Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 4
Upphaf hins illa — fallni eng- illinn Lucifer. Málverk eftir J. H. Fussli. „Það er ferlega stórt," sagði ljósinn i hinni nýgerðu kvikmynd „Vagga hins illa“, þegar hann tók á móti blóðþyrstu afskræmi — hryllilegri mynd hins illa, sem hafi holdgazt í vansköpuðu barni og birti heiminum þannig — barni eðlilegra og heiðvirðra for- eldra — og borgin var slegin óhug og skelfingu, unz það var skotið til bana þremur minútum fyrir lok kvikmyndarinnar. En þá berast lögreglustjóranum þau tíð- indi gegnum bilsíma, að enn eitt slíkt barn hafi fæðzt. . . Kvikmynd þessi sýnir furðu- lega margar hliðar hins illa á vor- um tímum, enda þótt hún sé fram- leidd sem hver önnur hryllings- mynd í ágóðaskyni. Nýfætt barn getur í rauninni alls ekki talizt „illt“, þó að það bíti hvern sem vera skal á háls til að sjúga úr honum blóðið, því að það er greinilega erfðaágalla að kenna, sem jafnframt hefur búið það þar til gerðum höggtönnum. I augum allra borgarbúa — og einnig föð- urins — hlýtur það að teljast „illt" engu að síður. Aftur á móti ekki siðferðilega „vont“.. Það er jafnframt greinilegt, að „gott“ eða vont„ eru vörumerki, sem áhrifamikil auglýsingastofa getur deilt út að vild sinni. Ennfremur liggur það ljóst fyrir, að hið hræðilega „illa“ kemur úr „iðr- um“ fullkomlega eðlilegs fólks. Loks er líka gefið í skyn, hvert sé svarið við mikilvægustu spurn- ingunni: Hvernig varð barnið að slíkri ókind? Vegna töfluáts, geislavirkni, eitrunar lofts og vatns og ef til vill vegna alls þessa. Þegar varla nokkur kona er viss um það lengur, eftir að hafa séð myndina, hvort hún muni fæða heilbrigt barn, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort þessi mynd hafi ekki sjálf átt hlut í hinu illa, þar sem hún hafi spillt tilhlökkun og eftirvæntingu verð- andi mæðra í fjáröflunarskyni fyrir framleiðendurna. En ef til vill voru þeir, dugmiklir athafna- menn, alls ekki „vondir“ menn. Þannig vindur hið illa sig upp á hæstu hæðir eins og hringstigi og horfir annað veifið niður í hyldýp- ið. Það er eins hversdagslegt og efni dagblaðanna: Dauðadómum er fullnægt, sprengjur hryðju- verkamanna verða saklausum konum og börnum að bana, for- eldrar setja þriggja ára barn sitt á glóandi eldavél. Eða eilítið hávaðaminna: Bilstjórar aka af- skiptalaust framhjá deyjandi fólki, börn eru notuð sem til- raunakaninur í uppeldisfræðum, starfsbróðir rógborinn. Stórfyrir- sagnir blaðanna geta einnig orðið að eitri — sjá bók Heinrich Bölls, „Katharina Blum“. Minna máli skiptir, hvort hið illa er talið vera að verki i kynþáttamisrétti eða vopnasölu, kapitalisma eða klámi. Það er mun erfiðara að finna sam- eiginlegan mælikvarða — skil- greiningu. Það er engin furða, þótt hið illa orki tvímælis, en þó ættu allir að geta verið sammála Solzhenitsyn, þegar hann segir: „Línan, sem greinir illt frá góðu, sker hjarta sérhvers manns." Við getum annars vegar stuðzt við umrædda kvikmynd og hins vegar Gamla testamentið til að reyna að komast að niðurstöðu í þessu efni. Lucifer með brugðið sverð í Paradfs — Málverk eftir Hieronymus Bosch. lausviöhinnvonda vill barnið ekki af neínum vita nema móður sinni, sem elur það á kjöti og mjólk, og faðirinn segir í örvæntingu sinn: „Þetta er þitt barn.“ Hinum heilbrigða bróður sínum gerir það ekkert mein — aðeins ofsækjendum sínum. Þeg- ar faðirinn svo loks gengst við barninu, neyða lögreglumenn hann til að láta það af hendi til aftöku. Það er augljóst, að þetta skelfi- lega barn er aðeins öðruvísi, en Verknaður Davíðs, er hann Bathsebu vegna hafði sent mann hennar í dauðann, var „illur í augum Jahve“. Hann var einnig brot á fimmta boðorðinu, sem var lítilsvirðing á rétti annarra til lífsins og stofnaði samfélaginu í hættu. Þess vegna eru þeir verknaðir illir, sem beinast gegn lífshagsmununum, eru lífsfjand- samlegir, tortímandi — og kvik- myndin „Vagga hins illa“ bendir einnig á lifshættulega orsök, þar sem er hin léttúðuga meðferð á hinni eðlilegu ráslífsins. Atkvæðamenn eins og Albert Schweitzer og Erich Fromm eru sama sinnis: orðtak Schweitzers, „lotning gagnvart lífinu“, for- dæmir lifsfjandsamlegar gjörðir, og F'romm segir í bók sinni „Skil- greining á hinni mannlegu eyð- ingarhvöt": „Illt er allt, sem kæf- ir líf eða þrengir að því og allt, sem hlutar það sundur.“ Eyðing- arhvöt kallar hann löngunina til að tortíma lifi, en með henni gef- ist hinu illa möguleiki til að snú- ast gegn lífinu — vitfirringslegur möguleiki að þvi er virðist, sem mönnunum einum er gefinn. Önnur saga úr biblíunni, sú um syndafallið, sýnir reyndar greini- lega, að mönnunum var ekki upp- runalega ætlað að þekkja „grein- armun góðs og ills“. Með þessum „ávexti" hefur rriaðurinn tileink- að sér eitthvað á eigin ábyrgð, sem svipti hann sakleysi hugar- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.