Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 7
Rosson hafði ráðlagt mér að fá mér umboðsmann. Hann hafði hripað niður fyrir mig nafn á um- boðsskrifstofu; það var umboðs- skrifstofa Myron Selznick. Átti ég að ræða þar við mann að nafni Harry Ham. Rosson hafði sagt hann bezta umboðsmanninn f London og lof að að minnast á mig við hann. Ham reyndist vera Bandarfkja- maður. Hann var lltill vexti, svip- mikill, bláeygur og bersköllóttur. Hann var önnum kafinn og mátti tæpast vera að tala við mig. Ég Imynda mér að ég hafi verið ein- hver lltilfjörlegasti skjólstæðing- ur hans. „Já, já," sagði hann og bar ótt á. „Rosson sagði mér frá þér. Heyrðu mig — mér dettur nokkuð I hug. Ertu fljót að læra?" Hann átti við það, hvort ég myndi samtöl vel. „Já," svaraði ég hiklaust. Hann tók upp sfmtólið hringdi til kvikmyndavers Warner Brothers og bað um Irving Asher. „Irving," sagði hann svo, „ég hef hérna hjá mér stúlku, sem ég held að henti þér. Ég ætla að senda hana til þfn. Fáðu henni handrit og taktu prófmyndir af henni eftir hádegið. Hún hentar ábyggi- lega I þetta hlutverk I „Crime Unlimited." Hann lagði á og sneri sér aftur að mér. „Þetta er engin fyrsta flokks mynd," sagði hann. „Hún er enginn heimssögulegur viðburður. En hlutverkið er aðal- hlutverk. Þarna gefst þér ágætt tækifæri til þess að kynnast kvik- myndagerð. Það var búið að ráða stúlku I hlutverkið, en hún veiktist og nú bráðliggur þeim á annarri. Ég skal senda bíl eftir þér um hádegisbilið." Eftir matinn ók ég til kvik- myndaversins I glæsilegum einka- bíl „umboðsmannsins míns". Þetta var úti i Teddington; þar gerðu Warner Brothers þá brezku myndirnar sínar. Ég var förðuð I snatri. Svo var mér fengið hand- rit. Að hálftíma liðnum var ég reiðubúin. Ég hafði verið tilbúin fyrr, ef ekki hefði verið fyrsta llnan I handrítinu. Hún var svo snúin, að ég var tvöfalt lengur að æfa hana en afganginn allan og var hann þó þrjár slður. Linan var svona: „Segðu þeim hjá Scot- land Yard, að Pete Borden sé úti I Withies, sveitasetri skammt frá Owsley I Sussex!" Þetta átti ég að hrópa mjög hratt. Að þessu sinni var ég svo kvíð- in, að ég þorðí ekki að bíða þess, að Harry Ham hringdi til min. Ég var enda úti, þegar hann hringdi. En ég hefði engu þurft að kvlða. Prófmyndatakan hafði gengið að óskum. Hlutverkið stóð mér til boða. Atti ég að fá fyrir það 120 pund. Ég spurði Ham um atvinnuleyf- ið. Hann kvað það mundu fást. Warner Brothers þyrftu á mér aö halda og mundu herja út atvinnu- leyfið. Það stóð heima. Ég fékk bréf um það frá ráðuneytinu. Að vísu gilti leyfið aðeins fyrir þessa einu kvikmynd, en ég hafði ekki áhyggjur af því. Menn hjá Warner Brothers voru mjög ánægðir yfir frammi- stöðu minni. Um það bil, sem kvikmyndatökunni var að Ijúka gerði Harry Ham boð fyrir mig. Ha' i hafði þær fréttir að færa, að Wí ier Brothers byðu mér priggja ára samning. Atti ég að fá 25 pund á viku fyrst I stað en 75 síðar. Mér hafði tekizt þaö, sem ég ætlaði mér! Ég sá I hillingum langan og" gifturlkan leikferil og örugga afkomu. Ég gerði fastlega ráð fyrir þvl að verða orðin fræg leikkona áður en árið væri liðið. í ákaf anum gleymdi ég atyinnu- leyfinu, sem hafði svo oft áður valdið mér áhyggjum og erfiðleik- um. Warner Brothers vildu ráða mig I vinnu og annað skipti ekki máli, að mlnu áliti. Launin voru lika ágæt. Ekki skyldi standa á mér að skrifa undir samninginn. Bréfið frá ráðuneytinu barst fyrr en ég vænti. Þar sagði, að ekki aðeins hefði mér verið neitað um atvinnuleyfi, heldur ætti ég líka að verða á brott úr landi innan tveggja sólarhringa. Hinir gestirnir hjá Lo Hardy höfðu safnazt i kringum mig, þegar ég opnaði bréfið frá ráðu- neytinu. Þeir stóðu þöglir hjá meðan ég las það. Svo fylgdu þeir mér upp og hjálpuðu mér að láta niður I töskurnar. Ég reyndi að láta þá engan bilbug á mér finna. að taka?" spurði ég. „Farðu heim aftur," sögðu þeir. „Hvert? A ég að setjast að í Ermarsundi?" „Heyrðu mig nú, ungfrú góð," sagði annar þeirra. „Við eigum ekki að leysa úr þínum vanda. Við erum