Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 13
i Manhattan úr lofti þær koma erlendis frá eða ekki, er góð, ef skynsemin bendir okkur á nýjar leiðir, sem henta hverjum stað út af fyrir sig. Hér á landi er skipulag enn ekki það stjórntæki, sem það gæti verið. Til dæmis vantar algerlega reglugerð um svæðaskipulag, sem undanfara aðalskipulags, en einn- ig að aöalskipulag verði að leggja fyrir áður en deiliskipulag er gert. Nauðsyn á svæðaskipulagi er hvað augljósust hér á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem sex sveitarfélög byggja upp borgar- hverfi á eigin ábyrgð án tillits til nágrennisins. Það nægir að benda á að tveir miðbæir, sem hvor um sig kosta tugi milljarða eru byggðir f um 1 km fjarlægð hvor frá öðrum, sinn hvorum megin við Fossvogsdalinn. Hver á að borga þessi ósköp? Margir munu segja að það sé of dýrt að gera aðalskipulag fyrir hvern einasta þéttbýliskjarna á landinu og mikið er til ( þvf, miðað við þær upphæðir sem fást árlega til skipulagsmála. Á hinn bóginn er augljóst að séu ekki lagðar lfnur fyrir heildarþróun hvers þéttbýliskjarna, eru deili- skipulagsbútar ekkert annað en hömlur á sfðari þróun. Framsýn- in f skipulagningunni verður eng- in og kostnaðurinn gffurlegur. fig minni á tilfærslu Hringbrautar- innar f þessu sambandi. Hér eins og annars staðar verðum við að snfða okkur stakk eftir vexti^en ekki fara blint eftir erlendum reglum. Þar sem þróunarmöguleikar, hvers einasta þéttbýliskjarna, verða að vera þekkt staðreynd, ef uppbygg- ing hans á ekki að fara f handa- skolum, væri e.t.v. nægilegt að gera þróunarskipulag af honum, sem væri ekki eins fullkomið og aðalskipulag, en I þvf fælust þó allar þær hugmyndir um þróun staðarins sem finna má. Reglugerðir um skipulag eru hér harla ófullkomnar. Menn eru hræddir við að skipulagningin verði of flókin. Mfn skoðun er sú að þetta sé alger misskilningur. Ef það er flókið að flétta upp f bók, til að fá einmitt þær upplýs- ingar sem þörf er á, ja þá er það rétt. Ætli það sé ekki fremur nærri sanni, að miðaldafyrir- komulagið, að yfirvöld geti haft frjálsar hendur um vafaatriði og sýnt þar með sitt vald, ráði hér ferðinni? Þvf meiri upplýsingar, sem liggja fyrir um skipulagn- ingu f formi reglugerða o.s.frv., þvf meiri verða möguleikar skipuleggjandans og þeim mun ódýrari verður skipulagningin. En nú nokkur dæmi um þetta: Hérlendis er aðeins notaður einn nýtingarstuðull lóðar, þ.e. tala sem merkir hve marga fermetra má byggja á ákveðinni lóð. Vegna þessa hefur oft verið gripið til þess örþrifaráðs hér, að allar út- Ifnur bygginga eru fastákveðnar f deiliskipulagi, en með þvf vilja menn tryggja heildaryfirbragð hverfa. Þetta er vitaskuld algcr klafi á alla þróun húsagerðar. Er- lendis er annar nýtingarstuðull einnig notaður, sem segir hve marga fermetra af lóðinni má þekja með byggingum. Með þessum tveim stuðlum má betur stjórna yfirbragði hvcrfa cn með forskriftum um tveggja metra múrveggi á hliðum einbýlishúsa. Við gerð bflastæða á lóðir hér á landi er ekki komið til móts við lóðarhafa, við að koma þeir fyrir neðanjarðar, með þvf að leyfa honum að stækka reikningslega lóð sfna að sama skapi og fá út meiri nýtingu hennar. Slfkt bætir að mun heildaryfirbragð hverfa og er til mikilla bóta í veðrasömu landi eins og hér er. Auk þess má með þvf koma f veg fyrir þann leiða sið, að lóðir umhverfis ný- byggingar f gömlum hverfum séu tekin undir bflastæði, um- hverfinu til stórs skaða. Hæð mæna og húsþaka almennt virðist vera mönnum mikill biblfulestur hérlendis. Stundum er hann svo Iftill f reglugerð, að þökin leka vegna ónógs halla á þeim. Annað atriði