Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 13
inu, þvi aö hann heföi þekkt merki Benjs alls staðar. Höfrungarnir höfðu verið i grenndinni og séð hann áður en hann sendi út veiðimerkið. 1 þús- undasta skipti dáðist hann aö gáf- um þeirra og tryggð. Undarlegt, að náttúran skildi nota sama bragðið tvisvar — hundar á landi, höfrungar i hafi. Hvers vegna voru þessi tignarlegu dýr svo hrif- in af manninum, sem þau skuld- uðu svo fátt? Honum fannst, að mannkynið hlyti að vera einhvers virði fyrst það gat hvatt til svo óeigingjarnrar elsku. Menn höfðu vitað svo öldum skipti, að höfrungar voru a.m.k. jafnvirtir og hundar og gátu hlýtt töluvert flóknum munnleg- um skipunum. Tilraunirnar voru ekki komnar á góðan rökspöl enn, en tækjust þær myndi endur- hafinn hinn forni félagsskapur fjárhirðis og smalahunds. Don kveikti á hátölurunum, sem voru bræddir í hliðar farsins og talaði til félaga sinna. Fæst mannleg eyru hefðu skilið þau hljóð, sem hann framleiddi; þau voru afleiðingarnar af lang- vinnum rannsóknum dýrasál- fræðinga hjá Heimsfæðustjórn- inni. Hann endurtók skipanir sinar tvisvar til að vera viss um, að þær hefðu skilist, leit svo á ratsjána til að aðgæta, hvort Benj og Susan syntu í kjölfar hans eins og hann hafði skipað þeim. Bergmálin fjögur, sem vakið höfðu athygli hans voru skirari nú og nær, og aðalhvalavaðan var horfin til austurs. Hann óttaðist ekki árekstur; risadýrin fundu návist hans þrátt fyrir skelfing- una, sem gripið hafði þau ekki siður en hann þeirra og á svipaðan hátt. Don velti því fyrir sér, hvort hann ætti að kveikja á leitarljósinu. Ef til vill könnuðust þau við það og róuðust, en óvinur- inn gæti kannast við það líka. Hann nálgaðist óðum og laut yfir skerminn eins og til að ná með viljakrafti sínum öllum þeim upplýsingum, sem þar væri unnt að fá. Tvö stór blik með stuttu millibili og í fylgd annars þeirra tvö minni. Don óttaðist, að hann kæmi um seinan. Hann sá í huganum dauðastriðið, sem hafið var í hafinu skammt frá. Minni blikin voru óvinirnir — sennilega háhyrningar — sem réðust á hval meðan félagi hans beið skelfingu lostinn, varnarlaus og óvopnaður. Nú var hann næstum kominn nægilega nálægt til að stilla á sjóntækin. Sjónvarpsvélin i stefni kafbáts 5 reyndi við myrkrió, en fyrst sást ekkert nema svifmóða. Svo sáust risaverur á miðjum skerminum og undir þeim tvær aðrar smærri. Don sá greinilegar en þó ótryggar vegna ljósskorts- ins það, sem hann hafði þegar séð á ratsjánni. Nær því samstundis skildi hann mistök sin. Smá deplarnir tveir voru ekki háhyrningar heldur kálfar. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann hafði rekist á hval með tvibura; að visu voru dæmi til um fleiri afkvæmi en eitt í einum burði, en aðeins tveir kálfar gátu sogið móðurina og yfirleitt lifði sá sterkbyggðari. Hann beit í sig vonbrigðin; þessi mistök höfðu kostað hann mörg augnablik og nú varð leitin að byrja aftur. Þá var barið ákaft á bátsskrokk- inn, högg eftir högg, sem merktu hætta. Það var ekki auðvelt að skelfa Benj og Don hrópaði hugg- unarorð til hans um leið og hann sneri kafbát 5 til að myndavélin sæi betur í gruggugum sjónum. Ösjálfrátt hafði hann beint henni að fjórða deplinum á ratsjánni en það bergmál hafði hann álitið eftir stærðinni að dæma, að hlyti að koma frá fullvöxnum hval. Þá sá hann, að hann hafði lent á réttum stað. „Jesús!