Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 12
Þjöötrú og uppeldi morgundögg. Hún sagði að grösin sæjust vart fyrr, þvf að í þurrki væru þau skorpin og dökk og samlit jarðveginum, og auk þess væri þau þá svo hörð að þau brotnuðu og gætu sært hendur manns. Nðg var af grösum í heiðinni, en hún þóttist ekki komin á réttan stað fyrr en undir morgun. Þar voru skæðagrös og við döggina höfðu þau breitt úr sér og voru gljáandi, svo auðvelt var að sjá þau. Nú var tekið til grasapokanna. Þeir voru þannig, að band var sett þvert yfir opið. Smeygði maður þvl yfir höfuð sér og lét það sitja á hægri öxl, en vinstri handlegg hafði maður krepptan f pokaopinu og hélt þvf þannig opnu. Þá var létt að fleygja grösunum niður í pokann jafnharðan og þau voru losuð með hægri hönd. Þarna var mikill gróöur og margar lyngtegundir. „Sjáðu blessað lyngið," sagði hún, „á þvf spretta berin, krækiber, bláber, aðalbláber, hrútaber og jafn- vel jarðarber og einiber. Þau eru öll saman sælgæti. En varaðu þig á stóru, rauðu berjunum á sortulyng- inu. Innan f þeim eru smásteinar, og ef þú étur þá, verða þeir að lúsiun f maganum og eftir nokkra daga skrfður þú kvikur f lús. Þess vegna heita berin lúsa- mulningar." Svo byrjuðum við að grasa. Eftir litla stund kallaði liún upp yfir sig: „Nei, en sá blessaður gróður, og hér er þá reyr vaxinn. Ég held ég verði að taka skúf af honum og færa mömmu þinni f fatakistuna hennar." Skæðagrösin fylltu skorningana, þau voru mjúk og taka mátti handfylli sfna af þeim. Hækkaði nú ððum f pokum okkar. Um morguninn gerði steikjandi hita og þá tók okkur að þyrsta. Þá kom upp úr kafinu að vinnukonan vissi af tjörn þar nálægt. Við héldum þangað. Eg hljóp að tjörninni, fleygði mér niður og ætlaði nú að svala þorstanum rækilega. Þá kallaði hún hátt: „Ertu vitlaus, þú mátt ekki drekka úr tjörninni, hún getur verið full af brúnklukkum." Hún kom hlaup- andi, laut fram yfir tjörnina og hvessti sjðnir niður f vatnið. „Já, grunaði mig ekki," sagði hún, „sjáðu 01] svörtu kvikindin í vatninu. Ef þú leggst hér niður til að drekka, þá sitja þau um að komast ofan f þig. Og svo éta þau sig gegnum magann og út í lifrina og éta hana upp til agna, svo að þú deyrð. Þeim bregður ekki við að koma niður f hitann f maganum, þvf að þau eru svo harðger að þau þola þrjár grautarsuður." Ég skyggndist niður f vatnið. Það var hryllileg s.jón. Þarna moraði allt af kolsvörtum brúnklukkum ástærð við fiskiflugur. Þær voru með margar langar lappir, en þær syntu ekki, heldur var sem þær færi stökkv- andi um vatnið. „Nú skal ég sýna þér hvernig farið er að því að svala þorstanum," sagði vinnukonan. Hún tðk af sér skýlu- klútinn, hélt um öll fjögur hornin svo að hann mynd- aði poka. Svo dreif hún honum niður í vatnið og það sfaðist inn f þennan poka. __^ „Hérna, taktu nú við og sötraðu vatnið f gegnum klútinn. Þá kemst engin brúnklukka ofan f þig, og ekki vatnskettir heldur, en þeir eru börn brúnklukk- unnar." Myndir og texti eru eftir danska blaöamenn og Ijösmyndara sem voru ö feröinni í Kenya. Ingunn er starfandi lœknir I Bungoma og hór sést hún önnum kafin á lækningastofunni. Drykkja og kvennafar á kránni er fastur liður í dag- legu lífi Kenyamanna Islenzk hjón, Ingunn Helga Sturlaugsdóttir læknir og Haukur Þorgilsson, sem starfar við stjórnun og bókhald, segja frá lífinu í Kenya. © Tvær danskar konur, Grethe Kjærgaard félagsfræðingur og Gunvor Jörgsholm ljós- myndari, ferðuðust um Kenya í Afríku á síðasta ári og söfnuðu efni um stöðu kon- unnar þar fyrir fjölmiðla. í Bungoma, smáþorpi í vesturhluta landsins, hittu þær íslenzk hjón: Ingunni Helgu Sturlaugsdóttur, sem er starfandi læknir þar, og Hauk Þorgilsson hagfræð- ing. Hann starfar í Kenya á vegum DANIDA (Danish International Develop- ment Agency) en sú stofnun er deild í danska utanríkisráðuneytinu með aðild að norrænum samtökum um aðstoð við þróun- arlöndin. Kráin cr Iftil — hljóðfæraslátt- urinn mikill og yfirþyrmandi. Gestirnir inni verða vart greind- ir. Hörundið er samlitt afrfska kvöldmyrkrinu. En á augnhvft- una og tennurnar slær bláleitum bjarma af daufu lampaljósi. Eigandinn stfgur dans einn síns liðs á miðju gðlfinu. Hreyfingarn- ar eru hægar og seiðmagnaðar. Hann er f röndóttum fötum með stffan flibba. Við erum stödd f Bungoma, litlu þorpi í vesturhluta Kenya. Krárnar við aðalgötuna eru 24 talsins. Þar getur einnig að lfta litlar búðarholur. Umhverfið minnir á leiktjöld í kúrekamynd. Þjónustan á kránni er frábær. Eigandinn býður okkur upp á drykk og afgreiðslustúlkan vand- ar sig sérstaklega við að þurrka glösin okkar. Svo fær hún sér sæti við borðið hjá okkur. Þær Ingunn eru kunnugar. Hún hefur komið f læknisvitjun á stofuna til Ingunn- ar. Læknastofan er Ifka við aðal- götuna aðeins nokkrum metrum neðar. Ingunn heitir fullu nafni Ing- unn Helga Sturlaugsdóttir og er starfandi læknir í Bungoma. Mað- ur hennar er Haukur Þorgilsson, hagfræðingur, og börn þeirra heita Svana, Katrín og Haukur Jóhann. Haukur var einn í hópi 7 ís- lenzkra sérfræðinga, sem komu til Afrfku árið 1974 til ráðgjafar starfa. Þeir vinna nú sem ráðgjaf- ar fyrir samvinnuhreyfinguna f Kenya og Tanzanfu ásamt starfs- bræðrum frá hinum Norðuriönd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.