Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 14
Fyrir daga hestvafina or bíla var farið nokkru norðar yfir Hellisheiði en nú er. Farið var frá Kolviðarhóli, sem var ániní>- arstaður ferðamanna eftir að kom fram á 19. öld, upp Hellis- skarð op síðan nokkurn veftinn beint austur heiðina. Glöftst má sjá vörðurnar á þessari leið os borphlaðið sæluhús, Hellukof- inn, stendur enn vestanvert við miðja heiði. Þar pátu menn leit- að skjóls í hrakviðrum, sem ekki var vanþörf á því að marg- ir hafa orðið úti á Hellisheiði þótt ekki sé lanpur vegur milli byggða. En það sem sérkennilegast er á þessari leið er gamli vegur- inn, troðin hestaslóð í hrauninu þvert yfir heiðina. Þessi slóð hlykkjast milli varðanna, ýmist fyrir sunnan þær eða norðan og er harla einkennilegt að sjá, hvernig hestahófarnir hafa sporað djúpan veg í hraun- klappirnar. Þar er greinilegt, að hestarnir hafa alla tíð fetað sömu slóðina, gengið hver á eft- ir öðrum í lest og eftirtektar- verðast er, hve rákin er djúp, sem hófarnir hafa markað i hraunið. Það er enn einkenni- legra þegar það er haft i huga, að á fyrstu öldum islandsbyggð- ar munu hestar hafa verið ójárnaðir. Skeifna er ekki getið fyrr en kemur fram á miðaldir og það hefur því tekið alilangan tíma að sporast niður í hrauni, en sums staðar nemur dýpt sporsins 5—10 sentimetrum. Þetta eru minjar um lestirn- ar, sem fóru hér um haust og vor, í kauptíðinni. Bændur fóru með innlegg sitt, ullarvöru og aðra búsframleiðslu, til inn- leggs í verzlanir og tóku i stað- inn út kornmat og annað það, sem heimilin þörfnuðust og ekki varð framleitt heima. Allt var þetta flutt á klökkum, því að kerrur og vagnar þekktust ekki fyrr en seint, enda vegir engir fyrr en tók að nálgast síðustu aldamót. Vilji menn skoða þennan forna stíg yfir Hellisheiði er hægast að stanza þar sem há- spennulínan fer yfir þjóðveg- inn. Þar sjást vörðurnar mjög vel, allar í röð, og sæluhúsið ber við himin í vestri. Skammt sunnan við vörðurnar, beggja vegna vegarins, er hestaslóðin mjög greinileg og ættu menn ekki að þurfa lengi að leita. Þessar minjar eru nú friðlýstar allar, enda ætti þeim ekki að vera nein veruleg hætta búin. Víðar sjást slíkar hestagötur sporaðar í klappir, en líklegast óvíða svo greinilega sem hér á Hellisheiði. Hér var líka ein aðalþjóðleiðin fyrrum og bænd- ur úr stórum héruðum sóttu verzlun til Reykjavíkur, þótt Eyrarbakkaverzlunin hefði líka gríðarlega mikla þýðingu fyrir austursveitirnar. Vísa eftir Pöl Ölafs- son, sköld A tímabili nteðan Páll Olafs- son hjó á Ilallfreðarstöðuni, verzluðu Héraðsmenn á Vopnafirði og þar á meðal Páll. Ekki mun reikningur hans alltaf ltafa verið á sléttu, því hann var meira skáld en hú- maður. Samt ntun Páli hafa liðist að skulda meira en bænduin almennt, því hann var stærri í sniðum bæði hvað snerti ætt og embættisstörf. I kaup- staðarferðum gisti hann hjá kaupmanninunt og sjálfsagt veriö veitt með ágætum. Það var í einni kaupstaöarferð að Páll bað kaupmann að lána sér eitthvað til að líta í áður en hann sofnaði. Kom þá kaup- ntaður með einhvern kladda þar sem meðal annars var reikningur Páls. Sagt er að Páll yrði fár við er hann las reikning sinn. Til er vísa eftir Pál um kaup- mann þennan sem ekki bendir til djúprar vináttu, þó ekki skammarvísa, heldur ort í gamans hálfkæringi. 1 einni slfkri kaupstaðarferð hitti hann tvo hændur úr Vopna- firði. Annar þessara nianna hét Friðrik og bjó á Eyvindar- stöðum, en hinn Jón og var bóndi í Böðvarsdal. Sjálfsagt hefur Páll þekkt báða þessa ntenn. Ekki mun eftirfarandi vfsa kveðin í reiði, því Páll gat ekki ort reiður svo skáld- skapur gæti heitið; þó mun hún ekki með öllu meinlaus. Ilann var oft fijótur til cf eitthvað bar á milli og vandaði þá lítt kveðjurnar. Ekki veit ég til að vfsa þessi hana hér. Bóndinn Jón í Böðvarsdal, besta mann ég halda skal og allt hans fólk. En náungi hans Friðrik fer fyrr en varir, trúðu mér, til anskotans... II.P. Frö moröi Ásbjarnar í Ragnarsdal Önundur hét maður ein- hleypur, ættaður úr Stranda- sýslu. Ilann var allmikill fyrir sér og illa lyntur. Önundur hljóp um fjörður og kont niður á Geirseyri. Þar bjó þá maður Þorbjörn að nafni og kallaður gamli. Vel var hann fjáreiandi, en sagður ódæll og illur viðskiptis. Ön- undur fór í vist hjá Þorbirni. Asbjörn hét maöur og bjó f Ragnarsdal, fátækur og hafði ómegö ntikla. Ilann var frændi Einars á Vatnseyri, ntanns Krfstínar. Það var eitt haust að Þorgeir á Geirseyri vantaði dilka af Ragnardalshlíð, sem hann kvað vera stolna frá sér og mundi Asbjörn þetta gert hafa. Kvað hann illt að hafa slfka öreigi f nágrenni. Aðrir töldu þetta lygar einar, að ána vantaði. Það var siður Einars á Vatnseyri að gefa frænda sfnum matarbyrði fyrir hverja hátíð og bar Asbjörn þetta undir fötlum sem kallað var. Asbjörn var ntaður gildur fyrir sér. Nú var það um vetur- inn að Asbjörn gekk til Vatns- eyrar og gaf Einar honum byrði sem vant var og sneri Asbjörn við það heimleiðis á Þorláksmessu fyrir jól. Hann Framhald á bls. 16 sé til á prenti og því set ég SIG. E. HALLING Gardur Ég þekki þann garð þar sem hvítar rósir blómstra og hvitir krossar vaxa villt, döggvaðir af tárum tunglsins er berast með straum ánna til strandar; Ég þekki þann garð. Ég þekki þá stund þegar syfjuð sólin hnígur til viðar, leggur höfuð sitt á gullsvæfil i snjókrýndum beð; Ég þekki þá stund. Og ég þekki þá ást sem syngur núna fyrir mig. Gegnum gárurnar. Eins og töfradís — sem leikur á stjörnurnar þegar þær falla og fljóta til strandar. Ég þekki þá ást. Þýðandi,- ÁRNI BLANDON EINARSSON Gamli vegurinn yfir Hellisheiði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.