“ tautaði hann. „Eg vissi ekki, að þeir yrðu svona stórir." Hann hafði séð risavaxna hákarla fyrr, en þeir höfðu allir verið hættulausir, en þetta var Græn- lands hákarl, morðingi Norður- hafa. Sagt var, að hann gæti orðið 10 metrar að lengd, en þetta skrímsli var lengra en kafbátur 5. Hann var hvorki meira né minna en 15 metrar frá trýni til sporðs, og þegar hann sá hann, hafði hann þegar tekið stefnuna til bráðarinnar. Hákarlar eru hug- lausir og hann réðst fyrst á annan kálfinn. Don hrópaði á Benj og Susan og sá þau þjóta með leifturhraða áfram. Hann hugleiddi það, hvernig á því gæti staðið, að höfr- ungar hata hákarla svo ógurlega; svo losaði hann hendurnar frá stýrinu um leið og sjálfstýringin tók við stjórninni. Kafbátur 5 snerist og sveiflaðist jafnléttilega og hvert annað sjávardýr meðan Don einbeitti sér að vopnunum. Hákarlinn hafði haft slikan áhuga á bráðinni, að Benj kom honum að óvörum og gaf honum bylmingshögg rétt fyrir aftan vinstra augað. Höggið hlýtur að hafa verið sársaukafullt, þvi að jafnvel stærstu fiskar hlæja ekki að járnhörðu trýni, sem að baki er fjórðungs tonn af vöðvum, sem synda með fimmtiu mílna hraða á klukkustund. Hákarlinn snerist i krappan hring og það lá við, að Don hrykki úr sæti sinu, þegar kafbáturinn beygði einnig. Ef þessu héldi áfram ætti hann erfitt með að finna stinginn. En hákarlinn mátti að minnsta kosti ekki vera að því að hugsa um bráðina núna. Benj og Susan réðust á risann eins og hundar glefsa í fætur reiðs bjarnar. Þau voru of snögg til að hann næði til þeirra með risavöxnum hvolftinum og Don undraðist samvinnu þeirra. Þegar annað þeirra varð að fara upp á yfirborðið til að anda hélt hitt árásinni áfram i minútu áður en hitt tók við. Það benti ekkert til þess, að hákarlinn vissi, að mun hættu- legri andstæðingur nálgaðist og að höfrungarnir voru aðeinstil að leiða athygli hans þaóan. Það hentaði Don prýðilega; næsta verk yrði erfitt nema honum tækist að halda beinni stefnu í fimmtán sekúndur. 1 vanda hefði hann getað notað tundurskeyti til aó gera út af við hákarlinn og það hefði hann líka gert, ef um heilan hóp hefði verið að ræða. En það var sóðalegt og til var betri leið. Hann vildi heldur beita sverði en handsprengju. Nú var hann aðeins i tuttugu og fimm metra fjarlægð og nálgaðist óðum. Ef til vill fengi hann aldrei betra tækifæri. Hann þrýsti á skothnappinn. Neðan úr kafbátnum þaut eitt- hvað, sem minnti á hárbeittan skutul. Don hægði á sér. Það gerð- ist engin þörf á að nálgast meira. Litli, örvarlaga skutullinn, sem var aðeins hálfur metri á breidd, var skjótari í förum en farið hans og það tæki það aðeins sekúndu- brot að lenda í marki. Um leið og það þaut áfram dró það eftir sér metra eftir metra af leiðslu eins og neðansjávarköngurló, sem vefur vef sinn. Um leiðsluna streymdi orkan, sem knúði stinginn og merkin, sem stjórnuðu þvi að marki. Don hafði alls ekkert hugsað um kafbátinn, þvi að hann einbeitti sér að stjórn tundurskeytisins. Það brást við snertingu hans svo skjótt, að honum fannst hann stjórna áköf- um gæðingi. Hákarlinn