Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1976, Blaðsíða 11
BILAR VOLVO 343 Nýr bíll í smœrri milliflokki frá Volvo — vandaður bíll og s'pameytinn — en þvi miður of dýr Volvo færir sffellt út kvfarn- ar og berst nú á svo að segja öllum vfgstöðvum bfla- markaðarins. Volvo 264 telst f lúxusflokki, hinn venjulegi Vofvo 244 f efri milliflokki, hinn nýi Volvo 343 f neðri milliflokki og arftaki Daf, Volvo 66 f smábflaflokki. Þeir sfðasttöldu eru framleiddir hjá hollenzku verksmiðjunni, sem áður framleiddi Daf og hafa þeir báðir verið sýndir hér ný- lega. Með Volvo 343 gerir Volvo tilraun til að ná til fjölda væntanlegra bflkaupenda, sem vaxnir eru uppúr smábfl, en hafa ennþá ekki efni — eða áhuga á að kaupa mikfu dýrari bfl. Um þennan markað er að sjálfsögðu hart barizt. Áherzlan er öll á notagildi eins og vera ber; um gfæsileik Þannig opnast afturendinn og auk þess er hægt að taka niður hilluna og leggja niður aftursætið. Útlit bflsins er einfalt og látlaust og mælaborðið er fallega hannað eins og sést af myndinni hér að ofan. 1 Volvo 343 er sjálfskipting og er hún stiglaus, eða án gfra eins og var f Daf og nú er einnig f Volvo 66, sem eins og Volvo 343 er framleiddur f Hollandi. eða „stæla“ er naumast að ræða. Eyðslan er höfð f lág- marki, rýmið gott miðað við ytri mál, afturendinn opnast allur og með þvf að ieggja nið- ur aftursætið er kostur á stðru og samfelldu flutningsrými. Formúlan er ágæt og skynsam- leg, enda er f sænskum bflaiðn- aði mikið talað um „fornuft“ og „sákerhet" (skynsemi og öryggi). Erfitt er að hafa á mðti skynsemi; eini gallinn við hana er sá, að það sem er skynsam- legt er stundum svolftið leiðin- legt. Þar með er ekki sagt að Volvo 343 sé leiðinlegur bfll. En hann er ekki skemmtilegur heldur. Það sem maður tekur fyrst eft- ir, er hversu ðlfkur hann er hinum venjulega Volvo, — svo ðlfkur, að það sem löngum hef- ur verið verst leyst f Volvo, er bezt leyst f þessum bfl. Þar á ég fyrst og fremst við fjöðrun og stýri. Þriðji kosturinn er alhliða jafnvægi, sem helgast af þvf að vélin er að framan, en gfrkassi að aftan. Það er nýstár- leg lausn, en um leið það eina, sem beinlfnis er nýtt. Kostirnir eru sem betur fer fleiri; þar á meðal vil ég telja vel teiknað mælaborð, gðð sæti, mjög þokkalegan frágang og flutn- ingsrýmið hefur áður verið minnst á. Eyðslan fer niður fyrir 10 lftra á 100 km f vega- akstri og f snörpum hliðarvindi heldur hann sfnu striki vel. Þetta er orðið þð nókkuð af ágætum plúsum. Mfnusmegin verða miklu færri atriði. Að mfnu mati er það fyrst og fremst vélin, sem er 70 hestöfl, en æði vinnsluslöpp, að minnsta kosti þegar bfllinn er sjálfskiptur eins og hann er f venjulegri útfærslu. Svo seinn er hann til dæmis f framúr- akstri, að það má vissulega telja skort á öryggi. 1 öðru lagi er vélin of hávaðasöm miðað við verð bflsins. Þegar komið er á þriðju milljðn er farið að gera meira en lágmarkskröfur f sambandi við vinnslu, frágang og hljððleika. Utlitið er ævin- lega svo umdeiianlegt, að þar er ekki hægt að slá neinu föstu. Að framan þykir mér hann þokkalega vel teiknaður, en sama verður naumast sagt um afturendann. En stallurinn, sem verður neðan við afturrúð- una, hefur sfna þýðingu, segja þeir Volvo-hönnuðir. Vegna þess arna heldur loftstraumur- inn afturrúðunni hreinní, — og það er Ifka öryggisatriði. Aftur- rúðan er rafhituð, en það telst nú varla til tfðinda lengur. Hvað sem Ifður sænskri áherzlu á öryggi, fer ökumaður þó tals- vert á mis við það öryggi, sem verður af framúrskarandi góðu útsýni á allar hliðar. Að vfsu situr maður hátt f Volvo 343 og útsýnið fram og til hliðar er gott. En sætisbök, sem ná upp- undir loft, eru mjög til að hindra útsýni aftur á við og við afturhornið er mjög breiður póstur, sem hindrar útsýni. Volvo 343 er að mörgu leyti vel heppnuð málamiðlun og vissulega væri ekki óeðlilegt að þessi bfl seldist eins og heitar lummur til allra þeirra, sem langar f ögn betur búið farar- tæki en venjulegan Fiat eða Volkswagen. En það er eitt ljón á veginum, svo grimmt, að lfk- lega nær þessi bfll ekki til þeirra kaupenda, sem hann var ætlaður. Þetta ljón er verðið, 2,2 milljónir króna. Ekki er hægt að segja með góðri samvisku, að Volvo 343 sé í samræmi við það verð og þar- með lendir bfllinn f beinni samkeppni við aðra bfla en þá, sem honum hefur verið ætlað að keppa við. Hætt er við að japönsku bflarnir verði honum skeinuhættir, sumir meira að segja ódýrari. Af Evrópubflum verður Audi 80 á sama verði, einnig BMW 316 og Passat er um 400 þús. ódýrari. Simca 1500, sem kjörinn var bfll árs- ins f ár, er einnig um 400 þús. ódýrari, en f akstri er Volvo 343 hreint ekki ólfkur þeim bfl. Simca hefur Ifflegri vinnslu, en Volvo 343 er kannski agnarögn betri f frágangi. Að öllu saman- lögðu væri eðlilegt að þeir væru á sama verði. Þá er að vfsu ótalinn einn mikill kostur, sem Volvo hefur og Volvoeigendur hafa notið til þessa. Það er að Volvo er góður í endursölu og afskrifast minna en margir aðrir. A þessu stigi er þó ekki hægt að spá fyrir vfst, hvort það sama verður uppi á teningnum um Volvo 343. En trúlega nýtur hann góðs af nafninu, þótt fram- leiddur sé f Hollandi. Um tæknileg atriði er það að segja, að vélin er 4 strokka, vatnskæld og nær 70 hestafla orku við 5 þúsund snúninga á mfnútu. Drif er á afturhjóium og gfrkassi að aftan, diska- hemlar að framan en borðar að aftan. Þurrkur hafa tvenns- konar hraða og þurrkur eru á aðalljósum. Lengdin er 4,20 m, breiddin 1,41 m og eigin þyngd er 980 kg. Hámarkshraðinn er 145 km á klst, en upplýsingar um viðbragðstfma liggja ekki fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.