Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 9
anna“, og sá er slíkt setur fram er ekki neinn venjulegur maður .. .1 slfkri setningu dylst mikill sann- leikur og djúp speki, og væri efni f langa ritsmfð að skilgreina og kryfja þá speki að marki. Um sjálfan sig segir hann f slunginni upptalningu: „Flakk mitt, ðróleiki minn, óþolinmæði mfn, efi minn, trú mfn, ofsjónir mfnar, ást mfn, reiðiköst mfn, byltingar mfnar, mótsagnir mfn- ar, ótti minn við ok reglufestunn- ar þó hún væri mfn eigin, skyndi- heimsóknir „perturbation ma sour“, systur minnar truflunar- innar, — la femme Ioo tétes“, konunnar með höfuðin hundrað, — hafa ekki skapað andrúm sem væri hagstætt fyrir rólegt, heið- rfkt verk. Eins og hegðan mfn, eru verk mfn: ekki samstillt f anda hinna klassfsku byltingar- manna, — heldur f uppnáma, óregluleg, mótsagnakennd, óað- gengileg og ótæk fyrir sérfræð- inga listarinnar, menningarinn- ar, hegðunarinnar, rökfræðinnar og siðfræðinnar. Þess vegna megna þau að hrffa þá, sem eru mér samsekir, skáldin og vissa tegund eðlisfræðinga (Pata- physikera), og svo nokkra, sem eru ólæsir og óskrifandi. — Annarstaðar ritaði hann: „Verk mfn eiga ekki að falla fólki f geð, heldur framkalla gremju og reiði, grát og gnfstran tanna...— þetta var sagt árið 1919 er list hans var að taka út þroska og hann var niðursokkinn f Dada- ismann og nefndi sig Dadamax, en hann telst einn af frumkvöðl- um þeirrar stefnu.. .Honum varð vissulega að ósk sinni þar sem að Kaþólska kirkjan útskúfaði hon- um úr söfnuði sfnum fyrir mynd þá er hann málaði árið 1926 og i færð í skartið“, olfa 1939. — Markvisst teflir Max Ernst hér saman andstæðum ig ljótleika. Fagur konulfkami íklæðist fuglsham og ófrýnilegar glyrnur stara á in. Tvær brúðarmeyjar undirstrika athöfnina — önnur f Ifki kynjafugls endur- peglinum. nefnist „Hin blessaða jómfrú tyftar Jesúbarnið framma fyrir þrem vottum“ A.B., P.E. og lista- manninum (Max Ernst) og birtist sú mynd hér á forsfðu. Er þó hér um glæsilega vel málaða mynd að ræða, er vekur til umhugsunar og gerir Jesúbarnið jarðbundið, and- stætt goðsögninni og þeim mynd- um er kirkjan sjálf stendur að og dreifir. Og fyrir mynd af dúfu, er virðist leggja hlustir við opið kviðarhol nakins konulfkama, var hann af Naxistum ásakaður fyrir móðgun gagnvart lfkama konunn- ar settur á svartan lista og skipað á meðal hinna úrkynjuðu 4ista- manna. Max Ernst dýrkaði og dáði þó konulfkamann, sem var honum mikilsvert tákn f myndveröid hans, svo sem tilvitnunin hér að framan um vfsdóm nektar hennar staðfestir, — og hans eigið lff en hann var fjórgiftur og bjó með þeirri fimmtu f óvfgðri sambúð um skeið. Max Ernst telst einn af höfund- um „Súrrealistahreifingarinnar“ er hafði þá meginstefnu, að stað- setja manneskjur og hluti f heima drauma og óra, rfki undir- meðvitundarinnar, með rfkri tilfinningu fyrir vfðáttum rúms- ins og óendanleikanum. Hann var upphafsmaður nýrra tæknibragða „Frottage“ og þróaði litlu seinna andstæðu þeirra „Grattage“, telst meðal upphafsmanna