Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Page 10
ÁLFAR Á JOLANOTT Fjórir listamenn myndskreyta þjóðsögu. „ En þegar hún hafði þannig setið um stund komu þrjú börn inn á baðstofugólfið og fóru að leika sér". Tússteikning unnin með penna og pensli eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. þess fókið kom frá kirkjunni. Urðu menn þá glaðir er þeir sáu stúlkuna glaða og heila á húfi, en engum sagði hún frá því sem fyrir hana bar. Leið svo tíðin til þess um sumarið. Einn þurrkdag þá breiddi stúlkan fötin úr stokknum út, en er bóndakonan sá fötin varð hún uppvæg af ágirnd á fötunum og spurði stúlkuna hvar hún hefði fengið þau. En hin kvað hana það engu skipta. Þóttist þá konan vita að hún hefði eignazt þau um jólin. Og um næstu jól þegar fólk fór til kirkju sagði bónda- konan að hún ætlar að vera heima. Þótti bónda það illa og vildi hún færi með sér, en hún kvaðst heima vera og hlaut svo að standa. Fór síðan allt fólk til kirkju á jólanóttina ut- an bóndakona var heima. Sat hún þá inni og las í bók og hafði hjá sér kertaljós. Komu þá þrjú börn inn á gólfið og fóru að leika sér, en er þau höfðu leikið um stund færðu þau leikinn upp til konunnar og léku sem áður; varð hún þá úfin og hastaði á þau, en þau héldu áfram og fóru að fitla í Ijósið; gerði þá konan sér alvöru , tók vönd og flengdi börnin. Hlupu þau þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.