Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 13
EFTIR
ÁRNA ÖLA
Eitl af mestu ævintýrum lffs
míns skeði rétt fvrir aldamót-
in. Þá fékk ég fyrst að sjá
hafskip og fara um borð f það.
Þá rættust vökudraumar sem
kviknað höfðu við lestur sagn-
anna um feðurna frægu og
frjálsræðishetjurnar góðu, er
sigldu hingað glæsilegum
skipum austan um hyldýpis
haf. Það var eitthvað annað en
litlu áraf leyturnar, sem fs-
lenzkir bændur höfðu verið að
gutla á um aldir.
Skipið lá í Fjallahöfn og
ruggaði sér hóglega á lognöldu
vorsins. Það var kolsvart, með
tveimur Ijósbrúnum siglu-
trjám og miklum reiða og var
risavaxið f augum barnsins.
Nú mundi enginn maður
dást að þessu skipi né furða sig
á stærð þess. Þetta var verzL-
unarskip selstöðuverzlunar
Örum & Wulffs á Húsavfk, og
ef ég man rétt, þá var það talið
80 lesta stórt, og þykir víst
engum mikið. Eg hefi séð
mörg stór hafskip um ævina,
en ekkert þeirra hefir samt
vakið hjá mér slfka aðdáun,
sem þetta draumaskip mitt,
sem ég sá á Fjallahöfn.
Skipið hét Anna og forlög
þess urðu nokkrum árum
seinna að stranda á Kópaskeri
og brotna f spón.
Skipið hafði komið með vor-
vörur til Húsavfkur. Þar var
þeim skipað á land, en skipinu
síðan breytt. 1 aðra lestina var
raðað allskonar þungavöru, en
krambúð gerð i hinni lestinni.
Sfðan var skipið sent f versl-
unarferð til Fjallahafnar,
Kópaskers, Raufarhafnar og
Þórshafnar og ef tii vill hefir
það komið víðar við. Þetta
mæltist vel fyrir, þvf að sam-
göngur voru þá erfiðar, og
man ég að Keldhverfingar
fögnuðu þvf mjög að fá vör-
urnar „sendar heim til sfn“.
Engin byggð var f Fjallahöfn,
og hefir aldrei verið, og varð
að fara alllanga leið á bátum,
til þess að komast út í skipið.
Mig minnir að við skipið væru
þá þrír bátar og einn grfðar-
sitór prammi, og margir bænd-
ur voru komnir um borð.
Verzlunarstjóri á skipinu
var séra Ludvig Knudsen, fyrr-
um prestur á Þóroddsstað, en
nú bókari hjá Örum & Wulff.
Hann var röggsamur og stjórn-
samur og lét afgreiða bændur
eftir röð f lestunum til skiptis.
Um leið og cinhver hafði
fengið afgreiðslu, varð hann
að fara með vörurnar niður í
bát.
Eg var niðri f krambúðinni
meðan pabbi verzlaði þar.
Bónda nokkrum ofbauð hvað
hann keypti mikið af allskonar
sápu, handsápu, stangasápu og
blautasápu og hann gat ekki
orða bundist: „Þú ert ekki að
sparakaupin á öþarfanum."
Knudsen heyrði þetta. Hann
snerist snögglega á hæli að
bóndanum og sagði hvatskeyt-
lega: „Láttu engan mann
heyra þessa vitlevsu. Nú eru
það taldar mestu menningar-
þjóðir í heimi, sem mestu eyða
hlutfallslega af sykri og sápu.“
HREIN-
LÆTI
0G ÞRIFNAÐUR
FYRRUM
Eg skildi þetta ekki þá, en
það varð mér minnisstætt um-
hugsunarefni. Mörgum árum
seinna varð mér ljóst hvað
Knudsen átti við viðvíkjandi
sápunni. Sápan vartákn hrein-
lætis. Aukin sápunotkun tákn-
aði vaxandi hrcinlæti og þrifn-
að. En Islendingar höfðu
fengið þann vitnisburð hjá
fjölda erlendra ferðamanna á
undanförnum áratugum, eða
öldum, að þeir væru erkisóðar,
og ferðamönnunum virtist
hafa orðið starsýnast á ódæma
óþrifnað hvar sem þeir fóru
um landið. Þetta var að nokkru
Ieyti því að kenna hve lengi
Islendingar höfðu verið sápu-
lausir og hvað notkun hennar
ruddi sér seint til rúms.
