Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Blaðsíða 11
VII. „Jeg var paa reise med Syssel- manden udi Borgarfiord Syssel, Gudmund Jónssen til en Gaard som kaldes Midfeld. Der boede en mand som heed Sigurd Magnus- sen. Hand tracterede meö brændvin Sysselmanden, mig og andre som var paa samme reise. Drack vi der af meer end som maadeligt var, og reed saa der fra, sex tilsammens, alle ganske druckne, undtagen een ved naun Benedix. Paa denne reisa var böddelen Sigurd Snorresen, over- maade drucken som vi andre.“ (Arna Magnussons Private Brev- veksiing, Kh. 1920 Kria, bls. 213. TJr bréfi Jóns Hreggviðssonar til Árna Magnússonar, dags. 31. júlí 1708.) „I siðasta hópnum reið sýslu- maður og þíngvitnin tvö: góð- bændurnir Sivert Magnússen og Bendix Jónsson og nokkrir Skaga- bændur, auk' Sigurðar Snorrason- ar böðuls, að ógleymdum Jóni Hreggviðssyni á Rein. Bendix Jónsson bjó í Galtar- hoiti, og meðþví Skagamenn áttu enn lángt ófarið bauð hann flokknum heim að þiggja veitíng- ar áður en leingra væri haldtð. Bendix hafði brennivínstunnu á stokknum i skemmu sinni . . . Bendix skeinkti ört á staup manna og upphófst nú í skemm- unni mikil og almenn teiti. .. Kóngsins böðull lagðist á gólfið og kyssti fæturJóns Hreggviðssonar grátandi... Signor Bendix var einn manna ódrukkinn í hópn- um. . .“. (íslandsklukkan, bls. 26 og 27.) VIII. „Vi agtede að ride til Katenæs. Men vare saa overmaade druckne, at ingen kunde finde hiem til sit den aften, uden allene forbemelte Benedix. Udi denne drucken- skabs vildelse vaklede vi langt ud paa natten, uvisse veie, om moratzer og moser. Sigurd Magnussen, som os hafde tractered, reed self í en torf-graf kom dog op paa breeden, og falt der udi söfn, holdenda i söfnen paa töilen af hesten, som svömmede udi graven, men manden blef sovende indtil andre kom og hialp dennem begge.“ (Arne Magnussons priváte bref- veksling, bls. 211—212. Úr bréfi Jóns Hreggviðssonar til Árna Margnússonar, dags. 31. júlí 1708.) „Það var myrkt af nóttu þegar menn riðu frá Galtarholti og voru allir veldrukknir. En sakir öl- brests lentu þeir í villu óðar en þeir voru komnir útfyrir túngarð- inn og voru altíeinu staddir í fúa- mýrum ljótum með djúpum keld- um, dýum, tjörnum og torfgröf- um. Þetta landslag virtist eingan enda hafa og svömluðu ferða- mennirnir í þessum forgarði hel- vítis leingi nætur. Monsér Sívert Magnússen reið i torfgröf og ákallaði guðs nafn. . . . ætlaði sam- ferðamönnum seint að lánast að draga góðbóndann uppúr. . . Sein- ast náðu þeir manninum uppá bakkann mest fyrir guðsnáð og sofnaði hann þar.“ (Islandsklukk- an, bls. 27 —28.) IX. „Jeg reed udi denne drucken- skabs uforstand, ud paa nattens vildfarendes og siden veed ieg icke hvad mig vederföres, för end ieg om natten, i mod dagningen, vaagnede der son ieg laae,.. Saae ieg mig , da om kring,... Der syntes mig at ieg saae et vand (en fersk söe) og saae ieg da en hest... i mellem vandet (söen) og mig. ... Siden kom ieg op' paa denne hest eller hoppe, som var opsadlet,... og reed ieg saa et stund i mörket, indtil ieg saae (for mig) noget sort i mosen,... Det var da min egen hoppe. Agtede ieg saa at sette mig af den eene hest paa den anden, hvilket ieg icke kunde, thi den slog op með bagbenene. Men ieg tröstede mig icke til at stie af hesten paa iorden, thi min sadel var uden stieböieler, og kunde ieg derfor icke komma paa hesten af den slette mark.“ (Arne Magnussons private brevveksling, bls. 212. Úr bréfi Jóns Hreggviðssonar til Árna Magnússonar, dags. 31. júli 1708.) „Það mundi Jón Hreggviðsson síðast að hann reyndi að komast á bak meri sinni eftir að hafa dreg- ið monsér Sívert Magnússen úr gröfinni. En hnakkpúta hans var ístaðslaus auk þess sem hrossið virtist hafa hækkað að mun, enda jós það í sífellu. En hvort hann komst á bak eða eitthvað kom fyrir sem tafði hann frá þvi ætl- unarverki i almyrkri þessarar haustnætur mundi hann ógerla síðan.