Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Qupperneq 6
Ur endurminningum kvikmyndaleikkonunnar Lilli Palmer Það var vitlaust veður, þegar ég fór með ferjunni yfir Ermarsund. Hún var óratíma á leiðinni. Fjall- háar öldur fleygðu henni til og frá. Ég lá fyrir allan tímann, og gat mig hvergi hrært. Ég var að- framkomin af sjóveiki. Ég var svo vesöl, þegar ég kom f land, að ég komst með naumind- um upp í lestina. Ég var góða stund að jafna mig. Svo fór ég að hugsa um framtíðina. Ég átti 34 pund, hafði búsetuleyfi og sfðast en ekki sízt hafði ég í fórum mín- um nafnspjald, sem ég batt mikl- ar vonir við. Á því stóð þetta: Alexander Korda, Davisstræti 36, London W.l. Lestin rann inn á Viktoríustöð- ina og stanzaði svo snögglega, að það varð mér um megn og ég seldi upp. Ég beið smástund inni í stöð- inni meðan ég var að jafna mig, en gekk svo út og leit í kringum mig. Ég hélt, að þetta hlyti að vera mesti óveðursdagur í manna minnum. Það var ofsarok og regn- ið lamdi stéttir og stræti. Mér varð ljóst, að nú borgaði sig ekki að spara; ég varð að ná i leigubil. Ferðinni var heitið til gistihúss í Paddington. Gistihús þetta átti þýzk kona, Lo Hardy, gömul kvik- myndastjarna úr þöglu myndun- um. Á árunum fyrir strið fengu þarna inni ótaldir fátækir Þjóð- verjar, sem flúið höfðu að heiman undan nazistum. Leigubíllinn stritaði gegn storminum af mikilli seiglu og loks nam hann staðar fyrir framan ljótan, gamlan kumbalda í langri húsaröð. Hús þessi voru öli eins. Ég rogaðist með ferðatösk- una mina upp tröppurnar. Ég var lengi að leita að dyrabjöllu. Var ég orðin holdvot, þegar dyrnar opnuðust allt í einu og smávaxin, ljóshærð kona birtist í gættinni. Hún leit á mig stórum augum og sagði á þýzku: „Hamingjan góða! Við vorum alveg orðin vonlaus um þig, barnið gott!“ Þetta var Lo Hardy. Segir nú ekki af mér fyrr en morguninn eftir. Ég var snemma á fótum, fór niður, gekk hiklaus- um skrefum að símanum, tók upp tólið og valdi númerið, sem stóð á nafnspjaldinu góða. Einkaritari Korda varð fyrir svörum. Ég flutti smátölu, sem ég hafði i huga og stafaði nafnið mitt skýrt og © greinilega.'Einkaritarinn bað mig biða andartak. Ég beið og beið lengi. Mér var hætt að lítast á blikuna. Ég sá í anda bílferðina i ofviðrinu um kvöldið áður og dimmar hugsanir sóttu að mér. Kannski Korda væri ekki við. Kannski hann væri búinn að ráða aðra í minn stað. Kannski var hann búinn að steingleyma mér. Ég var farin að skjálfa á beinun- um og litaðist um eftir stól. Þá kom einkaritarinn aftur í símann. Orð hennar hljómuðu sem engla- söngur f eyrum mér. „Já, ungfrú Palmer, hr. Korda býður yður vel- komna til London. í næstu viku verða teknar prófmyndir. Það kemur bíll frá kvikmyndaverinu og sækir yður. Ég tala við yður aftur, þegar þar að kemur.“ Ég staulaðist inn i herbergið mitt og hneig hálfsnöktandi niður á rúmið. Ég hafði óttazt um afdrif mín í London. En nú virtist allt ætla að ganga að óskum. Hér voru menn góðir og hjálpsamir! Ég var ekki í neinum vafa um það, að ég mundi vinna hug og hjörtu Lundúnarbúa, samstundis og ég fengi að spreyta mig! Ég hafði reynt fyrir mér f París áður en ég kom til London. En þýzkir Gyðingar áttu erfitt uppdráttar þar. Ég hafði vænzt þess að hljóta skjótan frama í frönskum leikhúsum; þeir draum- ar höfðu auóvitað ekki rætzt. Ég bjó við stöðuga óvissu um at- vinnuleyfið mitt og hafði sífelld- ar áhyggjur. Ég var svo illa stödd, að ég varð að fara að syngja og dansa í næturklúbbum til þess að hafa í mig og á. Sumir þeir nætur- klúbbar voru vafasamir í meira lagi. Allt þetta dró úr mér kjark og þar kom, að ég gafst upp. En í París kynntist ég Korda. Hann hafði lofað að prófa mig, ef ég kæmi til London og fengið mér nafnspjald sitt, svo að ég gæti haft uppi á sér. Ég gætti nafn- spjaldsins eins og sjáaldurs auga míns. Ég hafði ekkert atvinnu- leyfi og vegabréfsáritun mín gilti aðeins i smátíma. En ég var þess samt fullviss, að það mundi ræt- ast úr fyrir mér í London. Sjálfstraust mitt var orðið þó nokkurt, þegar bíllinn frá kvik- myndaverinu kom loksins. Ég hafði aldrei komið i kvik- myndaver fyrr. Þetta var stórt skýli og var hálf rokkið þar inni. Ég var förðuð í flýti og mér sagt að bfða. Það var verið að prófa aðra stúlku og ég fylgdist með frammistöðu hennar. Þetta var falleg stúlka, með langan, grann- an háls, dökkt hár og ljósgræn augu. Strákur stóð fyrir framan myndavélina og hélt uppi spjaldi. Á þvf stóð nafn stúlk- unnar: Vivien Leigh. Hún gerði ekki annað en velta vöngum fyrir framan myndavélina, en hún gerði það svo skemmtilega, að það hlaut að vekja athygli. Þessu fór fram nokkra stund, en svo kinkaði hún kolli til viðstaddra og hvarf af sviðinu. Nú var komið að mér. Lítill maður með oddmjótt nef og smá augu kom til mín. Hann var halt- ur og gekk við staf. „Þú veizt væntanlega, hvað þú átt að gera?