Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Qupperneq 6
inn. „Mundu nú að biðja Guð að styðja þig,“ sagði fóstra mín um leið og ég fór út úr dyrunum. En ég var varla kominn út fyrir dyrnar þegar ég datt. Þetta þótti mér ekki benda til að ráðlegt væri að biðja um guðs- hjálp. og hét því með sjálfum mér að gera það ekki oftar. En það loforð hef ég nú ekki haldið; aukin lífsreynsla og uppeldisáhrif urðu fljótt til að breyta þeirri ákvörðun. Minnisstætt ár: Arið 1914 varð að ýmsu leyti minnisstætt ár. I ágústmánuði það ár kom Litli Ásgeir til Hafnar að sækja fisk. Þá bárust þær frétt- ir að brotist hefði út stríð. Það voru mikil tíðindi, sem áttu eftir að hafa áhrif á líf fólks á þessum stað eins og viðast hvar annars- staðar, þó ekki yrðu þau til ills. Hvernig komu þau áhrif í Ijós? A stríðsárunum hækkaði vöru- verð mikið, einnig afurðir bænda til sjós OR lands; afli jókst með því að erlendum fiskiskipum fækkaði eða hurfu að mestu á miðunum. Þetta voru uppgangs- og fram- faratímar. Kom þetta fram í breyttum lifnaðarháttum fólks? Nei, fólk breytti i rauninni ekki háttum sínum. Þáð var ekki venj.a á þessum slóðum að lifa hærra þótt vel gengi og ekki heldur verr þótt illa gengi. Sama lífsregla var viðhöfð á hverju sem gekk. Til dæmis um það, vissi ég um bónda einn á Jökulfjörðum, sem alltaf hætti að heyja á sama degi, hvort sem hann hafði heyjað mikið eða lítið. Ilann setti heldur ekki á fleira fé, þótt heyjaðist umfram venju; hann vissi hvað jörðin bar og hvað mátti bjóða henni. Og þótti vel fiskaðist var ekki borðað meira af fiski en annars. Þetta var sú lífsskoðun sem fólk lifði eftir. Áður en ég skiist við árið 1914, má ef til vill geta atviks, sem geymst hefur í minni minu. Með Litla Ásgeir í þessari sömu ferð kom ferðamaður, sem vakti nokkra athygli. Þetta var al- skeggjaður útlendingur og reynd- ist vera þýskur vísindamaður. Áhugi hans beindist að gömlum tóftum sem eru undir brekkunni við sjóinn, framundan bænum á Horni. Þar nokkru utar er kenni- leití, sem kallað er Austanmanna- klettur. Talið er að nafnið sé til komið af því, að þeir sem áttu heima í Víkursveitinni héldu þarna til þegar þeir komu til há- karlaveiða að Horni, en þeir voru kallaðir Austanmenn. Fræðimenn hafa hinsvegar haldið því fram að búðartóftír þessar séu eldri og jafnvel allt frá miðöldum. Uppfræðsla og ferming En svo við snúum okkur aftur að sjálfum þér: Hafðir þú mögu- leika á skólagöngu? Uppfræðslan fór að mestu leyti fram á heimilinu. Fjölskyldan sá um að kenna mér að lesa, skrifa og reikna. Stígur frændi minn kenndi mér reikning; skriftina reyndi ég að æfa við borðið milli glugganna í baðstofunni. Einna verst þótti mér, að á sumrin var haldið áfram að hlýða mér yfir námsgreinarnar en þá vildi verða lítið úr bóklestri. Þetta hvíldi á huganum eins og plága, og hefur varla verið mjög skynsamleg ráð- stöfun en vafalaust vel meínt. Mér fannst það nálgast hrekki að beita þessu yfir sumartímann en það var líka það eina sem ég hafði yfir að kvarta í uppvextinum. Það var nokkur raunabót að þegar ber voru sprottin brá ég mér til berja og var þá ekki alltaf mættur á réttum tíma til yfirheyrslu. Eitt af því