“ (íslandsklukkan, bls. 28.) X „Reed ieg saa hiem til Galter- holt til Benedix. Loed hand mig gaae í seng til sig til at varme mig, thi ieg var nærmere döden end livet.“ (Arne Magnussons private brevveksling, bls. 212. Úr bréfi Jóns Hreggviðssonar til Árna Magnússonar, dags. 31. júlí 1708.) „Hann vakti upp i Galtarholti í dagrenníngu illa til reika, forug- ur og blautur og gnötruðu i hon- um tennurnar, og gerði boð fyrir signor Bendix. ... Bendix hjálp- aði manninum af baki og dró hann í bæinn og háttaði hann niðrí rúm,...“. (íslandsklukkan, bls. 28.) XI. „Siden bad ieg Benedix at hand vilde söge med mig efter en lood (fiskereedskab) som mig var laant. Sögte vi saa efter den, op med en beck og ved med en anden, og reed ieg paa denne samme hest, og hafde paa kabutzen som ieg hafde hittet, Siden fandt vi den platz hvor ieg havde ligget, og der sammestæds looden, í grebet paa min vandte." (Arne Magnussons private brev- veksling, bls. 212. Úr bréfi Jóns Hreggviðssonar til Árna Magnús- sonar dags. 31. júlí 1708.) „Um dagmál þegar hann vakn- aði aftur bað hann bendix gánga með sér i mýrina því hann hafði týnt hatti sínum og vetlíngum, svipunni, lóðinni og merinni. . . . Þeir leituðu um stund hinna týndu gripa uppmeð mjóum mýr- arlæk, þar sem Jón Hreggviðsson minti að hann hefði legið, og rétti- lega, þvi þeir fundu bæli hans á lækjarbakkanum og’lá svipan þar í greipinni á öðrum vetlíngnum hans og lóðin hjá.“ (íslandsklukk- an, bls. 28. og 29.) XII. „Stacket der fra laae böddelen död, og stoed paa knæerne i becken. Var becken her ved blev- en stoppet, saa at vandet gik op under hans ene haand, men hov- edet laae paa breeden af becken. Men becken var icke breedere en hans ben var langt op tjl knæet." (Arne Magnussons private brev- veksling, bls. 212. Úr bréfi Jóns Hreggviðssonar til Árna Magnús- sonar dags. 31. júlí 1708.) „Nokkrum skrefum neðar fundu þeir böðulinn dauðann. Hann stóð á hnjánum, skorðaður milli bakkanna í læknum, sem var það mjór að lík mannsins hafði til nægt að stífla hann. Hafði mynd- ast ofurlítil uppistaða fyrir ofan líkið, svo vatnið, sem annars var ekki nema vel hnédjúpt, tók því i holhönd". (íslandsklukkan, bls. 29.) XIII. „Da fandt ieg noget med mine födder og fölte der paa. Det var da en kaputz, og som .eg var barhovet, saa satte ieg den paa mit hovet. Siden raahte ieg tvende gange med höi röst, saa- ledes: Ho, Ho. Men ingen svarede mig.“ (Arne Magnussons private brevveksling, bls. 212. Úr bréfi Jóns Hreggviðssonar til Árna Magnússonar, dags. 31. júlí 1708.) „Ég vaknaði berhöfðaður, sagði Jón Hreggviðsson. Og þegar ég hafði geingið nokkur skref þá fann ég þetta kabúss. Síðan kall- aði ég hástöfi^m hó-hó en einginn ansaði, svo ég setti það upp.“ (ís- landsklukkan, bls. 29.) XIV. „Siden reed ieg ind til Sörbai- kirke, og begierte af sex mænd at besigtige den döde. Saa og hafde ieg ladet looden, pitsken og vandt- en ligge der tilbage, indtil nogen kunde komme derhen. Disse sex mænd skulde vidne, om paa den döde kunde sees nogen haands gierning eller icke, og giorde de deris eed derpaa at de icke hafde seet nogen haands gierning paa hannem, undtagen tillukte öine, mund og næse.“ (Arne Magnus- sons private brevveksling, bls. 213. Úr bréfi Jóns Hreggviðsson- ar til Árna Magnússonar, dags. 31. júlí 1708.) „Þetta var á sunnudegi. Varð það úr að Jón Hreggviðsson reið að Saurbæ ög kallaði til menn úr hópi kirkjugesta að skoða lík Sig- urðar Snorrasonar böðuls f þeim stellíngum sem það hafði fundist. Fjöldi manna reið úteftir fyrir forvitnissakir að rannsaka böðul- inn dauðan, og sex tjáðu sig fúsa að leggja eið útá að ekki sæust áverkar á líkinu né merki þess að lagðar hefðu verió hendur á manninn, utan augu, nef og munnur voru afturlukt." (ís- landsklukkan, bls. 30.) 