aðeins eitt barn á lífi, son sem Arin- björn hét, og komst nú handlín- ið í eigu hans, en hann gaf það Guðrúnu dóttur Kristjáns á Kollabúðum. Siðan gaf Guðrún handlíniö frænku sinni Sigþrúði Arin- bjarnardóttur. Var Sigþrúður um tvítugt er hún eignaðist það og hefir síðan geymt sem sjá- aldur auga sins um 60 ára skeið. Enn má sjá á handlíninu að vel hefur verið með það farið, því að engar skemmdir sjást á því, nema hvað litir þeir munu nú fölvari en áður. Hefir það þó oft skipt um eigendur. Fyrsti eigandinn var Ragnheiður Jónsdóttir, sem þáði það að gjöf frá huldukonunni. Siðan hafa átt það: Ingibjörg á Kollabúð- urn, Sigþrúður Sumarliðadóttir, Arinbjörn Jónsson, Guðrún Kristjánsdóttir og Sigþrúður Arinbjarnardóttir. Klúturinn var svo afhentur Þjóðminjasafni að gjöf hinn 2. júni 1976.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.