Talið er, að íslenzkur almúgi
hafi ekki haft nein kynni af
sápu fyrr en eftir 1750, og
lengi eftir það var hún al-
mennt talin til óþarfa varn-
ings. Frá landnámstíð höfðu
menn komist af án hennar, og
þóttust geta komist af án
hennar um alla framtfð. Fyrst
f stað var það aðeins handsápa,
sem fluttist hingað. Grænsápa
(blautasápa) fór ekki að sjást
fyrr en á 19. öld.
En hvaða hreinlætisefni
hafði þjóðin þá notað frá upp-
hafi vega? Það var hland —
handhægur og góður þvotta-
lögur og kostaði ekki neitt.
Hlandinu var safnað árið um
kring f sérstök ílát. Við
geymsluna varð það stækt og
kallaðist þá keyta, og hún var
eitt allsherjar þvottaefni.
Þetta mun hafa verið norrænn
siður og verður þess þó eigi
synjað, að fleiri efni hafi verið
notuð til þvotta og hreingern-
inga í Noregi, því að hér á
landi reyndu menn að notast
við jarðefni til slíks og er getið
um leirinn í Mókollshaugi í
Strandasvslu, sem ágætt
þvottaefni, þvf að hann hafi
gert lín snjóhvitt. Af því hefir
hann líklega fengið nafn sitt
og verið kallaður bleikja.
Hann mun þó varla hafa komið
að miklu gagni öðrum en
þeim, sem áttu heima þar nær-
lendis. Verður keytan þvf að
teljast aðallireinlætislögur hér
á landi um þúsund ár.
Fornsögur geta lítið um dag-
lega háttu manna og er því
ekki að búast við miklum upp-
lýsingum þar um hver efni
voru notuð til þvotta. Að vísu
er þess stundum getið að
konur fóru með þvott í laugar
eða læki, en þar mun vera um
að ræða að skola þvottinn og
ná úr honum keytunni. Nú var
það eigi aðeins að kevtan væri
notuð til að ná óhreinindum úr
fatnaði, heldur þvoði fólk
einnig höfuð sín úr keytu. Em
þetta er frásögn í Heiðarvíga-
sögu. Þegar Víga-Barði fór að
safna saman þeim mönnum, er
heitið höfðu að fara með
honum suður í Borgarfjörð til
bróðurhefnda, þá reið hann
fyrst að Bakka fyrir utan
Húnavatn. Þar var sá maður er
Oddur hét, en hann var ekki
ferðbúinn þegar, því að kona
var að þvo hár hans og „hafði
hún eigi þvegið lauður úr
höfði honurn". Hcr hefir verið
um keytuþvott að ræða, því að
stæk keyta frevðir eins og
sápa.
1 bókinni „lslenzkir þjóð-
hættir" segir svo: „Ekki var
fatnaður þveginn oftar en
nauðsyn krafði. Skyrtur voru
þvcgnar á hálfsmánaðar fresti,
eða mánaðarfresti, en nærbux-
ur miklu sjaldnar. Rúmföt, t.
d. rekkjuvoöir, voru þvegin i
hæsta lagi einu sinni eða
tvisvar á ári. Allt var þvegið úr
stækri keytu og má segja að
óhreinindi hafi gengið vel úr
henni, en lyktina báru nærföt
og rúmföt með sér lengi á
eftir.“
Þessi lýsing á við 18. og 19.
öld, en mun þetta ekki hafa
haldist lítið breytt allt frá
landnámstið?
Keytan var notuð til margs
fleira en að þvo f henni fatnað.
Hún var höfð til þess að þvo
ullina í henni, og það hefir
verið stærsta hlutverk hennar.
