Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Page 13
r hvessti á hann augun og rétti hon- um höndina í kveðjuskyni. For- setinn komst mjög við. Hann sner- ist á hæli og gekk út um hliðið. Svo heyrðust vélardrunur og bíla- lest forsetans ók á brott. Kennedy gamli stóð teinréttur á sama stað og starði fram fyrir sig þangað, sem sonur hans hafði verið. Svo settist hann seinlega í hjólastól- inn og ók hægt út í garðinn." Það var ekki hægt að skera í þær heilastöðvar Joe, sem mest höfðu skemmzt. Eina vonin var í reglulegum æfingum i langan tíma. Það var Joe þvert um geð. Hann var ákafamaður. Hann hafði lfka verið kjarkmaður alla tíð, en nú kom það stundum fyrir, að hann bugaðist og tárin runnu niður kinnar hans. Það var hræði- Ieg sjón. Og framfarirnar urðu ákaflega hægar. Talfærin styrkt- ust örlítið, en ekki meira en svo, að þau fáu orð, sem Joe tókst að stynja upp voru iliskiljanleg og hætti hann fljótlega að reyna að segja annað en já og nei. En heilsa hans í heild batnaði dálítið er tímar liðu fram og hann fór að geta tekið nokkurn þátt í daglegu lífi á heimilinu. Hann snæddi með okkur hinum og fylgdist með samræðum okkar. Hann gaf skoð- anir sfnar aðallega til kynna með höfuðhreyfingum og augunum. Þegar Joe var orðinn sæmilega frískur var það eitt sinn að okkur var boðið til kvöldverðar með Herbert Hoover, fyrrum Banda- rikjaforseta. Þeir Joe voru gamlir góðkunningjar, enda þótt þeir hefðu verið andstæðingar i stjórn- málum. Hoover var sjálfur farinn að heilsu. Fylgdi hjúkrunarkona honum hvert fótmál og var hon- um til aðstoðar, enda þurfti hann mjög hjálpar við. Hann var orðinn heyrnarlaus. Joe var mállaus. Fundir þeirra urðu því æði dapur- legir. Þeir urðu að láta sér nægja að horfast á. Við og við felldu þeir tár, þótt þeir reyndu að herða hugann sem mest þeir máttu. Þegar við vorum i New York sóttum við bæði leikhús og tón- leikasali eins og forðum daga. Joe fór jafnvel endrum og eins til skrifstofu sinnar og ræddi við Smith, tengdason okkar, sem sá þá orðið um viðskipti fjölskyld- unnar. Stundum fórum við til Washington og dvöldum þá smá- tíma í Hvíta húsinu. Jack hafði ævinlega tíma aflögu fyrir föður sinn nokkrum sinnum á dag, ræddi stjórnmálin við hann og leitaði ráða hans. Haustið 1962 var Teddy kosinn öldungadeildarþingmaður. Hann hringdi i föður sinn, þegar ljóst var um úrslit kosninganna. Joe varð að sjálfsögðu mjög glaður við þessi tíðindi. Ekki alls fyrir löngu rakst ég á gamalt tímaritshefti með viðtali við Joe. Heftið er frá 1957. Þar spáir Joe því, að ein- hvern tíma verði einn sonur sinn forseti, annar dómsmálaráðherra og sá þriðji öldungadeildarþing- maður — allir samtimis. Nú var þetta komið fram. Nú fór í hönd mikil hamingju- tið. Að vísu vörpuðu veikindi Joe nokkrum skugga á hana, en bæði var hann orðinn heldur frískari en áður og svo var nú léttara yfir honum, er sonum okkar gekk svo vel, sem raun bar vitni. Þá voru börn hans, tengdabörn og barna- börn mjög elsk að honum og voru hjá honum löngum. Stundum kom Jack i heimsókn og það voru auð- vitað sérstakar ánægjustundir. Hann kom oftast í þyrlu og voru margir leyniþjónustumenn í för með honum. Við söfnuðumst sam- an úti sem heima vorum, þegar von var á þyrlunni og var það oft álitlegur höpur. Þegar Jack birt- ist þusti liðið á móti honum fagn- andi. Forsetasnekkjan lá oft úti fyrir Hyannis Port þessi sumur og þegar Jack kom i heimsókn fórum við í skemmtisiglingar á snekkj- unni. Svo var rabbað saman eða leikið golf og tennis. Á mánudags- morgun hélt Jack svo aftur til Washington, því hann gat aldrei verið hjá okkur nema um eina helgi í hvert sinn. En þeim mun meiri fagnaðarfundir urðu.