er lágmarksbreidd gatna. Svo virðist að hér mcgi aðeins leggja 12 metra breiðar götur og þaðan af breiðari. Þetta mun eiga að vera framsýni vegna fjölgunar bfla. Reynslan sýnir hins vegar að á breiðar götur safnast margir bflar, ef hún er f miðborg, þ.e. hún fyllist hversu breið sem hún er. Á breiða götu koma hins vegar fáir bflar ef hún er f úthverfi. Götubrciddin á að stjórna þvf, hve marga bfla óskað er að hafa á hverjum stað, en ekki margir bfla hugsanlega komast fyrir á götunni eftir 200 ár. 12 metra breið gata sem regla, cr alger útópfa og kostnaðurinn hreint út f bláinn. Ekki skal ég glcyma að minnast á það, að hlutfallslega litlu af almenningsfé er varið hér til skipulagsmála og vissulcga er það ein af ástæðunum fyrir vanda- málum skipulagningar okkar. En það er t.d. ekki fjárhagsvanda- mál, að f skipulagsstjórn rfkisins situr enginn félagsfræðingur. Hvert er svo inntak þeirrar vinnu, sem unnin er við gerð skipulags. Lauslega má skipta henni f fjögur þrep: Gagnasöfun- un, forsögn, ákvörðun markmiðs og sfðan gerð uppdrátta. Fyrst, annað og fjórða þrepið má vinna með hreinum rökfræði- legum vinnuaðferðum (eða það ætti að vera unnt). Þriðja þrepið, ákvörðun markmiða er jafnt stjórnmálalegur sem skapandi þáttur skipulagsins. Margir aðilar, t.d, skipulags- fræðingar, verkfræðingar, hag- fræðingar, félagsfræðingar o.s.frv., vinna fyrstu tvö þrepin arkitektinn og pólitfkusinn eiga að hafa samvinnu við þriðja þrepið og teiknarar sjá svo um það sfðasta. Vitaskuld eru skilin ekki alltaf svona skýr milli þrepanna en þó byggj- ast þau hvert á öðru og ekki er unnt að taka eitt á und- an öðru ef vel á að fara. Eins er Ijóst, að enn vantar á að við mikilvægasta þriðja, þrepið náist skilningur milli þess, sem setur hugmyndirnar á pappfr og þess, sem ákveður formlega um gerð þess. Ekki er mér grunlaust um, að hérlendis komi pólitikus- inn fyrst innf myndina eftir fjórða þrepið og þá getur vinna hans vitaskuld ekki orðið önnur en afgreiðslustofnunar. Að mfnu viti er heildaryfirsýn eins aðila yfir verkið nauðsynleg og hún að að sjálfsögðu að vera þess, sem á stærsta þátt f hugmyndum skipu- lagsins. Hugmyndir skipulagsins eru allt það, sem hefði getað verið svona en hefði Ifka getað verið hinsegin. Allt það sem fólki finnst Ijótt f fullgerðu hverfi og allt sem fallegt er. Allt sem gengur snuðrulaust f hverfinu og það sem ekki gengur. Og sfðast en ekki sfst allt það sem eykur fjöl- breytni mannlegs lffs og fæðir þannig af sér ferska einstaklinga með nýjar hugmyndir. Veikasti hlekkurinn í gerð skipulags f dag er val þeirra aðila, sem koma skulu fram með hug- myndirnar, sem allt skipulagið stendur og fellur með. Að sjálf- sögðu rfkja þar ýmis miður lýð- ræðisleg sjónarmið við hliðina á heiðarlegri samkeppni. An þess að vilja vega að neinum sérstök- um aðila, fer það ekki framhjá neinum, að f seinni tfð hefur sá aðili, sem mesta skipulagsvinnu lætur vinna, Reykjavfkurborg, horfið frá þvf að hafa samkeppnir og fá þar með fram úrval hug- mynda um óbyggð borgarhverfi. Það mun og flestum Ijóst, að gagnrýnin á þau borgarhverfi, sem hér hafa risið á sfðustu árum hefur einkum beinst að þvf hve hugmyndasnauð þau eru. Fyrirkomulag og tfmatafir sam- keppna hafa án efa dregið hér úr borgaryfirvöldum og því verður svar þeirra, sem gagnrýna nýju hverfin, að vera það að endur- skoða sfn samkeppnismál, þannig að tryggt verði úrval hugmynda framtfðarborgarhverfa. Þessa dagana munu vera cða verða f gangi þrjár samkeppnir um borgarhverfi og vonandi er það tákn tfmanna um meira lýðræði og aukinn ávöxt f skipulagningu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.