Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 7
Eftir Jens Kruuse henni margt verða fyrirgefið, seg- ir Drottinn. En hún trúði, í blindjii og brjálæði, á hið versta og ómannúðlegasta, sem Ijirzt hef- ur á þessari jörð. Er trú hennar fyrirgefanleg? Svar mitt er já, því að það er ekkert til í þessum heimi, sem ekki er hægt að fyrir- gefa þeim, sem Sören Kirkegaard kallaði ,,hjartahreina“. Ég fór i gönguferð um skóginn nálægt bústað minum. Nú fer að styttast, þangað til við getum far- ið að leita að fyrstu anemónunum bak við grjótgarðinn. Vorið er í nánd. Og þarna sá ég bæklaðan mann kom lika. Stafirnir hans tveir héldu uppi lemstruðum líkama hans, eins og hann væri klukka i spænskum turni. — Jens, sagði hann. Rödd hans var rám. En ég þekkti hana aftur, rödd félaga mins frá nóttum í ótta við þýzkar handsprengjur en mest við handtöku og fangelsi. Ég flýði. Hann var handtekinn. Nú er hann leifar af manni ... — Jens, það sem við trúðum á á sinum tíma ... — Ég trúði ekki á neitt. Ég sagði það við þig æ ofan i æ og við hina félagana lika. Þetta voru mestu skítverk, sem við vorum að gera. Heimurinn vill ekki verða betri (rödd min varð hrjúf og köld milli naktra trjáa skógar- ins), við skulum ekki ímynda okk- ur það. Var það kannski ekki það, sem ég alltaf sagði? Hann kinkaði kolli án þess að segja neitt. Hrokafull reiði mín breyttist í blygðun. Það var hann, sem hafði orðið að gjalda fyrir þá trú, sem enginn hefði átt að bera í brjósti — nokkru sinni. Við hittumst aftur einn daginn einn góðan veðurdag. Það var ánægjulegt, hlýlegt og innilegt En ég hafði þó enn ekki náð mé eftir áfallið. Og nú veit ég, hva það er, sem heimurinn þjáist af: Það er trú. Ekki bara trú á Hitler, heldur einnig trú á Mao, Lenin, Stalin, Odu Smith, ísbjörn, Hómer, Shakespear, Ibsen, veðbréf ... allt er það trú á hluti, menn, hugmyndafræði. Að bíða vorsins, eftir fyrstu anemónunum, að sjá hina svörtu mold, veruleika, veruleika. Það er sannleikur. Þegar ég held þvi fram, að þannig sé því varið, þá býst ég við ærinni örvilnan meðal þeirra, sem sælir eru i trú sinni og verða á djarfmannlegri göngu, daginn sem veruleikinn dregur þá uppi. Séra X., það er hægt að biðja fyrir öllum, líka fyrir drottning- um, kóngum og Palme, gerðu það bara, já og líka fyrir mér, hjálp- aðu vantrú minni. Himnaförin — (Mynd eftir Gustave Doré) Guðspjall vantrúarinnar Það er 28. apríl 1945. Möðir er að skrifa elzta syni sfnum. Hún hefur ekki hugmynd um, hvort bréfið muni komast út úr hinum svarta kjallara, þar sem hún býr og brjálæði ríkir, rotið og fúið, og þaðan af síður, hvort það siðan eigi eftir að komast í hendur son- ar hennar. Hún á sex börn önnur. Eftir nokkrar stundir ætlar hún að drepa þau á eitri. Hún og maður hennar ætla síðan að ganga upp„ nokkrar steinsteyptar tröppui^g deyja. Hún heitir Magda Göbbels. Eftir stutta stund murí' Hitler deyja, og Rússarnir æða niður i byrgi foringjans. Martröð mun ljúka. Ódæma illska, yfirþyrm- andi vitfirring mun nema staðar. En í bréfinu standa setningar eins og þessar: „Okkar dýrðlega hugsjón er lið- in undir lok og með henni allt, sem ég hef vitað fagurt, aðdáun- arvert og gott alla mína ævi. Sá heimur, sem kemur eftir foringj- ann og þjóðernisjafnaðarstefn- una, verður ekki þess virði að lifa í honum. Við eigum nú aðeins eitt mark- mið: Tryggð við foringjann til dauðans. Það er náð örlaganna, sem við aldrei þorðum að eiga von á, að við skulum fá að deyja með honum . . .