Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 4
Frá höfninni f Bolungarvfk. Óshlíð f baksýn Á BOLUN' Barátta við náttúru- öflin og ríkisvaldið Götumynd frá hafnarsvæöinu f Bolungarvfk. Hér er allt hreint og öllu vel við haldið. Svipast um á Bolungarvík og rætt við heima- menn þar Eftir Huldu Valtýsdóttur „Bolungarvfk er elzta verstöö sem um getur f fslenzkum heim- ildum, þvf svo segir f Landnámu: „Þurfður sundafyilir og Völu- Steinn sonur hennar fór af Há- logalandi til Islands og nam Bol- ungarvfk og bjuggu f Vatnsnesi. Hún var þvf kölluð sundafyllir og hún seiddi til þess f hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum. Hún setti og Kvf- armið á fsafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda f lsafirði“.“ Þetta segir okkur Benedikt Þ. Benediktsson vélstjóri f rafstöð þeirra Bolvfkinga innst f Syðri- dal, sem er einn af dölunum upp af Bolungarvík. Afl sitt fær stöð- in úr Fossá, en skammt fyrir neð- an rennur f hana önnur á, sem heitir Tröllá. Tröllá heitir hún ekki vegna þess að hún sé trölls- leg, þvf hún er fremur vinaleg, heldur vegna þess að hún kemur úr Tröflagili. Við sitjum í biióskaparveðri á grasbala við rafstöðina og Bene- dikt fræðir okkur um upphaf bú- setu í Bolungarvík. „Fróðir menn segja, að Völu- Steinn sonur Þuríðar hafi verið barn að aldri, þegar hún kom til Islands, vegna þess að í Land- námu segir: „nam land“, þ.e. hún nam land, og síðar: „og bjuggu", og þá átt við mæðginin bæði. Synir Völu-Steins voru þeir ög- mundur og Egill, segir siðar, en Völu-Steini vill prófessor Sigurð- ur Nordal eigna frægasta kvæði Norðurlanda, Völuspá, og færir að því skemmtileg og gild rök f ritgerð, sem birtist fyrst I Iðunni árið 1924 og síðar í Aföngum II sem út kom 1944.“ Það er ekki litils virði fyrir Bol- víkinga að eiga þessi mæðgin að, völvuna og seiðkonuna, sem þjóð- sagan segir að orðið hafi að steini i austanverðri Óshlíð (klettur þar heitir Þurfður) og son hennar Völu-Stein. Benedikt heldur áfram: „Og Bolungarvík kemur víðar við sögu í fornbókmenntum okk- ar. Þangað var för Þormóðar Bersasonar heitið og skyldi hann sækja fisk, sem faðir hans átti þar, þegar hann lenti hjá mæðg- unum f Arnardal. Hann sendi förunauta sfna til að ljúka erind- inu f Bolungarvík, en ákvað sjálf- ur að bíða þeirra f Arnardal í góðu yfirlæti á meðan. Þar orti hann Kolbrúnarljóð sitt til heima- sætunnar, Þorbjargar Kolbrúnar, sem varð honum örlagarfkt. Kvíarmið er einnig nefnt í Sturlungu því þar segir að árið 1236 „horfði til landauðnar í ísa- firði áður fiskur gekk upp á Kví- armið". Inndjúpsmenn leituðu til Þurfðar vegna bjargarskorts (sbr. árið 1236). Hún leigði þeim að- stöðu til sjósóknar frá Bolungar- vík, en setti það skilyrði, að þeir sæktu ekki lengra út en á Kvfar- mið. Hún var því fyrsta slysa- varnakona á Islandi. Þetta mið hefur löngum verið fiskisælt, þótt fiskur gengi ekki f Djúpið, gekk hann á Kvfarmið,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.