ráðnir til þess að Hta eftír því, að menn fari ekki inn í landið i leyfisleysi". „Ég kom bara til þess að sjá kvikmynd, sem ég lék i hérna," sagði ég. „Varla varðar það við lög." Það varð þögn smástund. Þeim hafði greinilega ekki litizt á blik- una, þegar ég spurði, hvort ég ætti að setjast að úti I Ermar- sundi. Þeim sýndist ég eflaust til alls vis. Loks tók annar til máls. Hann talaði hægt og lagði þunga áherzlu á orð sín. „Við skulum gefa þér áritun," sagði hann. „En hún gildir aðeins i hálfan mánuð fóru aðeins fram á þriggja mánaða leyfi handa mér I senn. Þetta fékk ég að vita seinna. Sögðu þeir þá, að ráðuneytið vildi haf a þetta svona. Móðir mín og systur minar tvær komu til London og settust að hjá mér. Leigðum við lítið hús I Camden. Á þriggja mánaða fresti breiddi ég upp fyrir haus þangað til bréf kom frá innanrikisráðu- neytinu. Það var ekki fyrr en striðið skall á, að Englendingar breyttu reglunum um inn- flytjendur. Ég var I baði morgun einn, þegar móðir mín tilkynnti mér, að borizt hefði bréf frá ráðu- neytinu. Ég bað hana lesa það upphátt. Hún sótti gleraugun sln. Svo fór hun að lesa hægt og stirð- lega með miklum, þýzkum hreim. Þetta var tilkynning frá ráðuneyt- Þá var veröldin ung og rómantíkin I algleymingi þrátt fyrir strlðið: Lilli Palmer og Rex Harrison, sem pá var flugkapteinn Ihernum. Þau eru þarna nýgift. „Ég kem bráðum aftur," sagði ég hin brattasta, þegar við kvödd- umst. Hvað, sem öðru leið hafði ég þó leikið í kvikmynd. Ég átti líka rúm 100 pund. Mér fannst engin ástæða til að örvænta um hag minn. Ég fór til Sviss og var þar I mánuð. En þar var enginn kvik- myndaiðnaður. Mig langaði til Bandaríkjanna, en átti ekki fyrir farinu þangað. Ég hafði einsett mér að fara ekki aftur til Parísar. Það var því ekkert að gera nema fara aftur til Englands! Mánuði síðar lagði ég af stað. Á leiðinni yfir Ermarsund bjó ég mig undir viðureignina við innflytjendayfirvöldin. Ég hafði nokkrar ræður á takteinum. En þegar röðin kom að mér missti ég alla von um úrlausn minna mála. Mér leizt þannig á eftirlitsmanninn, að hann mundi ónæmur fyrir bænum og fortöl- um. Hann tók við skilrikjum mín- um og fór að lesa. öðru hverju leit hann rannsakandi á mig. Ég horfði hiklaust á hann á móti. Annar maður kom og fór líka að lesa. Ég herti upp hugann. „Ég ætlaðí," sagði ég, „ég ætlaði að - biðja um vegabréfsáritun. Gætuð þið ekki..." „Nei," svaraði annar ákveðinn, og rétti mér aftur skil- rikin. Ég lét sem ég sæi þau ekki og tók ekki við þeim. „Getið þér þá sagt mér, hvað ég á til bragðs og hún verður ekki endurnýjuð. Þér er til eínskis að biðja um atvinnuleyfi. Hafðu þetta hug- fast." Svo stimplaði hann vega- bréfið_mitt og hleypti mér áfram. Eitthvað varð að gerast I minum málum á þessum hálfum mánuði. Það varð lfka. Harry Ham hafði ekki legið á liði slnu. Margir höfðu séð hálfklippta kvikmynd- ina „Crime Unlimited", og þeir voru sammála ' um það, að „þessi nýja" væri góð. Alltaf vantaði óþekkt andlit I kvikmynd- og Gaumont-Britishkvikmynda- gerðin hafði m.am grennslazt fyrir um mig. Ég fór þangað. Menn skoðuðu mig í krók og kring — og buðu mér samn- ing. Ég varð go segja þeim, að ég væri svo illa stödd, að ég mætti ekki einu sinni sækja um atvinnuleyfi. Það olli þeim nokkr- um heilabrotum, en að lokum var gerð hernaðaráætlun. Hún var þannig, að fyrirtækið sendi mig úr landi á sinn kostnað, en sækti jafnframt um atvinnuleyfi handa mér. Samningurinn átti að verða til sjö ára, en skyldi samt endur- nýjaður árlega. í bréfinu til innanríkisráðuneytisins héldu forráðamenn fyrirtækisins þvi fram, að ég yrði brezkum kvik- myndaiðnaði áreiðanlega „mikils virði", er fram liðu stundir. Og hananú! Þeir sögðu mér ekki, að þeir inu þess efnis, að mér væri hér með veitt leyfi til að vinna i Englandi eins lengi og ég vildi. Eg varð hálflémagna af feginleik. Ég lá lengi i baðinu þann morgun. Á fyrstu vikum striðsins vissu menn ekki, hvað hverða muhdi. Þeir bjuggust hálft í hvoru við því, að göturnar mundu breytast I blóðelfur innan