ÞegaK hann kom. Seinast kom Jack í heimsókn seint í október 1963. Þegar hann fór aftur til Washington á mánu- dagsmorgun var faðir hans kom- inn út á dyrapall að kveðja hann. Jack minntist við hann og gekk siðan í átt til þyrlunnar. Er hann var kominn nokkra metra snerist hann á hæli allt í einu, leit til föður sfns gekk aftur til hans og kvaddi hann öðru sinni. Það var engu likara en Jack óraði fyrir því, að þeir hittust ekki aftur. Sú varð líka raunin. Jack átti fyrir höndum að fara til Dallas upp úr miðjum nóvem- ber þetta ár en ætlaði að koma við hjá okkur á heimleiðinni þaðan. Ég man vel eftir föstudeginum 22. nóvember. Þetta virtist ætla að verða ágætur haustdagur. Við Joe fórum i ökuferð fyrir hádegið. Eftir hádegið fékk Joe sér blund. Eg var hálfþreytt sjálf, svo að ég lagði mig líka en sofnaði þó ekki. Mikill hávaði heyrðist úr útvarpi í herbergi Ann frænku minnar, og fór ég fram og bað hana að lækka í þvi eða slökkva á því. Ann sagðist þá hafa hækkað í útvarp- inu af þvi að ein vinnukonan hefði sagt sér, að frétt hefði kom- ið um skotárás á forsetann. Es varð að sjálfsögðu strax hrædd um Jack. En svo komst ég á þá skoðun, að ekkert alvarlegt hefði komið fyrir hann. Hann hefði kannski særzt eitthvað, en það gæti varla verið stórhættulegt. Auðvitað kærði ég mig ekki um þá tilhugsun, að Jack væri í lífshættu. En einnig var ég löngu orðin vön því að láta litið á því bera þótt mér yrði mikið um eitthvað. Ég hafði alltaf haldið, að ef ég Iéti bugast þá mundu allir aðrir í fjölskyldunni bugast. Ég yrði þvi að bera mig vel, hvað sem á dyndi. Þetta hafði mér alltaf tekizt fram að þessu og mér tókst það einnig þá. Af þessum ástæðum hélt ég ró minni enn um sinn. Ég fór aftur inn til min og hugsaði sífellt með sjalfri mér, að Jack væri áreiðanlega úr allri hættu. Að stundu liðinni fór ég aftur fram og komst þá að því, að líðan Jacks hefði versnað. Þá fór að fara um mig. Samt gat ég ekki hugsað þessa hugsun til enda. En svo hringdi Bobby frá Washing- ton og sagði, að Jack væri ekki hugað líf. Og að stundu liðinni kom útvarpsfregn um lát Jacks. Það var gamail vani okkar að segja aldrei sorgarfregnir að degi eða kvöldi til en láta þær heldur bíða næsta morguns, því annars héldu þær vöku fyrir mönnum og það gerði einungis illt verra. Ég ákvað því að láta Joe ekki vita um lát Jacks fyrr en morguninn eftir. Ég fékk heimilisfólk allt í þetta samsæri með mér. Að sjálfsögðu var mjög dauft yfir öllum. Við vorum sannast sagna gráti næst allan þennan dag. En við reynd- um að herða upp hugann. öðru- vísi hefðum við ekki getað leynt Joe því, sem gerzt hafði. Við urð- um að taka til ýmissa ráða. Joe hafði fyrir sið að horfa á sjón- varpið er hann vaknaði af mið- degisblundinum. En stundum horfði hann á kvikmyndir í litlum sal niðri í kjallara. 1 fyrstu tókst okkur að telja hann á það að sjá kvikmynd í þetta sinn. En hann varð brátt leiður á henni og vildi fara upp og horfa á sjónvarpið. Við tókum það þá til bragðs að taka öll sjónvarpstækin úr sam- bandi. Sættist Joe loks á þá skýr- ingu, að þau hefðu bilað öll í einu og fór hann að blaða i tímarits- hefti. Við vorum svo að koma inn til hans við og við og spjalla við hann, til þess að dreifa huga hans. Eftir kvöldmat sátum við öll hjá honum stundarkorn áður en hann sofnaði. Morguninn eftir fór ég til messu. Ég hafði beðið prestinn kvöldinu áður að syngja messu fyrir Jack. Fréttamenn og ljós- myndarar höfðu flykkzt að, en ég sinnti þeim ekkert. Þegar heim kom fóru þau Ted og Eunice, læknir og hjúkrunarkona upp til Joe og Ted flutti honum tíðindin. Að því er þau sögðu mér tók hann fregnunum af stillingu og virtist þeim jafnvel sem hann vildi hug- hreysta þau. Honum var svo gefið svefnlyf og sofnaði hann bratt. Lát Jacks varpaði löngum skugga yfir líf okkar. E- 'ð reyndum að lifa því áfraði eins og ekkert hefði i skorizt. Ég reytidi að hugsa sem minnzt um fortið- ina. Ég