Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 18
Tvö sögukorn eftir Matthias Johannessen VINIR Sveitin var óvenju fögur þenn- an dag. Fjöliin komu undan regninu, dökk með djúpum skuggum. Þau virtust hærri en venjulega, nálægari. En þau drógu undir sig. Hann stóð á hlaðinu. Horfði til himins. Aug- un spegluðu fjöll og himin. Samt voru þau eins og trosnað net; eins og hann gæti ekki almennilega veitt í þau blóm, lyng og steina. Hann var ein- yrki. Auðvitað einmana. Þetta var bölvað kot. En hann átti það sjálfur. Hann skyggði hönd fyrir augu. Fjöllin komu nær, há og hrikaleg. Hann sá landið betur, hólana, hæðirnar. Og þarna voru engin, sem hann hafði slegið áður fyrr. Alls staðar voru kindur á beit. Innan tfðar þurfti hann að ná þeim saman. Hann hiakkaði til að geta strok- ið ullina og rúið þær. Þetta voru hans kindur. Hann þekkti hverja einustu með nafni. Helzt hefði hann viljað, að hann gæti gengið til þeirra og sagt: Nú er bezt að koma heim, geyin mín. Það fer að kólna í veðri. En nóg er af heyinu í hlöðunni. Svo mundi hann snúa aftur heim og þær á eftir, fót- liprar og jarmandi. En hann vissi að þetta var ekki svona einfalt. Hann hafði reynslu fyrir því að sumar kindanna voru styggar; að þær vildu eiga lömbin sín einar, annast þau, vfsa þeim á góða beit. Ösköp verður gaman að ná þeim saman, hugsaði hann og leit á hundinn, sem lá á hlaðinu og horfði upp á húsbónda sinn. En þú ert eitthvað svo afmánar- legur. Ósköp er að sjá þig. Eg held bara að þú sért veikur. Þeir segja að þú sért búinn að fá pestina. Hundurinn horfði á hann, án þess að gefa frá sér hljóð. Sperrti svo eyrun og horfði til kindanna. Hann ætlaði að rfsa á fætur, en lagðist aftur á hlaðið. Hann tuldraði f barm sér: þú skalt verða frfskur, þú skalt. Það skal kosta þá ef þeir reyna að ná til þín. Svo gekk hann að hundinum, laut niður að hon- um og klappaði honum. Reisti hann sfðan upp á afturfæturna og lét hann sleikja á sef andlit- ið. Sjáðu, sagði hann, þarna eru þær f högunum allt um kring. Það verður gaman, þegar við hóum þeim saman. En þú verður að ná þér, geyið mitt. Þú getur ekki verið svona ræksnis- legur, þegar haustið kemur og við þurfum á hvor öðrum að halda. Nú kviknaði einhver Iff- tóna f augum skepnunnar. Hún ýlfraði Iftils háttar og setti ann- an fótinn á kné húsbónda sfns. Þeir horfðust f augu og hann hugsaði um þær löngu ferðir sem þeir höfðu farið saman inn til heiða. Sveitin lá f sólbaði þennan dag. Það var eins og ekkert amaði að neins staðar. Hann tók það sárt að sjá skepnuna liggja hálfósjálfbjarga á hlað- inu. En hvft reifin bærðust f högunum eins og dálitlir öldu- toppar. Hraunaldan lá stirðnuð við rætur fjallsins. Þrestir og lóur sungu sig að eyrum hans, vell f spóum. En hann var dap- ur. Hann hafði heyrt ávæning af tali þeirra um fárið f hundun- um. Nú dygði ekki að hreinsa. Þetta væri ekki ormur. Nei, ekki helvftis ormurinn. Eitt- hvað höfðu þeir haft orð á þvf, að þetta væri snfkill, sem bær- ist milli hundanna. Auðvitað trúði hann þvf ekki. Hvernig getur það borizt milli hunda, sem ekki sést með berum aug- um, hafði hann spurt. Þá varð þeim orðfall. Og þá hafði hann bent á að sannanir dýralæknis- ins voru ósýnilegar. Og þar af leiðandi haldlausar. Skepnan hlaut að hafa étið eitthvað ofan f sig. Hún næði sér. Við þá hugsun gældi hann. Hann klappaði hundinum, gekk svo inn f hjallinn. Hann reyndi að hrista af sér kvfðann. Hann tók til amboð f hugsunar- leysi. Þeir skyldu þá heldur... nei. Hann gekk aftur út. Sama yndislega veðrið. Hann hlust- aði eftir jarmi, heyrði ekkert nema þennan venjulega klið af fuglum f nánd. Hann var að hugsa um haust- ið. Senn færi það f hönd. Og þá skyldu þeir ganga hnarreistir og smala fjöll og dali, kemba landið og búa það undir hvfta jörð. Hann hryllti sig f herðunum. Ef — jæja. Hann tæki sæmi- lega á móti þeím. Hann hafði að vísu orð fyrir að vera nokkuð túróttur inn á sér. En hann var staðráðinn f að hrista þá af sér. Hann horfði á skepnuna á hlaðinu. Hún lá fram á lappir sér f sólskininu, með lokuð augu. Það var farið að kemba af vesturfjöllunum, annars heið- skfrt. Hundurinn opnaði augun. Þeir blfndu hvor á annan. Hann klóraði sér f hvirflinum, svo að derhúfan hrökk fram á sveitt ennið. Þá stóð hundurinn upp af veikum mætti, dinglaði róf- unni og drattaðist til hans. Ilann laut niður að honum og klappaði honum. Svo hvfslaði hann f eyra hans: það verður gaman í haust. En þú verður að ná þér, geyið mitt. Þá heyrði hann allt f einu að bfll rann f hlað. Skepnan hrökk við, ýlfraði og gelti svo af veik- um mætti. Hann ýtti húfunni neðar á ennið, reisti sig upp og setti f brýrnar. Grænn jeppi kom akandi fyrir hornið. Þeir óku gætilega, stönzuðu bifreið- ina og gengu út. Hann færði sig ósjálfrátt nær hundinum, sem nú stóð við fætur hans og horfði á aðkomumenn. Þeir litu fyrst á hundinn, sfðan á hann. Þeir hristu höfuðin. Einkennilegt hvað þeir voru þögulir. Erindið blasti við f heimóttarlegum andlitum þeirra, og augu hans smugu eins og hnffur inn f sam- vizku þeirra. Svona geyið, svona geyið, sagði hann við hundinn, sem urraði við fætur hans. Við skulum skreppa inn. Hann fór með hundinn inn f forstofu og lokaði á eftir sér. Þegar hann kom út aftur, heils- aði hann þeim fyrst. Sælir, sagði hann. Var það út af pest- inni? Hann hafði svo sem grun- að það. Nú voru þeir þá komnir. Stóðu þarna á hlaðinu fyrir framan hann eins og tveir risar með járnstafi f hendi. Hann hörvaði tvö eða þrjú skref aftur á bak. Snerist sfðan á hæli, gekk að dyrunum og stanzaði, virti þá fyrir sér, en ekki lengi. Þið eruð komnir frá dýralækninum, sagði hann. En það verður ekki. Það verður ekki hreyft hár á höfði hans. Hann hálfhrópaði þessa sfðustu setningu. Fyrst skjótið þið mig. Svo bauð hann þeim upp á kaffi og skonrok f eldhúsinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.