1 grein dr. Peter Hallberg „ís- landsklukkan í smíðurn" (Lands- bókasafn tslands. Árbók 1955— 1956, XII.—XIII. árgangur), segir svo m.a. á bls. 141. „Á bls. 1 er Jón nefndur Nikulásson, en annars aldrei í drögum þeim að islands- klukkunni, sem ég hef séð. Það bendir til þess, að Halldór hafi einu sinni hugsað sér að láta sögu- hetju sína vera Nikulásson“. Um réttmæti þessarar tilgátu dr. Peter Hallberg getur Halldór Laxness einn dæmt. En vera má, að nafnið Jón Nikulásson konti fyrir í drögum að íslandsklukk- unni vegna þess, að Halldór Lax- ness hafi notfært sér mál Jóns nokkurs Nikulássonar af Vest- fjörðum, þegar hann skóp sögu- hetju sína.Jón Hreggviðsson. í Alþingisbókum íslands (VII. bindi, bls. 419—420, ár 1678), er birtur dómur yfir Jóni Nikulás- syni af Vestfjörðum fyrir að segja i ölæði „í tjaldi Páls Torfasonar þann 1. Julii við öxará, að kong- urinn vor Kristján fimmti hefði átt tvö börn fram hjá“. Vegna þessara orða sinna var Jón Nikul- ásson dæmdur til að kaghýðast og var „Straffið á lagt 5. Julii“, segir í fyrrnefndum Alþingisdómi. Þetta atvik minnir á atvik i Is- landsklukkunni. I fyrsta kafla hennar lætur Halldór Laxness söguhetju sina Jón Hreggviðsson segja: „og nú ku minn allranáðug- asti arfaherra vera búinn að taka sér þriðju frilluna". (Islands- klukkan, bls. 12). Fyrir þessi orð sín var Jön Hreggviðsson Islands- klukkunnar kaghýddur á Kjalar- dal. (Islandsklukkan, bls. 23— 25). Eins og mörgum er kunnugt virðast vísur þær, sem Halldór Laxness lætur Jón Hreggviðsson kveða í fyrsta og öðrum kafla ts- landsklukkunnar, vera að stofni til úr rímum af Grís- hildi góðu eftir Magnús Jónsson (1763—1840), síð- ast að Laugum í Hvamms- sveit í Dalasýslu. (ísl. ævi- skrár.). Verða hér á eftir sýnd tengslin milli vísna Magnúsar og þeirra, er Halldór Laxness lætur Jón Hreggviðsson fara með sem vísur úr Pontusrímum eldri. i. „Veit ég það er vani heimsins sona neina ei vilja nistisbrík nema þá sem nógu er rfk“. (Rfmur af Grfshildi góðu. Önnur rfma, 5. erindi.) „Ei mun skjóli armi digrum kjósa netta að spenna nistisbrík netta að spenna nistisbrík netta að spenna nistisbrfk — nema hún sé úng og r-í-í-f-k“. (tslandsklukkan, bls. 12.) „Aldrei skal ég armi digrum spenna yrmffngs sængur únga brík yrmlfngs sængur únga brfk utan hún sé feit og r-f-f-fk“. (Islandsklukkan, bfs. 14.) II. „Sfnaþá með sveina áfram heldur jöfur lands og jómfrúrnar járnin tróðu gæðingar". (Rfmur af Grfshildi góðu. önnur rfma, 42. erindi.) „Áfram meður sveinum geisar sfnum jöfur lands og jómfrúrnar jöfur lands og jómfrúrnar jöfurlands og jómfrúrnar, — járnmél bruddu graðhestar“. (tslandsklukkan, bls. 14.) III. „Páfinn veizlu góða gjörði gildum móti keisarinn og kóngar teitir kátir drukku og þeirra sveitir“. (Rímur af Grfshildi góðu. Fjórða rfma, 20. erindi.) „Páfinn veislu góða gerði gildum móti keisarinn og kóngar teitir kátir drukku og þeirra sveitir". (tslandsklukkan, bls. 26.) Allar tilvitnanir f tslandsklukk- una eru f fyrstu útgáfu, Reykja- vfk 1943. Sigurlaug Guðmundsdóttir ✓ Islenskt mál Hið íslenska mál er meitlað sem stál Það mælist ei öðrum tungum. Það verður oss vörn, það verndar sín börn. Það vakir yfir öldnum sem ungum. Það er hervörn vors lands, líka skylda hvers manns að skýra og fága vorn stálhreina hljóm. Gefum íslandi allt, Þótt hér andi oft kalt, þá er unun að heyra þess töfrandi róm. Ljá mér, ljá mér vængi Ljá mér, Ijá mér vængi, Ijúfa sól. Ég vil fljúga, fljúga, í faðmi þinum búa, Vermast við þinn veldisstól. Hærra, hærra ber mig, heilög sýn. Ofar, ofar skýjum, eilifð skin. Lyft'mér upp i Ijósið með Ijóðin min.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.