Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Síða 16
Birtingaholt 1926. Foreldrar Helga, hjónin I Birtingaholti: Móeiður Skúladóttir frá Móeiðarhvoli og Ágúst Helgason bóndi i Birtingaholti. Myndin af Ágúst er af honum rúmlega tvitugum, en myndin af Móeiði er tekin á fullorðinsárum hennar. Brota- brot frá morgni aldar- innar Mannús Sifjurósson ásamt tveim- ur systkinum sínum, sem hafa ist þar nýbýli. Afi minn, Helgi í irtingaholti átti fjóra syni og aó verður aö teljast óvenjulegt á eim tíma, að þrír þeirra fóru i angskólanám og urðu allir prest- r: Séra Kjartan i Hruna, séra tuðmundur í Keykholti og séra Magnús á Torfastöðum, þar til hann gerðist skólastjóri Kennara- skólans. En pabbi varð eftir heima og var þó áreiðanlega ekki síðri námsmaður en þeir hinir. Mér skildist á honum, að fyrr á árum hefði honum fundizt, að hann hefði farið einhvers á mis og hann hefur skrifað um dapurleikann, sem gagntók hann á haustin, þeg- ar bræður hans þrír föru í latínu- skólann, en hann varð eftir heima. Hann taldi þá víst, að hann væri svo heimskur, að ekki hefði þótt ráðlegt að senda hann í skóla. En afi vildi að einhver bræðr- anna yrði bóndi og tæki við jörð- inni. Ég veit líka, að pabbi varð ánægður með sitt hlutskipti; bóndaeðlið í honum var svo rikt. Á hinn bóginn taldi hann sig hafa haft gagn af samneyti við bræður sína, sem gengu menntaveginn og með tímanum varð hann mennt- aður maður. Hann las það sem hann hafði gagn af; — eða sér til nytja, eins og hann orðaði það. En hann eyddi ekki tímanum í að lesa bara sé til skemmtunar. 1 æsku lærði hann bökband og batt bækur sínar sjálfur. Hann keypti það af bókum og tímaritum, sem hann kærði sig um og efni stóðu til. Undir ævilokin átti hann orðið stórt og gott bókasafn og ég man vel eftir skápnum hans með nokkrum bókaflokkum vel bundnum í gyllt skinnband. Þar á meðal voru Árbækur Espólíns úr búi föður hans. Fjölnir allur og sömuleiðis öll Eimreiðin.Sunnan- fari, Óðinn, Islendingasögurnar, kvæðabækur allra höfuðskáld- anna, Gamla Iðunn og sögur Her- læknisins. Slðustu flokkarnir voru mest lesnir af okkur yngri kynslóðinni og fundust þar mörg gullkornin. Allt átti þetta eftir að brenna til agna í stórbruna, sem varð eftir andlát foreldra minna árið 1951; þá brunnu bæjarhúsin til ösku með flestu, sem í þeim var“. „Við höfum einhverntíma rætt um það áður, að líklega hafi verið meiri stéttaskipting hér á landi fyrr á öldinni." „Á því er enginn vafi; það sér maður núna. Sú stéttaskipting var ekki bara höfðingjar annarsvegar og alþýðan hinsvegar. Maður sér, að hún hefur Iíka verið fyrir hendi á heimilunum milli húsráð- enda og vinnufólks. Til dæmis get ég sagt, að fram á mín unglingsár tíðkaðist að hverjum manni væri skammtaður maturinn í skál eða disk. Þannig borðaði vinnufólkið í Birtingaholti; þá notaði hver sinn vasahníf samkvæmt gamla laginu. Aftur á móti fór mamma með matinn til pabba inn í herbergi þeirra, lagði þar á borð og þar borðuðu þau með hníf og gaffli. Þarna var stéttaskipting, þótt í smáu væri, en það var þó alltaf sami maturin'n hjá húsráðendum og vinnufólki. Síðar, þegar við vorum komnir uppundir tvítugt, fórum við að borða inni hjá for- eldrum okkar. Og annað get ég sagt þér til marks um stéttaskiptinguna. Þeg- ar foreldrar mínir hófu búkap í Gelti í Grímsnesi, fluttist önnur ung kona úr Rangárþingi þangað í sveitina. Hún var Soffía dóttir séra Skúla á Breiðabólstað og hafði gifzt Gunnlaugi Þorsteins- syni á Kiðjabergi. Þá þötti sópa mikið af þessum ungu, rangæsku höföingjadætrum, Móeiði frá Móeiðarhvoli og Soffíu frá Breiðabólstað og var til þess tekið hve glæsilegar þær voru þegar þær gengu inn eftir kirkjugólfi. Þá var þar í Grímsnesinu ungur maður að nafni Guðmundur Erlendsson, sem síðar varð bóndi í Skipholti. Hann þótti maður vel á sig kominn og hafði tamið sér háttvísi í framkomu. Guðmundur hefur þótzt skilja, að þarna væru yfirstéttarkonur og til þess að vera kurteis, þéraði hann þær. Síðar, þegar Guðmundur í Skip- holti og Móeiður í Birtingaholti urðu sveitungar, hélt Guðmundur áfram að þéra mömmu, eina kvenna, nema kannski hefur hann þérað prestsfrúna. En svona var þetta; stétta- skiptingin var til og heima hjá okkur kom hún helzt fram í matarvenjum eins og ég hef drep- ið á. Mamma hafði alltaf það margar vinnukonur, að hún þurfti aldrei að standa í störþvott- um; það gerðu þær. Pabbi gekk aftur á móti tii allrar vinnu með piltunum sumar og vetur, hinn harðskeyttasti til allra verka." „Þið hafið átt kirkjusókn að Hrepphólum“. „Já, og foreldrar mínir fóru yfirleitt alltaf til kirkju, þegar messað var þar. Helzt vildu þau að við kæmum með, en við bræður þóttum heldur linir í kirkjusókn og vildum heldur fara út í móa og þreyta með okkur íþróttir. Það var venja að þeir sem fóru til kirkju, kvöddu alltaf virðulega með handabandi alla þá, sem eftir urðu heima. Þegar komið var á bæi, jafnvel á næstu bæi, var alltaf gengið fyrir hvern mann og heilsað með handabandi. En þá var hætt að heilsa með kossi eins og gert hafði verið löngu áður í sveitum. Þó segir pabbi i endurminningum sínum, að þegar hann bjó í Gelti, hafi karlarnir í Grimsnesinu heilsast með kossi. Honum þótti menn mjög afturhaldssamir þar í sveit.