Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 12
Dúkskurðarmynd eftir Árna Elfar. DJÚP- MIDUM Smösaga eftir Arthur J. Clarke Það var morðinKÍ á miðunum. Þyrla staðsctt 500 milur undan Grænlandi sá risaskrokkinn lita hafið rautt á stóru svæði. Fáum sekúndum síðar hafði varnarliðið tekið til starfa; menn reiknuðu út hringi og hreyfanlega sveipi á Norður-Atlanzhafskortinu —Don Buriey var enn að nudda stírurn- ar úr augunum, þegar hann seif> hljóðlega niður á tuttugu og fjögurra faðma dýpi. Græna ljósmynstrið á sjánni var iýsandi öryggistákn. Meðan mynstrið hélzt óbreytt, meðan hvergi sást rauður depill, var allt í bezta lagi með Don og litla farió hans. Loft — eldsneyti — orka — voru þríveldi lífs hans. Ef eitt- hvert þeirra brygðist hlaut hann að sökkva i stálkistunni niður i botnleðju sjávarins eins og Johnnie Tyndall hafði gert í fyrra. En Don huggaði sig við því, að litlar líkur væru á að svo færi. Slysin. sem menn sáu fyrir gerð- ust sjaldnast. Hann laut yfir litla mælaborðið og talaði inn í magnarann. Kaf- hótur 5 var enn nægilega nálægt móðurskipinu til að útvarpið drægi alla leið. en bráðlega yrði hann að skipta yfir á hljóðbylgj- ur. ..Stefna 255. hraði 50 hnútar. dýpt 20 faðmar, ratsjá full- komin. .. Aætluð sigling til skot- svæðis 70 minútur. Ilef samband með tveggja mínútna bil. Þetta er allt. .. Ut." ■ Svarið, sem var heldur daufara kom um hæl frá Herman Mel- ville. „Skilaboð meðtekin og skilin. Góöa veiði. Hvað með hundana?" Don japlaði hugsandi á neðri vörinni. Ef til vill yrði hann einn um þetta verk. Hann hafði ekki hugmynd um, hvar Benj og Susan voru á svæðinu umhverfis hann. Þau myndu elta hann, ef hann gæfi þeim merki, en þau syntu ekki jafnhratt og gátu þvi ekki fylgt honum eftir. Svo gat hent sig, að hann ætti í höggi við heila torfu háhyrninga og hann vildi sízt af öllu að neitt kæmi fyrir þrauttamda höfrungana. Þetta var bæði heilbrigð skynsemi og rétt hegðun. Svo þótti honum líka vænt um Susan og Benj. „Það er of langt til þeirra og ég veit ekki, hvað fram undan er,‘‘ svaraði hann. „Það getur verið að ég flauti á þau, ef þau eru nálægt staðnum, þegar ég kem þangað. Don heyrði naumast svarið frá móðurskipinu og slökkti á útvarp- inu. Það var kominn timi til að líta i kringum sig. Hann minnkaði bírtuna í stjórn- klefanum til að sjá betur á útlits- skerminn, setti útsýnisgleraugun á sig og pírði augunum út i haf- djúpið. Á slíkum stundum fannst Don hann goðum líkur, hann réði með höndunum yfir hafsvæði mcó 20 milna radius og hann sá öhindrað niður í ókunnuð lönd, þrjú þúsund föömum undir sér. Ósýnilegur hljóðgeisli skimaði um veröldina, sem hann flaut í, leitaði að vini og óvini í hinu eilífa myrkri, sem engin birtagat rofið. Mynstur hljóðlausra öskra, sem voru of há til þess að leður- blökur gætu greint þau, en þær fundu upp ratsjána milljón árum á undan manninum, þutu um nótt sjávarins; dauft bergmál birtist eins og blágrænir deplar á skerminum. Don gat lesið boðin áreynslu- laust eftir langa æfingu. Þúsund letum neðar og nær upp að kaf- bátnum var teppi lifsins, sem þakti hálfan heiminn. Sokkinn akur hafsins, sem reis og hneig með skini sólarinnar og hélt sig sífellt á mörkum myrkursins. En hafdjúpin sjálf voru ekki hans mál. Hjarðirnar. sem hann gætti og óvinirnir, sem ofsóttu þær, héldu sig ofar í sjónum. Don kveikti á dýptarveljaran- og rats.iánni beindi liann lárétt. Glitrandi bergmálið frá undirdjúpunum hvarf, en hann sá greinilegar, hvað var framundan og nær yfirborðinu. Bjarta skýið framar var fiskiganga; hann velti þvi fyrirsér, hvort aðalstöðvarnar vissu um hana og skráði hana í leiðarbókina. Stærri og