þaulsætnasta i minni mínu er frá því að ég var sendur til Hesteyrar í próf. Þá var ég tiu ára. Lagt var af stað með mig snemma um morguninn og gengið Hafnarskarð, síðan var fenginn bátur á Steinólfsstöðum í Veiði- leysufirði til að komast út að Hesteyri. Þar fór prófið fram í einu besta skólahúsi sem þá mun hafa verið til í kaupstöðum lands- ins. Norðmenn komu með þetta hús handa Hesteyringum og stendur það enn. En er ekki lengur til neinna nota? Nei, þar er nú ekkert fólk og hvorki þörf fyrir skólahús né önnur hús. En þennan dag 1916 voru mörg börn mætt þar til prófs. Eg var einn af þeim yngstu. Þó ég væri heldur hugdeigur þegar ég lagði af stað um morgun- inn, rættist úr því þegar yfir- heyrslan var um garð gengin. Ég var nokkuð góður í reikningi en gekk verr með skriftina. Verkefni mitt á skriftarpröfinu var að skrifa nöfn allra, sem inni voru í stofunni. Prófdómarinn hét Jón. En mitt vandamál var að greina sundur stafina J og F og skrifaði ég prófdómarann Fón, sem ekki gat talist nógu gott. Eftir þessa þrekraun gerist ekkert á minni menntabraut fyrr en árið 1919. Þá var mér komið sex vikna tíma til frænda mins, Sigurðar Sigurðssonar í Hælavík. Hann var forframaður, hafði verið assistent og undirkaup- maður á Hesteyri, en Asgeirs- verslun hafði reist þar myndar- legt verslunar- og íbúðarhús um 1890. Þar var verslað fram yfir 1920. Þetta hús er enn til en var síðar flutt út í Þverdal og er nú notað til sumardvalar. Bræður tveir halda þar uppi mikilli risnu hvenær sem gesti ber að garði. Frá skólaveru minni í Hælavik er það að segja, að með henni lauk minu barnaskólanámi. Eftir það gerist ekkert hvað mig áhrærir fyrr en næsta vor, en þá var komið að þeirri merkisathöfn, fermingunni. ákveðið að láta allan skrúðann fylgjast að. Fötin urðu þessvegna eftir og átti að koma með þau þegar fólkið kæmi til kirkjunnar á fermingardaginn. Svo einkennilega vill til þegar við Stígur frændi minn, sem fylgdi mér, erum að leggja af stað frá Búðum undir Skálakambi um þrjúleytið þennan dag, að hann hefur orð á að nú séu þrjár sölir á lofti, en það þótti mikil illveður- spá. Ég fer nú að gæta að þessu fyrirbæri, þar sem við göngum eftir sléttum grundum beint í vestur og sól er sigin nokkuð í þá átt Slykjuský huldu himin og hvort sem það var þess vegna eða ekki sýndust mér þrjár sólir þegar ég leit til lofts. Spáin rættist fljótt; blindbylur var skollinn á daginn eftir og slotaði ekki alla vikuna. Þrátt fyrir válynt veðurfar á ég hlýjar minningar frá þessum vor- dögum. Veðrið hafði engin áhrif á okkar líðan. Presturinn, séra R. Magnús Jónsson, var lærður vel og kunni frá mörgu að segja. Hann hafði dvalið erlendis áður en hann varð þjónandi prestur. Hann var mikill málamaður og hafði vald á mörgum tungumál- um; fékkst einnig nokkuð við þýð- ingar. Varð honum sjaldan orð- vant og þurfti engum að leiðast í návist hans. Þegar fermingardagurinn rann upp var enn stórhríð og fyrirsján- legt að enginn mundi koma heiman frá mér, þar sem veður var talið með öllu ófært. Málin standa nú þannig, að ég hef engin föt til að fermast í önnur en þau, sem ég hafði verið í alla vikuna eða frá því ég fór að heiman. 