drap timann með ýmsum ráðum. Ég hélt stöðugt áfram að læra frönsku, þótt mér fyndist það stundum til lítils. Ég las líka mikið um listir. Við fórum oft í heimsóknir í nágrennið. Alltaf vorum við að hitta vini Jacks og það leiddi auðvitað hugann að honum. Var stundum hálfdapur- legt í þessum samkvæmum. í júní 1964 lenti Ted í flugslysi og var stórmildi, að hann skyldi komast lífs af. Skömmu síðar hringdi Johnson forseti og kona hans í okkur og vottuöu þau okk- ur samúð sína. Þau höfðu auðsýnt okkur mikla velvild og hlýju allt frá því, að Jack dó. Þótti okkur öllum vænt um það, og ekki sízt Joe. Þetta sumar var mikið rót á Bobby. Hann vildi auðvitað, að Johnson forseti útnefndi hann varaforsetaefni sitt fyrir næstu kosningar, en það varð brátt ljóst, að Johnson hugðist annað fyrir. Þetta urðu Bobby að sjálfsögðu nokkur vonbrigði. En ég gat ekki áfellzt Johnson. Hann hafði reynzt okkur mjög vel. Og þetta voru honum og konu hans erfiðir timar. Ég skildi aðstöðu hans vel. Margir fyrrverandi samstarfs- menn Jacks voru andvígir John- son. Það var honum nauðsyn að öðlast sjálfstæði i starfi. Bobbý ákvað loks að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar fyr- ir New Yorkriki. Bobby hafði aldrei verið í framboði áður. Og kosningabarátta átti ekki sérlega vel við hann. Hann átti líka inargt ólært í því efni, enda gekk hann ekki á hólminn með alglöðu geði. Ég tók þátt i þessari kosningabar- áttu eins og þeim fyrri. Við kom- um oftast fram saman. Það var nauðsynlegt, vegna þess, að það, sem New Yorkbúar höfðu helzt á móti Bobby var það, að hann var ekki heimamaður í New York. Við höfðum því þann háttinn á, að Bobby hélt ræðu fyrst en síðan gekk ég fram og skýrði áheyrend- urn frá þvi, að við hefðum búið í New York þar til Bobby var 14 ára gamall og átt þar annað heim- ili alltaf upp frá því. Þetta reynd- ist nóg. Bobby vann kosningarnar með 700 þúsund atkvæða mun. Það voru því tveir synir okkar Joe viðstaddir þingsetninguna í jan- úar 1965. Næstu þrjú árin urðu ýmsir af- drifaríkir atburðir í lífi okkar. Joe fór litið fram. Hann var þó alltaf allfrískur í anda. Þegar Bobby ákvað að bjóða sig fram til forsetaembættisins 1968 var Joe á móti því, en hann var þannig á sig kominn, að hann gat ekki skýrt frá ástæðunum fyrir þessari and- úð sinni. Bobby gaf því kost á sér. Ég var fyrir mitt leyti ekki sér- lega hrifin af þvi. Mér fannst Bobby ekkert liggja á. Hann var aðeins 43 ára þegar hér var komið sögu. En hann var ákveðinn i ætl- un sinni. Það var því um ekkert annað að ræða. Og enn lagði ég land undir fót og skýrði það fyrir landsmönnum, hvers vegna mér fyndist sonur minn einkar efni- legur forseti. Ég var orðin 77 ára, þegar þetta var, og ég varð þess vör að mörgum fannst furðulegt. að ég skyldi vera að þessu brölti. En mér fannst það ofur eðlilegt. Ég var orðin gamal-vön kosning- um. Við Bobby vorum sjaldan sam- tímis á sama stað í þessari bar- áttu. Hann var orðinn þaulvanur ræðumaður og fólk dreif að hvaðanæva til að heyra mál hans. Sjálf átti ég alltaf álitlegan áheyr- endahóp vísan. Okkur fannst því viturlegast að skipta liði. Ég gaf honum aðeins fáein góð ráð, en annars spjaraði hann sig sjálfur. í miðri þessari kosningaherferð varð mér á dálítil skyssa. Bobby hafði borið sigur úr býtum og blaðamenn höfðu náttúrulega við- töl við mig. Einn þeirra hafði orð á þvi, að kosningaherferðin hefði kostað mikið fé og væri gott til þess að vita, að við hefðum efni á þessu. Það fauk eitthvað i mig og ég sagði sem svo, að við ættum þá peninga, sém við eyddum og mættum verja þeim eins og við vildum. Þetta var svo tiundað vandlega i öllum fjölmiðlum og þótti bera vott um ekki litinn hroka. Eg hafði reyndar bætt því Sjá nœstu I síðu ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.