ein- angraðari deplar voru utan við gönguna, ránfiskar, sem eltu hjörðina til að tryggja, að hið eilffa hjól lífs og dauða héldi áfram að snúast. En þessi barátta kom Don ekkert við. Hann var á höttunum eftir stærri bráð. Kafbátur 5 stefndi til vesturs, stálnál, sem var hraðgengari og hættulegri en nokkur önnur sjávarskepna. Litli klefinn, sem var aðeins lýstur upp með Ijós- blikunum á mælaborðinu, skalf af orku, þegar vélarnar knúðu hann áfram. Don leit á kortið og braut heilann um, hvar óvinirnir hefðu komist í gegn núna. Rafsviðin, sem knúin voru orkuvélum með vissum millibilum gátu ekki alltaf haldíó aftur af hundruðum skrímsla undirdjúpanna. Þeir höfðu líka lært af reynslunni. Þegar hliðin voru opnuð laumuö- ust þeir stundum inn, réðust á hvalina og ollu hörmungum áður en þeir fundust. Það heyrðist í langsendinum og Don skipti yfir á ritsíma. Það var ekki heppilegt að reyna að tala saman með hátíðnitæki og því voru menn aftur farnir og nota ritsímatæknina. Don hafi aldrei lært að lesa Morsemerki, en þess þurfti heldur ekki, því að borðinn streymdi úrvélinni. ÞYRLA TILKYNNIR HJÖRÐ 50—100 HVALA Á LEIÐINNI 95 GRÁÐUR SVÆÐI X186475 Y 438034 STOP HÁMARKSHARÐI STOP MELVILLE UT. Don hóf að stimpla hnattstöð- una inn á tölvuna, en sá fljótlega, að þess gerðist ekki þörf. Yzt á ratsjárskerminum sá hann daufar stjörnur birtast. Hann breytti lítillega um stefnu og jók hraðann i áttina til hjarðarinnar, sem nálgaðist óðum. Þyrlan hafði á réttu að standa; þeir þutu áfram. Don fann til vaxandi æsings, þvi að þetta gat bent til þess að þeir væru á flótta með háhyrninga á eftir sér. Með þessum hraða myndi hann ná þeim innan fimm mínútna Hann slökktí á vélinni og fann vatns- mótsstöðuna stöðva farið. Don Burley, stálbrynjaður ridd- ari, sat í lítt lýstum klefa sínum á fimmtíu feta dýpi undir giltrandi öldum Atlanzhafsins og reyndi vopn sin áður en bardaginn hæfist. Þannig hugsanir flugu oft um huga hans meðan hann beið átakanna. Hann fann til skyld- leika meó öllum hjarðmönnum, sem gætt höfðu hjarða sinna frá ómuna tíð. Hann var Davið i forn- um hæðum Palestínu biðandi eftir fjallaljónum, sem herjuðu á kindur föður hans. En nær hans tima og líkari honum í anda voru mennirnir, sem gætt höfðu hjarð- anna á sléttum Ameriku fyrir fáeinum mannsævum. Þeir hefóu skilið starf hans, þó að tæki hans hefðu verið þeim óskiljanleg undur. Mynstrið var hið sama; aðeins hlutföllin höfðu breytzt. Breytingin var sú, að gripir Dons voru nær hundrað tonn og á beit á endalausum gresjum sjávarins. Hjörðin var innan við tvær mílur frá kafbátnum og Don leit á ratsjána til að sjá lengra frá sér. Myndin á skerminum líktist blæ- vængi, þegar geislinn breiddist út til hliðanna og nú gat hann talið hvern einasta hval og gert sér grein fyrir stærð hópsins. Hann hóf að leita þeirra, sem dregist höfðu aftur úr eins og þaulvönum hirði sæmdi. Don gat aldrei útskýrt, hvað það var, sem vakti strax athygli hans á bergmálunum fjórum, sem komu syðst úr hópnum. Að visu voru þau rétt utan við aðalhópinn, en það voru fleiri, sem dregist höfðu aftur úr. Þetta er eins og sjötta skilningarvitið, sem sumir öðlast, ef þeir horfa nægilega lengi á ratsjá — einskonar hugboð, sem gerir honum unnt að skilja meira af hreyfanlegum deplum, en hann ætti að gera með réttu. Án þess að hugsa kveikti Don á vél- inni. Kafbátur 5 var rétt að leggja af stað, þegar þrisvar var barið málmkenndum höggum á farið eins og einhver væri að banka á útihurðina og vildi komast inn. „Ja, hérna,“ sagði Don. „Hvern- ig komust þið hingað?“ Hann þurfti ekki að kveikja á sjónvarp-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.