Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Page 6
Er ekki hœgt að sleppa
steinsteypunni hér?
Hugleiöingar um tillögur þœr, sem fram hafa komið til endurbyggingar ö Grjötaþorpinu
Þannig eru húsin og garð-
arnir f Grjótaþorpinu. Langt
er f frá að þar sé að finna
fegurstu dæmin um báru-
járnshús, en samt virðist
guðsþakkarvert að fram
komnar tilfögur skuli aðeins
hafa náð á pappfrs- og mód-
elstigið.
Tillögur Ólafs Sigurðssonar og Guðmundar Kr. Kristinssonar. Ao ofan: Suðurhlið Vesturgötunnar.
Myndin að neðan: Hér er Aðalstræti að vestan. Morgunblaðshúsið er þarna eins og myndarleg hlaða með
fjósi og fjárhúsi sfn hvorum megin. Neðst: Æ.æ, hér er tillaga Ólafs og Guðmundar um útlit á
Garðastræti að austan.
1 tilcfni Listahátíðar var efnt
til sýningar á módelum, teikning-
um og tillögum nokkurra
fslenzkra arkitekta að Kjarvals-
stöðum, — og öllum var þessum
tillögum það sameiginlegt, að
þær höfðu ekki komizt lengra en
á pappfrinn. Þar var meðal ann-
ars Ifkan af fyrirhugaðri byggð í
Grjótaþorpi eftir Sigurð
Guðmundsson arkitekt frá 1940.
Þann 20. júnf sl. var birt í Lesbók-
inni mynd af tiilögu Guðjóns
Samúelssonar húsameistara um
einskonar háborg menningarinn-
ar á Skólavörðuholti. Þar gengu
átjándu aldar hugmyndir Ijósum
logum og sama verður að segja
um tillögu Sigurðar. Þegar maður
virti hana fyrir sér á sýningunni,
varð varla hjá þvf komizt að fagna
því innilega, að þetta hafði aðeins
verið sem vondur draumur; að-
eins verið til sem módel. Sam-
kvæmt hugmyndum nútíma-
manna, verður varla komizt fjær
hinu æskilega f Grjótaþorpinu,
nema þá með þvf að byggja þar
nokkur minnkabú í Breiðholts-
Stfl.
A sýningunni gat einnig að Ifta
síðari tfma tillögu um byggð f
Grjótaþorpi. Mun skipulagsdeild
borgarinnar hafa staðið að þeirri
lausn og kom hún fram árið 1965.
þar kveður mjög við annan tón og
er auðséð, að mikil aldaskil hafa
átt sér stað f hugmyndum manna
um slfka byggð frá þvf er Sigurð-
ur sat við teikniborðið 1940. Þessi
tillaga komst samt aldrei á fram-
kvæmdastigið og trúlega má einn-
ig þakka fyrir það.
Eftir að áhugi vaknaði fyrir
alvöru um verndun gamalla húsa
og viðgangi mannlcgs umhverfis,
hefur enn ein tillaga séð dagsins
Ijós; það átti sér stað f fyrra.
Höfundar eru arkitektarnir Ólaf-
ur Sigurðsson og Guðmundur Kr.
Guðmundsson, ungir og áhuga-
samir menn, sem stundum hafa
sýnt markverð tilþrif. En það
virðast álög, að öll tilfinning
hverfur út f veður og vind, þegar
röðin kemur að Grjótaþorpinu og
maður hlýtur að komast að sömu
niðurstöðu og áður: Mikil guðs-
mildi er, að þetta skuli aðeins
vera til á pappfr. Þó er jákvætt, að
höfundarnir neita að gera ráð
fyrir hraðbraut sem þarna átti að
vera samkvæmt aðalskipulaginu.
Virðast nú flestir sammála um, að
hún sé óþörf.
Flest húsanna f Grjótaþorpi eru
byggð á árunum 1874—1918. En
þeim hefur mörgum verið breytt;
gluggapóstar hafa horfið og
gluggar með heilum rúðum hafa
komið f staðinn. Vel má það vera
rétt, sem segir f fylgiskrifi með
tillögum Ólafs og Guðmundar, að
„listgildi húsanna sé yfirleitt
mjög lítið og varðveizlugildi af
þeim sökum ekki fyrir hendi“.
A Morgunblaðinu höfum við
Grjótaþorpið daglega fyrir aug-
um; við göngum um það á leið í
og úr vinnu, við hnitum þar ótelj-
andi hringa í leit að bflastæðum
og öll blasir dýrðin við, þegar við
lftum út um gluggana.