Þess vegna hefir það verið
bráð nauðsyn fyrir hvern
bónda að safna keytu, því að
óvinnandi verk hefði verið að
þvo ullina, ef keytan hefði
ekki verið. Og óviimandi verk
hefði verið að spinna þráð úr
óhreinsaðri ull. Nú var alltaf
mikil ull á hverjum bæ og
henni hefir allri verið „komið
f fat“. Hún nægði til þess að
klæða allt fólkið f landinu og á
fyrstu öldum Islandsbyggðar
var vaðmál helzta útflutnings-
varan. Tóskapur var um langa
hríð eini iðnaður hér á landi,
og hvernig hefði það mátt
vera, ef menn hefðu ekki getað
þvegið ullina? Keytan á því,
áreiðanlega sinn sess í sögu
þjóðarinnar, þótt menn hafi af
eintómum tepruskap ekki
viljað viðurkennaþaö.
Keytan mun jafnan hafa
verið geymd f allskonar ílátuni
innanbæjar, sennilcga vegna
þess, að þvagið hefir ekki mátt
frjósa. I rústum nokkurra
fornaldarbæja, sem rann-
sakaðar hafa verið, hafa fund-
ist stór leirker, sem ég hygg að
menn hafi eigi glöggvað sig á
til hvers hafi verið notuð. En
munu þetta hafa verið keytu-
þrær. Þessi ker hafa verið gerð
þannig, að fhvolf gryfja hefir
verið grafin f bæjargólf og
síðan smurð innan þvkku lagi
af leir eða dfgulmó. Þvkir mér
sennilegt, að reft hafi yfir
þetta ker og sfðan þakið yfir
með torfi, en áeinum stað haft
op eða gluggi, og þar haf i verið
hlemmur yfir. Niður um
þennan glugga hafi svo þvag-
inu verið skvett og sfðan höfð
strympa til þess að ausa ke.vt-
unni upp, þegar á henni þurfti
að halda. Þarna hefir keytan
geymst vel og lítinn daun lagt
af henni um bæjarhúsin.
Upp úr seinustu aldamótum
mun það hafa verið fátftt að
klæðnaður væri þveginn úr
keytu, nema þá ef um mjög
óhrein ytri föt eða sokkaplögg
var að ræða Sápan hafði þá
leyst keytuna af hólmi á þessu
sviði. En henni var þó safnað
enn jafnt og þétt vegna ullar-
þvottanna. Og það mun hafa
haldist fram yfir miðja þessa
öld, að ull væri þvegin úr
kevtu, eða allt þar til versl-
unin fór að kaupa óþvegna ull
af bændum. Fram að þeim
tíma var bændum mjög annt
um að keytan færi ekki for-
görðum, eins og sjá má á sög-
unni um einn mektarbónda,
sem iét vinnukonu sina borga
50 aura „fyrir spillta keytu";
henni hafði orðið það á að
glopra úr höndum sér nætur-
gagni, svo að allur lögurinn fór
til spillis!
Frá æskuárum minnist ég
gamallar konu, sem var snill-
ingur að prjóna skotthúfur.
Hún sagði oft, að það væri
ekkert gaman að þessu lengur,
því að nú hefðu konur ekki
neitt hár, þær væru aðeins
með dauð stri á höfðinu. „Þá
var annað í mínu ungdæmi,“
sagði hún, „þá höfðu þær
hárið, enda þvoðu þær sér allt-
af upp úr þvagi. Þá var önnur
sjón að sjá þær, hárið þvkkt og
sftt niður að mitti og glóði á
það vegna þess hvað það óx ört
og mikill Iffskraftur var í þvf.“
Af öðrum ástæðum höfðu
konur og miklar mætur á
þvagi, því að þær notuðu það
með jurtum til litunar og náðu
þá hinum fegurstu litum á
dúka sfna, hárauðum lit,
fagurgulum, grasgrænum eða
þá mosalit. Þær þurftu líka að
nota keytu til þess að væta
dúka sfna, þegar þeir skyldu
þæfðir; þá þæfðust þeir jafnar
Framhald á bls. 14
Q3)