Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Side 20
Hér er Símon á yngri árum, líklega hálfþritugur. Rösberg G. Snœdal GANGANDI FJÖLMIÐILL Á LIÐINNI ÖLD Hinn 22. ágúst sl. var afhjúpaður legsteinn á gröf Símonar Bjarnarson- ar Dalaskálds i kirkjugarði Goðdala- kirkju. Steinn sá kom að sunnan frá mér ókunnum velunnurum skáldsins , en þó hef ég spurt að Sveinbjörn Beinteinsson skáld frá Draghálsi og Jóhann Briem listmálari eigi hér hvað mestan hlut að. Af þessu tilefni gekkst söfnuður og sóknarpresturinn síra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli fyrir minningarathöfn i Goðdalakirkju og kirkjugarði. Við það tækifæri flutti ég að beiðni síra Ágústs þau orð í minn- ingu Dalaskáldsins sem hér fara á eftir. Þennan dag var veður fagurt i Vesturdal, en þar er landslag bæði stórbrotið og fritt í senn. Goðdalir eru fornt stórbýli, kirkjustaður og prest- setur. Prestur sat þar til 1904 og kemur margur merkur klerkurinn við sögu staðarins. Annexia frá Goð- dölum var Ábær í Austurdal. Þangað var torleiði mikið að sækja, yfir báðar Jökulárnar að fara og fjall að auki. Ábær er nú kominn í eyði fyrir löngu, þó stendur þar enn kirkja, af steini gjörð, og er nú Ábær annexía frá Mælifelli. Svo er einnig um Goðdali. í Goðdölum er nú eitt stærsta tún og fegursti völlur, sem ég hef augum litið. Þar eru nú tvö býli reisuleg og vel setin. Hverhólar heitir nýbýlið. Goðdalakirkja er gömul að árum, gerð af timbri, stilhrein og vinaleg. Henni hefur verið fullur sómi sýndur með góðu viðhaldi og málningu, eins og kirkjugarðurinn og hirðing hans til fyrirmyndar svo sem alls staðarins. Símon Dalaskáld átti lengst af heimili í Goðdalasókn, hann var trú- maður og þótti vænt um þessa kirkju. Legstað kaus hann sér sem næst grafreit hjónanna frá Gilhaga, þeim Magnúsi Jónssyni og Helgu Indriða- dóttur, en hjá þeim hjónum dvaldi hann langdvölum seinustu ár ævi sinnar. Þorsteinn sonur þeirra skrifaði líka ævisögu eða minningaþætti um Símon og heitir sú Bók Dalaskáld. Á bak við myndina af legstein Símonar sjást grindurnar um legstað Gilhaga- hjóna. Sfmon Dalaskáld um fertugt. Ég hlýt að gera þá játningu í upp- hafi máls míns hér, að ég er engan- veginn i stakk búinn til að flytja verðugt erindi, hvað þá sögulegt um Dalaskáldið. Þegar síra Ágúst náði tali af mér með það erindi að biðja mig að segja hér eitthvað í minningu Simonar, var nokkuð liðið af síðustu viku og ég á ferðalagi. Ég vildi ekki neita bón hans, en sagði honum sem var og segi ykkur, að ég hafði ekkert í höndunum til að gera efninu verðug og sjálfsögð skil. Þess vegna verða þessi orð mín aðeins hugleiðingar um skáldið, sögu þess og samtið, hlut- verk o og lífshlaup. Skáld koma og fara, segir frægt skáld i frægu kvæði. Vissulega eiga þessi orð við um alla — ekki einvörð- ungu skáld. En það er efamál að þau eigi betur við nokkurn íslenskan mann eða skáld, en einmitt Símon Dalaskáld. Það er nefnilega mjög til efs, að nokkur hafi komið oftar og farið oftar en hann á sinni og sínum landreisum áratugum saman. Hann kom og heilsaði, staldraði við og kvaddi á fleiri byggðum bólum en nú eru til á voru landi til sveita. Símon Dalaskáld er kominn. Hversu oft hefur ekki þessi upp- hrópun hljómað á hlaðj, bæjar- göngum og stofum. Allir vlssu að þar fór skáld, sem öllum gat komið i gott skap með sínum gamanyrðum, ótæmandi fróðleik og fréttagnægð. Símon sem kenndi sig við þessa skagfirsku dali, var og verður mesta og þekktasta farandskáld sem ísland eignast. Á hans farandárum og við skulum segja velmektar, lá drungi fyrir islensku þjóðlifi, harðindi og íslensk og erlend óstjórn. Hans tími var einmitt timinn þegar landar hans i hundraða vís tóku sig upp frá æsku- stöðvum og áabyggðum — og flúðu land, hentu sér bókstaflega fyrir björg óvissunnar í þvi eina trausti að verra gæti ekki tekið við í ókunnri heims- álfu. Þessi árin gekk Símon Dalaskáld myrkranna á milli og mikið meira þó, -— um ókunnar byggðir og kvaddi dyra á hverjum bæ, jafnt hjá höfð- ingjanum í góðsveitinni og ein- yrkjanum í afdalnum. Hann var ekki að flakka og sníkja spón og bita. Hann var að selja bækur sínar, rimur og Ijóð. Ritverk hans, hvað svo sem menn sögðu um ágæti þeirra fyrr og síðar, voru bókmenntaviðburður á fjölmörgum heimilum — og fjöldinn allur sá aldrei og þekkti aldrei annan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.