Collage og Assemblage, auk þess sem hann varð brautryðjandi nýrra stflhug- mynda. En frægðin lét furðu lengi bfða eftir sér og vann hann um árabil sem almennur starfs- maður f franskri minjagripaverk- smiðju, og f áratugi keyptu ein- ungis einkasafnarar myndir hans. Söfnin sjálf einangruðu þennan Kölnarbúa, sem þegar árið 1922 yfirgaf Þýzkaland, — og fyrir þá yfirsjón verða þau að gjalda dýru verði f dag, er hann telst f hópi alfremstu myndlistarmanna tutt- ugustu aldarinnar og nýtur mik- illar aðdáunar og sfvaxandi hylli að verðleikum, þvf að vafalftið er hann einn malerfskasti og fjöl- hæfasti allra súrrealista aldarann- ar, og e.tv. þeirra magnaðastur f sfnum beztu verkum. Ein af mest ögrandi myndum Max Ernst þykir vera „Ffllinn Celebes“, sem markaði tímamót f þróun listar hans og upphaf nútfma súrreal- isma. Myndin sem er máluð 1921 (olfa á léreft 130 x 100 cm) sýnir okkur furðudýr með skrokk er minnir á iðnaðarketil, rana er Iftur út lfkt og gúmmfpípa., á enda hennar má sjá höfuð af hornuðu villinauti. í forgrunninum sjáum við nakta höfuðlausa stúlku. A himnum glittir f tvo fiska, likt og syndandi f vatnsþró og rcykjarstrókur bendir til þess að eitthvað sé að brenna langt f fjarska. — Myndin opinberar bylt- ingarkenndar hugmyndir draumveraldar höfundarins og andúð hans á Max Ernst fæddist 2 aprfl 1891 f smáþorpinu Briihl skammt frá Köln. Faðir hans hét Phillip Ernst, kennari daufdumbra og tómstundamálari af lffi og sál, strangur faðir, vel við vöxt, og Kaþólskrar trúar. Móðir hans hét Lúisa og var ættarnafn hennar Kopp. Faðirinn var jafnan i góðu skapi og móðirin var gædd góðu skopskyni og tilfinningu fyrir ævintýrum. Max var f upphafi skýrður MaximiIIian og var elztur sjö systkina, en af þeim létuzt tvö f bernzku. — Var lögð mikil áhersla á að ala systkinin upp á strangtrúarlegan máta. — Sumardag mokkurn árið 1896, er Max Ernst var á fimmta ári skeði það að hópur kaþóiskra Framhald á bls. 10 MAX ERNST á efri árum. 1 upphafi expressjónisti, síðan einn af frumkvöðlum Dada-ismans, þarnæst einn af höfundum súrrealismans. Vinur og félagi flestra fremstu frumkvöðla þessara listastefna og flestra framúrstefnulistamanna aldarinnar í myndlist og skáldskap (væri vonlaus upptalning). Þó er rétt að geta þess, að hið mikla franska skáld Paul Eluard var mikill vinur hans og velunnari, keypti af honum ýmis lykilverk á ferli hans m.a. hina stóru mynd „Ffllinn Celebes". Fann upp sérstaka tækni er nefnist „Frottage" (núnings- mynd hreinnar náttúrulifunar), litlu sfðar aðra er nefnist „Grattage" og er hrein andstæða hinnar fyrri, — endurbætti og víkkaði svið CoIIage-tækninnar og sfðan Assemblage-tækninnar, sem byggist m.a. á því að staðsetja hluti úr umhverfinu í myndverkið... — Vann einnig að gerð leikmynda, veggmynda, höggmynda m.m. Væri hann spurður um uppáhaldsiðju sfna þá svaraði hann jafnan „ÉG SÉ“... — þetta gæti hann einmitt hafa verið að Ijúka við að segja á myndinni hér að ofan. DRAUMSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.