1 þeim varð ég að vera. En ein- hverju varð að tjasla um hálsinn á mér. Presturinn átti hálstau af- lögu, sem var látið duga en heldur var það stórt á mig. Erfiðara viðureignar var að fá skó; helst var að leita til kvenfólksins. Prestfrúin reyndist eiga þokka- lega skó, sem hún lánaði mér og var það allt fengið sem til þurfti. Þannig búinn gekk ég fyrir altarið ásamt 18 öðrum ferm- komendur Finnbjarnar Gests- sonar, þess er kveðið var um í eftirmælum: „Nú er minn róm- fagri svanur sofinn.“ Þá var ekki venja að syngja nema einraddað, en prestur söng millirödd, sterkt og hljómfagurt og þótti það setja svip á messugjörð. Enginn af þfnu heimafólki hefur verið viðstaddur ferming- una? Nei, enginn. En svo undarlega vildi til að strax á annan í hvíta- sunnu slotaði veðrinu eins og hendi væri veifað og birti upp með skfnandi sólskini. Þann sama dag kom svo fóstri minn að sækja mig. Hann hafði tvisvar lagt af stað laugardaginn fyrir hvíta- sunnu með fötin til mín en orðið að snúa við i bæði skiptin; hann fann ekki leiðina yfir Kjarans- víkurskarðið vegna veðurofsans, þó kunnugur væri. Við héldum svo heim um nótt- ina komum við á Búðum en þar bjó tengdafólk fóstra míns. Þar fengum við lánaðan bát norður fyrir Hælavíkurbjarg. Veður var ákaflega fallegt, hvergi skýskaf á lofti og bærðist ekki hár á höfði. Þegar litið var til lands í Víkun- un, var landið alhvítt, allt var kafið f snjó; hann var aðeins ör- lítið dekkri þar sem við vissum að bæirnir voru. Og þó var komið sumar? Þetta var f endaðan maí og ekki nema tvær vikur til bjargsiga. En þetta mun hafa verið síðasti harði veturinn á þessari öld hingað til, hvað sem verður. í heimahögum — Fyrst í kaupstað til ísafjarðar. Þegar hér er komið ert þú fermdur maður. Hvað gerist þá á þinni lífsbraut? Það gerist ekki neitt. Ég held áfram að vinna þessi venjulegu sveitastörf, smala, fara með, vera á engjum. Það þótti mér skemmtileg vinna fyrst fram- an af, en varð ekki eins vin- sæl er á leið minn aldur. Oft var farið að láta út kýrnar, meðan engjar voru illa helst þegar ég fór f fyrsta skipti í kaupstaðinn til ísafjarðar. Það var árið eftir að ég fermdist. Ásgeirsverslun var þá stórveldi á Vestfjörðum en aðalstöðvar fyrirtækisins voru á isafirði. Þegar ég kom þar fyrst var verið að ljúka við byggingu á „Gler- höll“. Það var veglegt verslunar- hús á þeim tíma en er nú aðsetur pósthússins á isafirði. Hvers vegna Glerhöll? Framhlíðin var úr gleri. Ekkert loft var í húsinu en efri hæðin svalir meðfram öllum hliðum; þar uppi var Dömubúðin. Það mátti segja að sérstakur blær og glæsi- leiki einkenndi alla starfsemi í þessu húsi. En gamla búðin var þá enn við lýði; þetta hefur líklega verið síðasta árið sem hún starf- aði. Ég man þar héngu ílát og ýmsir hlutir í loftinu. Þarna varð þess greinilega vart að nýi tíminn var að taka við af gamalli tið í verslunarháttum. Þó var gamla búðin svo framarlega á sinni tíð að þaðan og niður í Neðsta- Kaupstað mun hafa verið lagður einn fyrsti sími, sem tekinn var í notkun á íslandi, en í Neðsta- Kaupstað hafði verslunin einnig bækistöð, vörugeymslur o.fl. Starfsemi Ásgeirsverslunar hefur verið mikil lyftistöng og menningarauki