skamms. Vinna lá að mestu niðri í kvik- myndaverum. Leikhúsunum í London var flestum lokað „til vonar og vara" og leikararnir fóru út á land. Gaumont-British rauf samning sinn við mig I bili. Það var ekki um það að tala; nú var komið strið. Mér vildi það til happs, að ég fékk hlutverk I leik- riti sem átti að sýna úti á landi og fyrst I Birmingham. Það var nærri uppselt á fyrstu sýningunni okkar i Birmingham þrátt fyrir allsherjar, myrkvun. En það var annað leikhús í Birmingham og þar var uppselt á hverju kvöldi. Það var engin furða, þvi leikritið var eftir Noel Coward og þrír þekktustu leik- arar I London léku I þvi. Þeir bjuggu á sama hóteli og við. Einn þessara þriggja hafði það fyrir sið að stara á mig gegnum einglyrni á hverju einasta kvöldi. Loks tók Leslie Banks, aðalleikar- inn okkar, sig til og kynnti mig manninum með einglyrnið. Hann reyndist heita Rex Harrison. Ég þekkti hann auðvitað af af- spurn. En það var tilviljun, að hann var staddur I Birmingham eins og ég. Það var líka tilviljun, að við bjuggum á sama hóteli og borðuðum í sama veitingahúsi. Hins vegar var það engin tilvilj- un, að vlð fórum bæðí að skoða dýragarðihn hjá Dudley lávarði daginn eftir, að við kynntumst. Við höfðum varla heilsazt, þegar hann spurði umbúðalaust, hvað ég ætlaði að gera mér til gamans daginn eftir. Ég kvaðst ætla að skoða dýragarðinn. Hann sagðist þá ætla að verða mér samf erða. Dudley lávarð hafði ég hitt kvöldið áður. Hann átti stærsta einkadýragarð I Evrópu og hafði hann heima hjá sér. Þar syntu sæljón I tjörnum, apar sveifluðu sér I ævagömlum trjám og nokkur ljón hrímdu I rigningunni undir veggjum hins forna ættaróðals. Við gengum um og þóttumst vera að skoða dýrin. Áður en við skildum mæltum við okkur mót um kvöldið að lokinni sýningu. Við gengum um göturnar og ræddum 'um leiklist. Loks fór okkur að svengja. Við kærðum okkur ekkert um að fara heim I hótelið þar sem allir mundu glápa á okkur. 'Við leituðum þvi uppi afvikinn veitingastað. Meðan við borðuðum sagði Rex mér, að hann væri kvæntur og ætti fimm ára gamlan son. Hann sagði, að hjóna- bandið hefði alla tíð verið I ólestri og þau hjón hefðu skilið um tíma hvað eftir annað. Svo kom að mér. Ég sagði frá æsku minni I Berlín og fyrstu tilraunum minum til leiklistar. Ég sagðist hafa farið frá Þýzka- landi af því ég var Gyðingur og Gyðingum hefði ekki verið væi't þar lengur. Ég sagði lika frá því, þegar ég var i Oarís og allt gekk á afturfótunum fyrir mér. Hann hlýddi á mig af athygli. Allt I einu sagði hann: „En af hverju fórstu ekki aftur til Berlinar fyrst þér gekk svo illa I París?" Ég starði á hann forviða og ætlaði að fara að svara ein- hverju en hætti við það. Og ég reyndi það ekki aftur. Honum varð ljóst, að sér hefði orðið á skyssa. En hann skildi hana ekki. Daginn eftir kom hann I leik- húsið, eins og hann hafði Io;að. Hann hældi sýningunni og gerði nokkrar gagnlegar athugaseir-i'r við hlutverk mitt og leik. Daginn þar á eftir horfði ég á hann leika i „Design for Living". Ég varð sem bergnuminn. Ég hafði áður séð hann á sviði í London. En nú birtist hann mér I nýju ljósi. Mér varð ljóst, að það var ekki að ástæðulausu,- að hanis var eftirsóttastur ungra gamaj' leikara I Englandi. Hann haf<< sjaldgæfa eiginleika til að ber;: Hann var fæddur gamanleikai:, en leit jafnframt út eins o., „hetja". Hann naut lika mikilhi: hylli. Það varð aftur á móti ekki sagt um mig. Ég hafði aðeins leikið í miðlungsverkum og þaðan af verri. Rex huggaði mig við það, að þetta mundi brátt breytast.. Við færum til London og leituðum að góðu leikriti, sem væri við hæfi okkar beggja. Við fundum það ekki, en þð skipti þá ekki máli lengur. Allan þann vetur og vorið og sumarið 1940 ókum við nærri dag- lega út I sveitina fyrir utan London, stönzuðum á afviknum stöðum, gengum um engi og skóga og ræddum lífið og tilveruna. í september árið áður hafði Rex boðið sig fram til herþjónustu, en honum verið hafnað vegna sjón- Framhald á bls. 13 (D

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.