Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Qupperneq 14
ALDAR INNAR Skrafað á rúmstokknum við HELGA ÁGÚSTSSON frá Birtingaholti. Eftir Gísla Sigurðsson. HELGI Ágústsson fæddist árið 1891 að Gelti í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Mðeiður Skúladótt- ir frá Mðeiðarhvoli og Ágúst Helgason síðar bóndi í Birtingaholti. Þau eignuðust 9 börn, sem iipp kom- ust. Helgi ðlst upp í Birtingaholti, en stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og á Hvanneyri. í Birtingaholti átti hann heima til ársins 1916, er hann kvæntist Önnu Oddsdðttur frá Regin á Eyrar- bakka og þau hðfu búskap á Syðra Seli í Hruna- mannahreppi. Eftir þrettán ára búskap varð Helgi að hætta af heilsufarsástæðum og þegar Kaupfélag Árnesinga var stofnað 1930, réðist Helgi þangað sem afgreiðslumaður, en hélt þó áfram búskap á Syðra Seli um tveggja ára skeið. Á Selfossi, sem þá var raunar kallað „Við Ölfusá“ eða „Við Tryggva- skála“, byggði Helgi íbúðarhús, sem hann nefndi Sunnuhvol og þangað flutti fjölskyldan 1931. Á Sunnuhvoli bjuggu þau hjón síðan. Þeim varð auðið þriggja barna sem upp komust og ólu þar að auki upp fósturdóttur. Anna lézt fyrir 11 árum, en Helgi starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga til 1965, nánar tiltekið í pöntunardeildinni, þar sem hann hafði umsjón með útsendingu á hverskyns vörum til félagsmanna út um allar sveitir Árnessýslu. Helgi Ágústsson er nú orðinn 85 ára, en ber þó með sér þá glæsimennsku í útliti og fram- komu, sem stundum hefur verið sagt að kynbornir menn einir öðl- uðust. Hann er kominn af Skúla fógeta og Vigfúsi Þórarinssyni á Hliðarenda, sem fyrs'tur tók upp ættarnafnið Thorarensen. Móður- ættin er þaðan, en faðir hans, Agúst í Birtingaholti var lands- kunnur framámaður í félagsmál- um bænda. Þeir Birtingaholts- menn eru háir vexti, íþróttamenn góðir á yngri árum, söngmenn góðir og músíkalskir. Það varð hlutskipti Helga að starfa við fé- lagsverzlun bænda meiripart æv- innar og það heimili mun ekki hafa verið til í Árnessýslu, sem ekki þekkti Helga Agústsson; manninn sem tók við pöntunum og sá til þess að kaffið og sykur- inn og hvaðeina sem vantaði, kom örugglega með mjólkurbílnum. Brygðist það að pöntunin kæmi á tilsettum tíma held ég að allir hafi verið sammála um, að það gæti að minnsta kosti ekki verið Helga að kenna. Slíkan orðstýr hafði hann skapað sér. Nú þegar Helgi er hálfníræður, fer honum eins og fleirum á þess- um aldri, að hugurinn er fremur bundinn við fortfð en nútíð. Hon- um eru hugstæðir áratugirnir eft- ir aldamótin, þegar hann var sjálfur á bezta aldri og honum er hugstætt heimili foreldra hans í Birtingaholti, enda mun samtfðin hafa talið það höfðingjasetur. Nú fer að verða fátftt að geta hitt menn að máli, sem muna eftir sfðustu árum 19. aldarinnar og sjálfum aldamótunum. Helgi Ágústsson er einn þeirra; hann er einn af aldamótakynslóðinni, sem hreifst af rómantískum hugsjón- um og sá fyrir sér vaxandi menn- ingu í lundum nýrra skóga eins og skáldið, sem varð fyrsti ráð- herra landsins. Helgi: „Ég fór að muna eftir mér aðeins fyrir aldamót. Til dæmis rámar mig í jarðskjálftann mikla sumarið 1896. Þá hef ég þó aðeins verið fimm ára. En ég man, að einhver tók mig upp og hljóp með mig út. Annars vildi svo vel til, að faðir minn hafði rifið gamla bæinn vorið 1896 og byggt nýtt járnvarið timburhús. 1 endur- minningum sínum segir hann að sig hafi þó óað við þeirri tilhugs- un að verða að flytja allt efni i húsið á hestbökum upp yfir veg- lausan Flóann og Skeiðin og Laxá óbrúaða. Timbrið í húsið hafði verið flutt uppeftir sumarið áður. Og grjót í grunn og kjallara var flutt á sleðum sunnan úr Reykja- engjum veturna áður. Grjótið var síðan límt saman með sementi og það sprakk talsvert í jarðskjálft- anum. En aðrar skemmdir uðru ekki. Þarna urðu mikil þáttaskil hjá okkur; nýja húsið var eins og höll samanborið við gamla bæinn. Pabbi stóð í fararbroddi bænda alla tíð og varð mikið ágengt. Hann var vakandi fyrir öllu nýju og það hafði strax komið í Ijós, þegar hann hóf búskap á Gelti í Grimsnesi. Þá réðist hann í bað- stofubyggingu og segir frá því í endurminningum sínum, að hann fór sérstaka ferð til Reykjavíkur til að lita á þetta nýja, enska bárujárn, sem þá Var nýkomið. Hann keypti svo plötur á þakið og munu það hafa verið fyrstu þak- plöturnar, sem fluttust austur fyrir Fjall. Hestarnir voru óvanir þesskonar varningi og ætiuðu að ærast af hræðslu, þegar þær voru hengdar á klakk. Og i roki og rigningu uppi á Sandskeiði, fuku plöturnar af hestunum. Það er erfitt fyrir nútímafólk að ímynda sér alia þá erfiðleika, sem þá voru á framkvæmdum. Og ekki mætti það heldur skilningi þá. Til dæmis þótti það fordild og þarfleysa, þegar foreldrar mínir fengu sér ofn í baðstofuna á Gelti.“ „En var ekki kaldara í nýja húsinu í Birtingaholti en verið hafði í gamla bænum?“ „Jú, kannski eitthvað kaldara. Torfbæirnir höfðu þó þann kost, að þar varð ekki trekkur. Og svo ótrúlega sem það kann að hljóma í eyrum nútímamanna, var ekki i upphafi gert ráð fyrir neinni upphitun í húsinu. En síðar, um eða uppúr aldamótunum fengum við kolaofn. Húsið var einangrað með grámosa, sem við krakkarnir tókum þátt i að reita. Mosinn var síðan þurrkaður og notaður í stopp milli þilja. Með tímanum hefur hann sigið saman og ugg- laust ekki verið góð einangrun. Það var oft kalt; þó ekki algengt að frysi á koppunum. Veturinn 1918 fraus að vísu allt vel og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.