fyrir Vestfirði? Já, enda var stofnandi hennar, Ásgeir Ásgeirsson skipherra, eng- inn meðalmaður og ekki ástæðu- laust að nokkur ljómi lék um hann, ekki síst á Vestfjörðum. Framtaksemin virðist hafa verið honum i blóð borin. Auk þess að hafa framkvæmd um stofnun og rekstur Ásgeirsverslunar og þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem fram fór á hennar vegum, má segja að hann hafi átt þátt í að skapa íslandssöguna. Hann var einn þeirra, sem sóttu Kolla- búðarfundina á árunum 1849 til 1869; meðal annars hafði hann í hyggju að stofna kaupfélag með bændum við Djúp. En af því várð ekki, liklega vegna þess að þeir voru allir vel bjargálna og rak ekki nauður til félagsstofnunar. Hann átti einnig þátt í stofnun Sjómannaskólans, og var frum- kvöðull að auknum skipakosti landsmanna; bæði Stóri Ásgeir og Litli Ásgeir, sem ég hef áður minnst á, voru glæsilegir far- kostir á þeirri tið og mundu enn standa fyrir sínu. Ennfremur hafði hann á sínum vegum stærsta útgerðarfélag á landinu á þeim tíma, yfir tuttugu skip, en hann var einn af brautryðjendum í þilskipaútgerð. Sjálfur var hann formaður á skútu og er þess getið i Norðanfara, að Ásgeir skipherra hafi á háakarlavertíð haft 1100 rikisdali í hlut; það mun hafa verið um miðja síðustu öld. Síðan sigldi hann sjálfur með lýsið. Lýsið hefur þá verið aðalverð- mætið? Já, það var m.a. notað á lampana á götunum til að lýsa upp kóngsins Kaupmannahöfn. 1 einni slíkri ferð strandaði hann skipi sínu á söndunum við Ölfusá en kona hans og börn voru með skipinu. Lýsið varð þeim til bjargar; hann lét slá botninn úr nokkrum lýsisfötum og við það lægði sjóinn og allir komust í land. Síðan hélt hann svo áfram til Hafnar; gæfan virt- ist alltaf vera honum hliðholl. En um þetta eru víða til heimildir. Þegar ég man eftir var sonur hans, Ásgeir, sem kallaður var grósseri, tekinn við rekstri Ás- geirsverslunar, sem síðar gekk inn í hinar Sameinuðu ísl. versl- anir. Niðurlag í næsta blaði. Frá Horni — Bærinn undir hlfðinni fyrir miðri mynd. Hvitasunnan var þá i fjórðu viku sumar. Að afliðinni helginni fyrir hvítasunnu var farið með mig til prestsins á Stað í Aðalvík, en þar átti að búa börnin undir fermingu. Um morguninn þegar við lögðum af stað, lagðist það einhvernveginn í mig að betra væri að hafa fermingarfötin með i þetta ferðalag, en þau höfðu verið keypt um sumarmál. En enn var eftir að sauma skyrtuna og því ingarbörnum sem mátti telja stór- an hóp í sveitakirkju. Fermingarathöfnin fór virðu- lega fram. Það var reisn yfir séra Magnúsi þegar hann söng messu fyrir altari og tónaði kollektu dagsins en hann þótti tóna presta best. Söngflokkurinn 'sat í kór, á bekk til hægri undir hliðar- glugga. Hann var ekki fjölmenn- ur en söngurinn með ágætum enda voru þar samankomnir af- grónar á vorin og sóttu þær þá mjög i túnið, sem á þeim árum var ógirt. Töðufall var mikið undir því komið að vel væri séð um að reka úr túninu, en það gat orðið æði erilsamt og þreytandi. Hvað ertu svo lengi í þfnum heimahögum? Ég er óslitið heima þar til ég er á átjánda ári. Á þessu tímabili gerist lítið til frásagnar. Það er þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.