Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 9
LJÖÐRÆN LITAVERÖLD Georges Mathieu og Hans Hartung, kynntu vinnubrögð tassista mjög vel. Hér er mynd eftir Arus Hartung sem ber hið látlausa nafn „Málverk" og er máluð 1966. aralistinni og verið þeim mynd- stíl trúr er hann mótaði á stríðs- árunum og hefur gert hann einn af hinum stóru i franski nýlist eftirstríðsáranna. Gerhard Schneider er með ólíkindum hlédrægur maður og það fer lítið fyrir honum og upplýsingar liggja sannarlega ekki á lausu um þennan málara jafnvel ekki í uppsláttarbókum þar sem félagar hans eru þó vel kynntir og hann hefur vissu- lega ekki tamiðsér neinn hávaða um persónu sína og list. Hann vann í kyrrþey að list sinni og hélt ekki einu sinni einkasýningu í 27 ár eða frá 1 920— 1 947 en lét loks til leiðast að sýna í Galerie Conti 1 947 og vakti sú sýning mikla athygli og Ijóst var að hér hafði komið fram nýr og eftirtektar- verður fulltrúi Ijóðræns mynd- stíls sem líka er stundum nefndur tassismi (slettulist). Kveikjuna að myndstil Schneiders er að finna í hinum munaðarfullu og litaglöðu mál- urum Parísarskólans svo sem Pascin, van Dongen, Kisling og Soutine. Þetta voru málararað skapi Schneiders og hann heill- aðist af hinu sérkennilega and- rúmslofti i málarahverfum Parísarborgar og gerðist fljót- lega franskur ríkisborgari. Eins og flestir ef ekki allir góðir málarar af kynslóð Schneiders málaði hann í upphafi hlutlægt en nálgaðist smátt og smátt hið óhlutbundna svið og hverfur úr i stíl í anda Kandinskys og Delaunays og á striðsárunum er hann gat málað óhultur þrátt fyrir hersetu landsins og illvilja hernámsliðsins í garð allra ný- lista þróaSi hann sína sérstöku myndlist og var kominn á þá skoðun að, „frjáls, tilfinninga- leg og skynræn vinnubrögð væri það eina er hentaði sér” A sýningu mynda Schneiders að Kjarvalsstöðum fáum við einungis að kynnast vinnu- brögðum hans frá árunum 1 960— 1 970 og er þetta þannig engin yfirlitssýning á æviverki þessa málara en vera má að fram komi einhver ákveðin þróun þvi að Schneid- er er enn i fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur og mundar ótrauður pentskúf sinn og heldur sýn- ingará a.m.k. tveggja ára tíma- bili og hefur gert síðan 1 947 en hann hefur allar götur frá því ári verið eftirsóttur af sýn- ingarsölum á meginlandinu og þá helzt i Frakklandi þar sem hann er i miklu áliti. Gerhard Schneider var ekki blindur fyrir því sem var að gerast í amerískri list fjórða áratugarins er menn eins og Jackson Polloch, Franz Kline og de Kooning slettu litunum i gríð og erg yfir myndflötin á allan mögulegan hátt. Vinnu- brögð hans geta stundum minnt á sitthvað úr list þessara Ameríkana og um leið á ýmis- legt úr list franskra skoðana- bræðra hans en þó eru myndir hans fyrir margt mjög persónu- legar og þær bera sannarlega ekki svip hins hlédræga per- sónuleika nema vera kynni til- hneiging hans til að nota dökka litatóna. Hér eru það hinir stóru og umbúðalausu fletir sem eru allsráðandi, hratt og frjálslega settir á léreftið og ekki tvínónað við neitt og hin persónulegu vinnubrögð gefa til kynna að hér fer maður sem hefur f ullt vald yfir list sinni og að það sem virkar vilviljunarkennt á ýmsa er í raun og veru afrakst- ur áralangrar baráttu við liti og form. Vinnubrögð sem Schneiders þekkjum við i myndum íslend- inga svo sem fyrri myndum Eiriks Smith og Valtýs Péturs- sonarog sumum myndum Kristjáns Davíðssonar og gætir áhrifa þeirra í myndum margra fleiri listamanna að óliku upp- lagi. Myndirnar hér á síðunum eru mjög einkennandi fyrir list Gerhards Schneiders og til þess að kynna hina sérstöku stefnu sem hann erfulltrúi fyrir læt ég fylgja nokkrar myndir eftir félaga hans og skoðana- bræður þá Hans Hartung, Pierre Soulages og Georges Mathieu en þær túlka allar ólík persónueinkenni innan sama isma i listinni, sem bæði hefur verið nefndur Ijóðrænn og kalli- grafisk abstraksjón auk þess að vera skyldur tassismanum. Gerhard Schneider: Akríl pappír 1975. (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.