Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Qupperneq 4
eftir kvarnarsteinum með kross-
marki og einnig steinum með
versi. T.d. var þetta vers á
efri steininum í kvörn á Svínanesi
í Múiasveit: Drottinn, í þínu föð-
urnafni, nú á ný ég til starfa
vendi, haltu yfir mér verndar-
hendi.
Við erum setzt við stóra kistu
undir súð í öðru herbergi (reynd-
ar á legubekk úr eigu Páls Kolka
og fylgir honum sú saga að á
bekknum hafi Páll Kolka legið
Á
HNJOTI
í einu horni herbergisins hanga
íslenzkir skór eins og þeir gerðust
áður fyrr og voru hið eina skótau
sem íslendingar höfðu á fætur sér
öldum saman: sauðskinnsskór,
sem flestir þekkja, roðskór úr
steinbítsroði, sem sjaldséðari eru
— og hveljuskór sjaldséðir mjög,
sem cntust verst og voru ekki
notaðir nema þar sem fátækt var
mikil.
Áður fyrr voru vegalengdir
mældar í roðskóaleið, segir Egill.
T.d. var leiðin frá Iivallátrum,
bakatil við Látrabjarg og í Kefla-
vík, fram og til baka, talin sex
roðskóaleið og þurfti þá mikið af
bótum til að leggja í skóna á leið-
inni að auki. (Þ.e. leiðin yfir
Látraheiði 18 km hvora leið).
Skyldi nútímafólk ígrunda þetta.
Og Egill heldur áfram: Hér er
rekublað úr hvaibeini, sem fannst
hér á Hnjóti, mörg hundruð ára
gamalt, og sláttuhæll.. .
Sláttuhæll?
Þeir voru notaðir þegar sláttu-
menn fengu borgað eftir afköst-
um. Þá voru sláttuhælar reknir
niður í teiginn og taug strengd á
milli. Þannig voru dagsláttur
mældar...
í skáp frammi á ganginum er
margt merkra muna. Egill bendir
okkur á gamlan myllustein en í
hann er hoggið krossmark og
fangamark Krists. Steinninn hef-
ur'greinilega verið mikið notaður
því oft hefur þurft að höggva ný
göt í kantinn fyrir handfangið.
Steinninn er merktur 568 og til
þess að gefa örlítið dæmi um
hvernig Egill skráir upplýsingar
um muni sína, flettum við í
skránni.
568: Kvarnasteinar úr mél-
kvörn, fundust í uppsátri undir
Hafnarmúla árið 1966. Efri
steinninn er með krossmarki og
stöfunum I.H. Þórður Guðbjarts-
son á Patreksfirði segist muna
þegar hann var að yrkja). Egill
færir hvern merkisgripinn af öðr-
um upp úr kistunni. Þaðan kemur
stór öðuskel, báðir helming-
ar.Helmingarnir voru notaðir sem
spænir í verstöðvum og á fátæk-
ari bæjum. En á helmingunum er
greinarmunur. Annar hét íhand-
arskel og var fyrir rétthenta, hinn
helmingurinn úrhandarskel og
var fyrir örvhenta. Þessu finnst
mér gaman að, segir Egill, það
segir sina sögu.
Nr. 725. Fleytiskel. Við gáum
I skrána til að fá nánari vitn-
eskju! Notuð til að ná fugla-
feiti ofan af soðinu í potti (feitin
kölluð smolt) af bjargfugli. Feitin
síðan borin í uli og ullarkamba.
Þótti þá mýkri.
Og enn: afspikunarhnífur af
selveiðiskipinu Kóp, eina íslenzka
Eins og sjð má
er þröngt setinn bekkurinn
Kvarnarstetnn I stokk. Teikning úr safni Egils.