Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 6
_ / Einn svartasti bletturinn á samtímanum I pyr PYNTINGAR Þeir sem sloppiS hafa lifandi úr pyntinga- búðum. hafa gefið ófagrar lýsingar á aSferð- unum. Að ofan: Fanginn er pýndur til a8 halda lóSum með útréttum handleggjunum. A8 neSan: Fanginn hengdur á járnstöng eins og teikningin sýnir og rafstraumur notaSur a8 auki. Enginn skal beittur pyntingum eða grimmdarlegri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refs- ingu. Úr Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Hver einasta þjóð á jörðunni hefur i rauninni skrifað undir þessa einföldu grundvallarreglu. En eins og raunin er um flest loforð og heit Sameinuðu þjóðanna, er þetta ákvæði stórlega og gróflega brotið og hunzað. Það er ein af hinum grimmilegu staðreyndum síðari hluta tuttugustu aldar, að sjald- an fyrr i sögunni hafi pyntingar náð jafnmikilli útbreiðslu. Amnesty Inter- national, hin heimskunnu og virtu mannréttindasamtök, sem hafa aðal- aðsetur í London, telja, að á síðasta áratug hafi pyntingum verið beitt opinberlega i 60 löndum. Á siðasta ári einu voru meira en 40 lönd brot- leg í þessum efnum. Frá Chile, Brazi- líu, Argentinu, Úrúguay og Paraguay til Guineu, Uganda, Spánar, íran og Sovétrikjanna hafa pyntingar orðið hversdagslegar aðferðir í þágu hins opinbera og þeim verið beitt gegn nær hverjum og einum, sem valdhaf- arnir hafa talið ógnun við völd sín. „Pyntingar", segir Marc Schreiber, framkvæmdastjóri Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, „eru fyrirbæri vorra tima." Víðsvegar um heiminn hafa her- mannaskálar, lögreglustöðvar, skrif- stofur og sérstakar deildir í sjúkrahús- um verið gerðar að yfirheyrslustöðv- um, sem hafa það ótvíræða hlutverk að valda mönnum hræðilegum og oft óbærilegum kvölum og sársauka. Hér er um að ræða nýja ómenningu ógnar og skelfingar, sem hefur sitt eigið tungumál og sínar eigin siðaathafnir. Það er einnig um nýja tækni að ræða, sem felur í sér úthugsuð ráð, sem geta eyðilagt og brotið vilja fangans á nokkrum klukkustundum, en skilja ekki eftir nein sýnileg merki um hrottaskap. Ótviræðar sannanir Ríkisstjórnir, sem kerfisbundið beita pyntingum sem opinberu stjórn- tæki neita þvi yfirleitt, að slikar að- ferðir séu viðhafðar. Þeir erfiðleikar, sem á þvi eru að kanna óhindrað ástand mála í lokuðum þjóðfélögum og lögregluríkjum, tryggja það í raun- inni um leið, að margs konar óhæfa verður aldrei afhjúpuð. Engu að siður hefur óháðum mannréttindasamtök- um, fréttamönnum og öðrum aðilum tekizt að safna saman trúverðugum og augljóslega nákvæmum og réttum gögnum og skýrslum um pyntingar víðsvegar i heiminum með viðtölum og rannsóknum á staðnum. Á sumum stöðum eru sannanir um pyntingar yfirgnæfandi og óhrekjan- legar. Hrottaskapur stjórnar Pinochets, hershöfðingja, i Chile til dæmis hefur komið stjórn Fords í vandræði og bobba. í maí síðastliðn- um tókst William Simon, fjármálaráð- nerra, að tryggja það, að látnir yrðu lausir að minnsta kosti 49 pólitískir fangar. Á fundi Samtaka Ameríku- ríkja í Santiago í júní lét síðan Henry Kissinger sér um munn fara sín hörð- ustu orð fram að þessu um mannrétt- indi: „Ríkisstjórn, sem fótum treður réttindi borgara sinna, sviftir sjálfa sig tilverurétti. Það eru sum ríki, þar sem grundvallarreglur um mannlega hegðun eru ekki virtar." Bandaríska þingið tók upp þykkj- una fyrir Kissinger í ríkari mæli en hann hefur ætlazt til og samþykkti breytingartillögu við frumvarpið um hernaðaraðstoð og vopnasölu á árinu 