sá hættuna broti áður en skeytið lenti. Stingurinn minnti svo mikið á venjulegan geisla, að hann rugláði hann eins og ætlast hafði verið til. Og áður en lítill heili hans skildi, hvað var að gerast og a<> enginn geisli hagaði sér svona, snerti skeytið hann. Stálnálin með eiturkúlunni klauf skráp hákarlsins og risa- skepnan byltist um af skelfingu. Don hörfaði hratt, því að högg frá sporði hákarlsins myndi hrista hann eins og baun i dós og ef til vill skemma kafbátinn. Hann gat ekkert gert lengur nema kallað á hundana sína. Dauðadæmdur hákarlinn var að rey na að sveigja likama sinn til að bita sundur skutulinn. Don hafði þegar dregið leiðsluna aftur inn í felustaðinn, hlaðið næsta skeyti og nú beið hann. Hann horfði miskunnarlausum augum á risa- fiskinn dofna smám saman. Umbrot hans urðu sífellt veikari. Hann synti án takmarks fram og til baka og einu sinni varð Don að beygja snöggt til hliðar til að koma i veg fyrir árekstur. Um leið og hákarlinn dó flaut hann upp á yfirborðið. Don nennti ekki að elta hann; það gat beðið, þvi að mikilvægara starf beið hans. Hann fann kúna og kálfana tvo í innan við milu fjarlægð og skoðaði þá vandlega. Þau virtust ómeidd og því var ekki þörf á að kalla á dýralækninn í velbúna tveggja manna kafbátnum, sem gat læknað allt frá magakveisu til að framkvæma keisaraskurð. Don skrifaði hjá sér númer móður- innar, sem var rétt fyrir ofan bægslin. Það var greinilegt á stærð kálfanna að þeir voru ungir og ómerktir enn. Don fylgdist með þeim um stund. Þau voru ekkert hrædd lengur og ratsjáin sýndi, að hvalirnir voru ekki lengur á flótta. Hann velti því fyrir sér, hvernig þeir vissu, hvað hefði komið fyrir; svo margt var enn ólært um skilaboð milli hvala, þó að mikið vissu menn. „Eg vona, að þú kunnir að meta það, sem ég gerði fyrir þig, kerli min,‘‘ tautaði hann. Svo datt honum í hug, að fimmtiu tonn af móðurást væru furðuleg, hann hleypti lofti úr geymunum og fór upp á yfirborðið. Það var sléttur sjór, svo að hann opnaði loftlokuna og leit út um lítið opið. Sjórinn var aðeins fá- eina sentimetra neðan við höku hans og af og til gerði bylgja sig liklega til að gleypa hann. Það var lítil hætta á slíku, því að hann hafði þrengt opið svo mikið, að háls hans nægði sem tappi i stút- inn. Skammt frá veltist langur skrokkur á ölduhryggjunum og minnti á bát á hvolfi. Don virti hann fyrir sér hugsandi og reiknaði ákaft. Svona skrimsli var dýrmætt. Hann hlyti að fá auka- þóknun. Eftir andartak ætlaði hann að skýra frá atburðunum, en um stund var svo indælt að anda að sér fersku sjávarloftinu og sjá heiðan himin yfir höfði sér. Grá elding skauzt upp úr djúp- inu og hentist aftur niður í sjóinn svo að skvettist yfir Don. Það var leið Benjs til að vekja athygli á sjálfu-m sér, en andartaki siðar hafði höfrungurinn synt upp að Don. Stór, gáfuleg augu horfðust í augu við manninn; var það hrein ímyndun, eða sá hann mannlegan kimniglampa i djúpum þessara augna? Susan synti eins og venjulega feimnislega hring eftir hring umhverfis hann, þangað til að hún réð sér ekki fyrir afbrýði- semi og ýtti Benj frá. Don gældi við þau bæði jafnt og bað þau fyrirgefningar á því, að hann ætti ekkert handa þeim. Hann lofaði að bæta fyrir þá yfirsjón