Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 16
Framhald af bls. 13 „Þjóðfélagshættir í Kenya eru okkur Norðurálfubúum framandi á mörgum sviðum," segir hún. „Sem dæmi mætti nefna að önnur aðstoðarkonan á læknastofunni er þriðja eiginkona mannsins sfns. Hann ér 38 ára, vinnur við heilsugæzlustörf á vegum stjórn- arinnar og á 9 konur og 31 barn. Þegar hann kemur í heimsókn til fjölskyldunnar í Bungoma, eyðir hann mestum tíma sfnum á krán- um en í aftursætinu í bílnum hans sitja að jafnaði 3—4 ungar stúlkur. Ég var barinn Framhaldaf bls. 14 ast í náttúrunni í óumræðilegum hljómi, það var kraftbirtíngar- hljómur guðdómsins. Hann veit ekki fyr til en hann er sjálfur orðinn titrandi rödd í almáttugum dýrðarhljómi ". (L.h., bls. 17 — 18.) XIII. „Strax og ég komst á legg, var ég látinn gjöra ýmislegt, og sumt erf- ill, svo sem að bera þvott á börum, móti öðrum, ofan í Hestá og bera vatn í bæinn. Það eyóilagði mig í taugunum." (M.H.M., bls31.) ,,Það var siður að leggja meira á hann en hann var maður til. Vet- urinn sem hann var tíu ára var hann látinn bera vatn í bæ og fjós. ..'. Vatnssókníngarnar; eftir tvennar fyrstu föturnar er dreing- urinn orðinn mjög þreyttur, en það var aðeins byrjunin. Hann ber og ber. ... Hann biður guð að gefa sér kraft, en guð gefur hon- um eingan kraft". (L.h., bls. 19 og 20.) XIV. „Jónína Kristjánsdóttir,.. . var að sækja hesta út í haga öndverðan vetur, og ég með henni. ... Eitt var bleikur foli, ungur og fjörug- ur. Ég gekk fast á eptir honum, ... en er hann sá hvernig á stóð, tók hann mig í fang sér og bar mig heim. ... Ég var við rúm mikið af vetrinum". (M.H.M., bls 36.) „Veturinn þegar dreingurinn var tíu ára, bar svo til einn dag, að hann var látinn reka hesta í haga að morgni dags. Hundurinn hljóp aftan undir einn hestinn og læsti tönnum í konúngsnefið á honum, hesturinn tók viðbragð og sló, en dreingurinn stóð sniðhalt fyrir aftan hann og fékk hófinn í höf- uðið, á ennið ofan gagnaugans, mikið högg, og rotaðist. Maður af öðrum bæ fór fram hjá og fann dreinginn rotaðan á svelli og hélt hann væri dauður og bar hánn heim, .. . Hann lá leingi í rúminu, . . ."L.h.bls. 23—24.) í bréfi, sem Magnús Hj. Magnússon skrifaði föður sinum, Hjalta Magnússyni, 12. desember 1892 og varðveitt er i Landsbóka- safni (Lbs. 2235, 4to), lýsir Magnús heilsufari sínu. All náin tengsl eru á milli þeirrar lýsingar og sjúkdómslýsingar Ölafs Kára- sonar í Ljósi heimsins (bls. 70). Verða þau tengsl rakin hér á eftir. Rétt er að geta þess, að i bók Halldórs Laxness talar Magnína heimasæta um „sjúkdómsauglýs- Ingu". Vera má, að Halldór hafi þar notfært sér orðalag úr bók Steingrims Matthíassonar læknis: Mfíkur GALLVASKI! í útlendingahersveitinni Hjúkrun sjúkra. En þar segir svo á bls. 252: „Sumar sjúkdómslýs- ingar, sem læknum eru sendar, eru einhver hin fáránlegustu skrif, sem fyrir geta komið, og bera þá gjarnan titilinn „Sjúk- dómsauglýsing", til að kóróna alt saman." „Það er gengið mikið út á mér brjóstbeinið, og segir Oddur læktiir að það sé sullur undir brjóstinu og sé allt samgróin meinsemd: sullurinn, lifurin, lungun og gollurshimnan; og sé sullurinn í þeim hættulegasta stað sem hann geti verið. Hann hefur ætíð sagt þegar hann hefur séð mig: að hann hafi aldrei vitað hvorki karlmann eða kven- mann, sem hafi verið eins veikur og ég, það megi fyr vera kvalir, og hann viti ekki hvað eigi að reyna, sig lengi þó til að gjöra tilraun með að krjúfa mig." (M.H.M., Lbs. 2235, 4to, bls. 11—12.) „Hún þuklaði dálitið á brjóst- inu á honum og fann strax að brjóstbeinið var geingið töluvert út. Eiginlega finn ég soleiðis til, eins og það væri sullur undir brjóstbeininu, sagði hann, og best gæti ég trúað að alt væri samgróin meinsemd, sullurinn, lifurin, lúngun og gollurshúsið. Að minsta kosti er sullurinn í voða- legum stað. ... Læknirinn sagði að hann hefði aldrei heyrt um neinn, hvorki kvenmann né karl- mann, sem væri eins veikur og þessi piltur.....Mest sagði hann að sig lángaði að gera tilraun að kryfja piltinn." (L.h., bls. 70 og 71.) Að lokum skal bent á tengsl milli tveggja bóka Halldórs Laxness: Heiman eg fór og Ljós heimsins. Halldór lauk, að eigin sögn, við bókina Heiman eg fór haustið 1924 (sjá formála að Heiman eg fór, Reykjavik 1952), eða þrettán árum áður en Ljós heimsins kom fyrst út. „Sumartfma einn átti ég að vera f fjósi með öðrum strák, en var ekki hægt að nota mig, því að ég vildi ekki moka fjósið einsog siðvenja var til, heldur finna upp nýjar aðferðir með haligræum og skjólu, og síðan varð skjólan föst uppi í rjáfri." (Heiman eg fór, bls. 17—18). „Hann fann meðal annars upp aðferð til að hala mykjuna út í föturæfli, með aðstoð snæra sem hann kom fyrir í loftinu; þannig hófst mykjufatan upp í rjáfur á fjósinu,.." (L.h., bls. 30). ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.