“ „Mannstu til þess að vinafólk foreldra þinna kæmi í heimsókn cins og nú tíðkast, eða þá að þau færu saman í heimsóknir til góð- kunningja á öðrum bæjum?“ „Nei, það held ég hreint ekki. Ég hygg að það hafi varla verið til og alls ekki í því formi að þau væru að líta inn hjá kunningjum sínum að kvöldlagi eins og nú tíðkast. Það voru aðstæðurnar, sem þarna réðu. Að fara til bæja var talsvert fyrirtæki; það kostaði að taka hesta og varð ekki gert í fljótheit- um. Auk þess gafst litill timi til þess; vinnudagurinn var jafnan langur. Þótt ekki væri mikið um kunningjaheimsóknir eftir nú- tíðarskilningi, kom nánasta frændfólkið stundum og var nótt I Birtingaholti; séra Ólafur á Stóra Núpi og Katrfn kona hans, sem var systir pabba, og hjónin I Hruna, séra Kjartan og Sigriður kona hans. Eftir kvöldmatinn var þá ævinlega spiluð rúbertuvist og ég man vel, hvað mikið var hlegið og skemmt sér við spilin. Á sumrin var aldrei spilað, enda mátti samkvæmt gamalli venju ekki taka upp spil, nema R væri i nafni mánaðarins. Umgengni við frær.dfólkið austur í Kirkiubæ var hins vegar ekki mikil, því Þjórsá var erfiður farartálmi og fjarlægðin var mikil. Á bílaöld er kannski erfitt að skilja þetta til fulls. Pabbi segir frá þvi í endurminningum sínum, að eitt sinn um vetur vildi hann komast austur yfir Þjórsá að hitta kærustuna á Móeiðarhvoli. Áin rann milli skara og mikið ísrek i henni. Ferjubátur hafði verið lánaður niður á Skeið og ekkert að hafa annað en pramma, sem ferjumaðurinn aftók í fyrstu að nota. En það varð engu tauti komið við pabba og fylgdarmenn hans; þeir voru komnir um borð í prammann og þá gaf ferjumaður- inn eftir: Kvaðst ekki nenna að horfa á þá drepast. En yfir komust þeir við illan leik. Séra Magnús, bróðir babba, hafði lika sótt sér konu að Móeiðarhvoli; hann gekk að eiga Steinunni Thorarensen, dóttur Skúla læknis. Þegar brúðkaupió fór fram að Móeiðarhvoli í júní- byrjun, fóru afi og amma, og elztu börn þeirra. Lagt var af stað snemma morguns, daginn fyrir brúðkaupið; ekki nægði að fara samdægurs. Fjóra hesta þurfti til reiðar og þann fimmta til að bera hey, því enginn gróður var þá kominn og hvergi heytuggu að fá á leiðinni. Stórrigningu fengu þau á Iciðinni og Þjórsá var farin á ferju hjá Króki, en báðar Rangárnar riðnar í mikilum vexti. Til Móeiðarhvols komu boðs- gestirnir seint um kvöldið, illa til reika. Svona gat verið mikið fyrir því haft að ná sér í konu.“ „En hvernig gat Ágúst, ungur maður í Birtingaholti, kynnzt heimasætunni á Móeiðarhvoli, — og engar samgöngur þar á milli? Heldurðu að hann hafi farið í bónorðsför uppá gamla móðinn?" „Nei, ég held að óhætt sé að fullyrða, að sá gamli háttur var ekki viðhafður þar. Mér finnst líklegt, að foreldrar mínir hafi fyrst sézt í brúðkaupsveizlu á Bessastöðum. Guðmundur föður- bróðir minn gekk að eiga Þóru Ásmundsdóttur frá Odda. Ilún var frænka Gríms Thomsens, skálds á Bessastöðum og hann tók að sér að haida brúðkaups- veizluna. Séra Magnús, bróðir brúðgumans, gaf brúðhjónin saman; hann var þá orðinn prest- ur á Breiðabólstað á Skógaströnd. Á eftir talaðist svo til, að pabbi skryppi með honum vestur í eins- konar orlof, en þá vildi svo til að Ragnheiður á Móeiðarhvoli og Móeiður dóttir hennar fóru líka vestur til sumardvalar og pabbi segir frá þvi i endurminningum sínum, að þar felldu þau fyrst hugi saman. Scm sagt; það var venjuleg rómantik, en ekki bón- orðsför uppá gamla móðinn. I ævi- minningum segir pabbi, að hann hafi siegist í för með Magnúsi bröður sínum austur að Breiða- bólstað í Fljótshlíð í febrúar 1886 og fastnað sér I þeirri ferð Móeiði Skúladóttur með fullu samþykki móður hennar. Svona var þetta haft, gengið beint til verks í fullri alvöru, ekkert hálfkák, ekkert flangs. En þótt þau hlytu svipað uppeldi á góðum heimilum í sveit, þá tel ég að foreldrar mínir hafi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.