“ spurði hann. „Nei,“ sagði ég. „Ég hef aldrei komið í kvikmyndaver áður.“ „Ja, hérna,“ sagði hann. Hann gekk nær og virti mig betur fyrir sér. Svo sagði hann: „Hvað viltu helzt gera? Viltu standa kyrr og hreyfa aðeins höfuðið eða viltu fara með kvæði...?“ „Ég vil fara með einræðurnar úr Heilagri Jóhönnu,“ sagði ég einarðlega. „Allt í lagi,“ sagði litli maður- inn og fór að mæla ljósið. Það kom á daginn að þetta var frægur, bandarískur kvikmynda- tökumaður. Hal Rosson hét hann. Að smástundu liðinni sagði hann: „Við skulum byrja," og ég hóf að þylja einræðurnar. Ég hafði haft dálæti á þeim alla tíð. Ég lauk flutningnum. Litli maðurinn hreyfði sig ekki og ekk- ert sagði hann. Ég spurði, hvort ég ætti að endurtaka flutninginn. „Nei,“ svaraði hann, „þetta nægir mér.“ í bflnum á heimleiðinni dreymdi mig drauma um heims- frægð. Gestirnir hjá Lo Hardy hittust allir daglega við kvöld- verðarborðið. Þeir voru allir Þjóð- verjar og töluðu alltaf þýzku í sinn hóp. Þeir vissu allir um próf- myndina mína og ég varð að segja þeim allt af létta og draga ekkert undan. Ég hafði ekki verið lengi heima, þegar síminn hringdi. Hal Rosson vildi tala við mig. Hann kynnti sig og sagði svo: „Ég hélt ég hefði aldrei uppi á þér. Ég ætla bara að láta þig vita það, sem ég sagði við Korda í dag. Ég sagði honum, að þú hefðir farið með einræðurnar úr Heilagri Jóhönnu fyrir mig. Ég hefði séð margar leikkonur, sem kunnu meira fyrir sér, en enga efnilegri. Ég hélt þér þætti gaman að vita þetta. Góða nótt.“ Ég var á nálum næstu daga þrátt fyrir þetta. Korda var ekki búinn að sjá prófmyndirnar. Loks hringdi hann. „Mér þótti þú leika vel,“ sagði hann strax. „En mér fannst lýsingin ekki góð. Rosson er á sama máli. Hann telur sig geta bætt um betur. Við skulum reyna aftur á morgun." Ég kom á tilsettum tíma til kvikmyndaversins. í þetta sinn var rætt um það fram og aftur „hvor um megin ég væri betri“. Ég hafði enga hugmynd haft um það áður, að annar vangi manns gæti verið „betri“ en hinn. í fimm daga var ég milli vonar og ótta. Ég átti von á þvi, að Korda hringdi í mig. Var ég svo hrædd um að missa af því, að ég þorði ekki að fara út úr húsi. Loksins var hringt. Það var einkaritarinn. Hún sagði, að Korda væri búinn aó skoða myndirnar og hefði þótt þær góð- ar. Hygðist hann bjóða mér fasta vinnu. Ég fengi sjö pund á viku fyrst um sinn. Hann ætlaði að sækja um atvinnuleyfi handa mér undir eins. Hann mundi svo hringja til mín um leið og það væri fengið. Ég var himinlifandi. Sjö pund á viku þóttu að vísu ekki há laun i kvikmyndaheiminum, en ég mátti þó vel við þau una, því um þessar mundir skrældist ég áfram á fjór- um pundum á viku. Ég var svo glöð, að ég þaut niður til þess að segja Lo og hinum gestunum fréttirnar. Ég var svo frá mér numin, að ég veitti því ekki eftirtekt, að Lo fannst heldur lítið til fréttanna koma. Lo hafði búið lengi í Englandi og henni var ljóst, að mér yrði ekki veitt atvinnuleyfi af þvi ég hafði svo lág laun. Það var eins i Englandi og Frakklandi, að útlendingar fengu því aðeins vinnu, að enginn heimamaður byðist. Lo gerði sér strax ljóst, að Korda var aðeins að reyna að losna við mig án þess að særa mig óþarflega. En hún gat ekki af sér fengið að segja mér þetta. Ég fékk sorgarfregnirnar í pósti. Þetta var bréf frá innan- ríkisráðuneytinu. Stóð þar að ráðuneytið yrði ekki við umsókn hr. Korda um atvinnuleyfi handa mér. Þrjár vikur voru liðnar frá þvi ég kom til London. Ég átti 20 pund eftir af peningunum. Eitt- hvað varð ég að taka til bragðs. Ég hafði haft með mér nokkur með- mælabréf frá París. Þau voru öll á þessa leið: „Herra minn. Það er efnileg, ung leikkona, sem færir yður þetta bréf. Það væri ákaf- lega vel þegið, ef þér sæjuð yður fært að greiða eitthvað fyrir henni...“ En enginn sá sér fært að greiða götu mína. Ýmsir vildu það þó gjarna. En þetta voru allt Þjóð- verjar og þeir urðu að ráða Englendinga eingöngu. Ef þeir hefðu ráðið Þjóðverja í vinnu hefði þeim verið legið á hálsi fyrir það að „hygla“ löndum sín- um. Ég hafói þó smávon enn. Hal Stjarna er búin til: Lilli Palmer og förðunarmeistarinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.