“ Nokkrir nýnasistar héldu af- mælisdag Hitlers hátíðlegan i Suður-Slésvík, á gamalli danskri grund, og þeir fengu eins konar kjötbollui*, sem skreyttar voru hakakrossinum i mayonnaise. Trúin lifir í loftlausu neðan- jarðarbyrginu, þar sem dauðinn einn á sér framtíð, — þar sem drunur rússneskra fallbyssna kveða við, þar sem ótti og skelf- ing, hin algera geðveiki ríkir, og trúin lifir i gómsætu mayonnaise. Undarlegt fyrirbæri er hún þessi trú. (Menn vilja ef til vill gera athugasemdir við bréf Magda Göbbels, þar sem allar að- stæður hafi verið svo einstæðar, þegar það var skrifað, og að taka beri tillit til hinnar óhemjulegu ástar, sem hún hafi borið til Göbb- els og Hitlers, en það verður ekki borið á móti því, að það er vitnis- burður um trú á illa hugsjón, trú á helvíti, hreina trú.) Hver treystir sér til að neita því, að það hafi verið einlægni og göfgi í hinni hræðilegu trú á mannvonzku, vitfirringu og eyði- leggingu, sem Magda Göbbels lét i ljós? Nú á dögum er það i tizku að kalla slíka trú vísindi, til dæmis díalektískan marxisma. Það er til fjöldi ungs fólks, sem er trúin á Marx, Lenin, Mao o.s.frv. alveg eins heilög, hrein og sterk og trú Magda Göbbels á siðustu stundum hennar, — en það vill helzt kalla þessa trú visindi. Víst er það satt og rétt, að hin marxistíska skilgreining, það er að segja sú, sem Karl Marx lagði fram i ,,Auðmagninu“, er framúr- skarandi gagnrýni á kapitalism- ann, auðvaldið. En alltof margir gleyma þvi, að Marx krafðist þess í heimspeki sinni, að kenning ætti að sanna gildi sitt í framkvæmd. Og það hefur hans eigin kenn- ing aldrei gert. Marxismi i fram- kvæmd hefur aðeins sýnt eymd og kúgun — og það þrátt fyrir það að Hitler — átti hann að verða staðgengill guðs? gagnrýni læriföðurins á kapital- ismann hafi verið nógu góð, skarpleg, spakleg og markviss. Við vorum þrír saman og rædd- um einmitt um þetta meðal ann- ars, og við vorum eiginlega alveg á sama máli, sem ef til vill byggð- ist á því frjálslyndi, hreinskilni þeirri og þeim vilja til að hlusta á röksemdir annarra, sem ekki er einkennandi fyrir unga kommún- ista til dæmis. En vera má, að hinn góði andi i samræðum okkar hafi byggzt á þeirri staðreynd, að við værum í raun og veru sammála. Því að það er, hversu fast sem maður kveður að orði, ekki til neitt auðveidara en að verða sammála þeim, sem maður var sammála fyrir. Svo var það daginn eftir. Ég las í blöðunum um prest, sem sagði sig úr dönsku þjóðkirkjunni, af því að það var verið að biðja fyrir konungsfjölskyldunni og ríkis- stjórninni. Á hvað trúir slíkur maður? Varla á Guð, sem allir geta leitað til i bæn til dæmis fyrir stórsynd- ugum afbrotamönnum, en kannski öllu heldur á sinn eiginn hégómaskap, marxisma sinn eða hugmyndafræðina sina? Trú er ólögulegur og vonlaus hlutur, þegar á að nota hana til einhvers, hún er voldugasta drif- fjöður, sem til er, menn öðlast ótrúlegan kraft af henni — og vanmátt að sama skapi. Það var þess vegna, sem ég byrj- aði á því að segja frá vesalings afvegaleiddu Magda Göbbels. Hún var trúuð, og þess vegna skal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.