um leið og hann kæmi aftur til Hermans Melvilles. „Ég skal líka fara að synda með ykkur," lofaði hann, „ef þið hagið ykkur vel næst." Hann neri hugsandi slóra kúlu. sem hugsunarleysi Benjs hafði orsakað og velti því fyrir sér, hvort hann væri ekki að verða of gamall fyrir slika leiki. „Nú förum við heirn,” sagði Don ákveðinn, fór inn i stjórn- klefann og lokaði. Hann fann, að hann var glorhungraður og áleit að betra væri að ná i morgun- matinn, sem hann hafði misst af. Honum fannst fáir menn í heiminum eiga meiri rétt á að fá vel að borða. Hann hafði bjargað handa mannkyninu fleiri tonnum af kjöti, oliu og mjólk en auðveld- legavar hægt að meta. Don Burley var hinn hamingju- sami hermaður á heimleið frá því stríði, sem menn þurfa alltaf að heyja. Hann barðist við hungur- vofuna, sem sifellt hefur vofað yfir fyrri öldum, en sem nú gat ekki ógnað heiminum framar meðan risastórar svifekrur voru ræktaðar handa milljón tonnum af kjöti og hvalahjarðirnar hlýddu nýju húsbændunum. Maðurinn hafði snúið aftur til sjávarins eftir margra alda út- legð; hann myndi aldrei svelta fyrr en úthöfin botnfrysu... Don leit á ratsjána um leið og hann ákvað stefnuna. Hann brosti, þegar hann sá deplana tvo, sem eltu ljósrákina, sem lagði aftur af kafbátnum. „Komið þið bara," sagði hann. „Við spendýrin verðum að standa saman." Svo hallaði hann sér aftur á bak i sætinu um leið og sjálfstýringin tók við. Loks heyrðu Benj og Susan mjög undarlegt hljóð, sem reis og féll með vélarsuðinu. Þaðhe.vrðist ógreinilega gegnum þykkan kaf- bátinn, en næm eyru höfrunganna námu það. En þó að þau væru vitur dýr var varla unnt að þau gætu skilið, hvers vegna Don Burley var að tilkynna með mjög ómússikalskri röddu. að hann væri á heimleið.. . Arthur C. Clarke er bæði þekktur sem visindamaður og rit- höfundur. Hann hefur tvisvar verið formaður „The British Interplanetary Soeiety", hann er aöili að „The Royal Astronomieal Society" og formaður fyrir „Astronomieal Assoeiation" á Ceylon, en þ;u' býr hann nú og helgar sig m.a. haffræöi- rannsóknum. Hann hefur hlotiö niörg verðlaun s.s. Kalingaverðlaun UNESCO. Clarke er þó sennilega þekktastur hérlendis sem höfundur kvik- myndahandritsins aö 2001. DÝR MUNDI HAFLIÐI ALLUR . . . Nú á dögutn verða sumir milljónerar vegna þess að þeir hafa allt sitt I fótun- um, eSa jafnvel I höndunum og sumir hafa svo fallegar lappir, a8 dugar til heimsfrœgSar. ÞaS á aS sjálfsög&u bara viS um kvenfólk. En fólk meS svona dýr- mœta llkamshluta gætir þess vel og vandlega aS hafa þá i kaskó. Hér hafa menn gert aS gamni sinu aS búa til mann- veru, sem er aS hélfu karlkyns og aS hálfu kvenkyns. en sam- sett úr einhverjum dýrustu likamspört- um. sem um er vitaS. Lappirnar neSan viS hné eru af knatt- spyrnusnillingnum Pele og aS sjálfsögSu eru þær tryggSar fyr- ir margar milljónir dollara. Lærin voru að minnsta kosti fræg á sinni tiS og heyra til kvikmynda- stjömunni Marlene Dietrich — einnig tryggS fyrir milljónir dollara. Búkur og handleggir eru af MuhameS Ali; sá maSur vinnur fyrir sér með höndunum, en höfuð manneskj- unnar heyrir til Monu Lisu, sem nú er aSeins til á hinu dýrmæta málverVi Leonardos.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.