1976 þess efnis, að krafizt skyldi skýrslna um ástandið í mannréttinda- málum í þeim löndum, sem nytu aðstoðar Bandarikjanna. Ford, for- seti, beitti neitunarvaldi gegn frum- varpinu í heild, en formælandi þess, demókratinn Donald Fraser, segir, að málið verði tekið upp að nýju snemma á næsta ári. Næst morði eru pyntingar mesta brot á persónulegum réttindum, sem mannleg vera getur framið gagnvart annarri. En því miður er slíkt atferli jafngamalt mannkynssögunni. Á mið- öldum voru þeir, sem grunaðir voru um villutrú, hýddir, píndir og brennd- ir af fulltrúum Rannsóknarréttarins til að snúa sálu þeirra frá villunni, en á vorri öld hafa fangabúðir Hitlers og Gulag-eyjaklasi Stalíns beitt pynting- um og hrottaskap lcerfisbundið í þeim mæli, sem hingað til hefur verið óþekktur. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna táknaði ákveðin viðbrögð gagnvart ósvinnu Þriðja rík- isins. En pyntingum linnti ekki. Frakkar beittu þeim á kerfisbundinn hátt í hinu átta ára stríði í Alsír. Bretar treystu á pyntingar til að afla upplýs- inga um hryðjuverkamenn I.R.A. á Norður-írlandi, og Saigonstjórnin misþyrmdi meintum kommúnistum skelfilega, meðan á Viet Nam stríðinu stóð. Verstu skelfingarnar Það er erfitt að benda á verstu skelfina meðal þeirra tuga þjóða, sem sakaðar eru um að beita pyntingum nú á dögum. Tvö verstu dæmin, sem sérfróðir menn vitna oftast til, eru Chile og íran. Á þeim þremur árum, sem liðin eru, siðan stjórn marxistans Allende var steypt af stóli, hafa samkvæmt trúverðugum heimildum kirkjunnar þar í landi um 1000 Chilebúar verið pyntaðir til dauða af hinni miskunnar- lausu leynilögreglu, DINA. í einni handtökubylgjunni fyrir 18 mánuð- um voru 2000 manns teknir fastir. 370 hafa aldrei sézt siðan. Þessar ískyggilegu tölur staðfesta það, sem marga Chilebúa skelfir mest, að viss fjöldi hinna grunuðu sé tekinn út úr hópnum til pyntinga — yfirleitt í þeim tilgangi að fá upplýsingar um pólitískan félagsskap þeirra og aðra vitneskju — og siðan séu þeir teknir af lifi. Pyntingarnar fara fram í leynileg- um og síbreytilegum fangelsum. Ein stöðin er Villa Grimaldi f Santiago, sem áður var diskótek. Margir hinna handteknu, sem lifa pyntingarnar af, eru siðan settir í fangabúðir eins og t.d. Tres Alamos i Santiago. Sam- kvæmt upplýsingum frá áreiðanleg- um heimildum þar í landi voru 85 konur í haldi í Tres Alamos í mai s.l 72 þeirra kváðust hafa orðið að þola pyntingar. Algengustu aðferðirnar voru, að þær voru barðar, þeim nauðgað, gefið raflost og voru brenndar með logandi sígarettum. Pérez Tobar, fyrrum liðsforingi, var handtekinn, eftir að hann hafði reynt að losna úr hernum. Hann segir: „Ég i var pyntaður með raflosti og varð að hírast í myrkvuðum klefum svo litlum að i einum gat ég aðeins staðið uppréttur og aðeins legið flatur i öðrum. Ég var stöðugt barinn, stund- um fyrir framan flokk manna, sem spottaði mig á allar lundir, og mér var hvað eftir annað sagt, að kona mín, börn og skyldmenni hlytu sömu ör- lög." Hvað íran snertir, segir alþjóðlega lögfræðinganefndin í Genf, aðeftirað Reza Pahlavi hafi komizt aftur til valda 1953, virðist svo sem brot á mannréttindum, og þar með taldar pyntingar, hafi átt sér stað í áður óþekktum mæli. Fjöldi pólitiskra fanga hefur verið'áætlaður frá 25 til hundrað þúsund. Almennt er talið, að leynilögreglan, SAVAK, beiti flesta fangana pyntingum. Franski lögfræð- ingurinn Jean Michel Braunschweig, sem rannsakaði ástandið í íran i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.