Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Qupperneq 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Qupperneq 21
Goðadalakirkja í Skagafirði. Þar urðu leiðarlok hjá Símoni Dalaskáldi. Leiði Símonar I Goðadalakirkjugarði. rithöfund. Víst var það mikil viður- kenning og frægð út af fyrir sig. Nú er liðin öld og þriðjungur ann- arrar frá fæðingu Símonar og á kom- andi vetri, 9. mars er sextiu ára dánarafmæli hans. Hann dó i Bjarna- staðahlið. Hafði skömmu áður fengið aðkenningu af slagi en missti þó hvorki mál né rænu. Einhvern siðasta lífsdag sinn orti hann þessa vísu: Að öllum hafni ég ófögnuð á lífs kulda svæði í Jesúnafni, góður guð, gef mér þolinmæði. — Simon var jarðsettur hér í Goðdala- kirkjugarði og útför hans mun í alla staði hafa verið gerð sæmileg. Fyrir því stóðu góðir bændur, vinir hans — og ekki síður húsfreyjur. Símon var skagfirðingur í húð og hár. Fæddur var hann á Höskulds- stöðum í Blönduhlíð 2. júlí 1844. Foreldrar hans voru hjónin Björn Magnússon frá Uppsölum og Elísabet Jónasdóttir frá Ökrum. Símon var elstur 13 systkina og heitinn eftir ömmubróður sínum, Símoni Þorláks- syni ríka á Ökrum. Ekki skal hér frekar farið út i ættfærslu Dalaskálds- ins, þó ættir þess megi rekja til Grett- is sterka, Egils Skallagrímssonar og fleiri stórmenna fornsagnanna. Fljótlega eftir fermingaraldur yfirgaf Simon Blönduhliðina og fór i vistir fram í Skagafjarðardali, en þar stóð heimili hans lengst af síðan. Ekki varð hann nokkru sinni bóndi svo kallast gæti, en smali var hann oft bæði ungur og aldinn. Hann giftist og bjó við konu sinni nokkur ár við hálfgerð harmkvæli, eignaðist börn, sem dóu ung utan ein dóttir, Friðfríður, sem lengi dvaldist í Danmörku. Og þá skal enn vikið nokkuð að skáldinu Símoni Bjarnarsyni, sem tók sér kenningarnafnið Dalaskáld. Hann byrjaði bráðungur að yrkja og orti mikið. Innan við þrítugt fór hann að gefa út bækur eða ritlinga með rímum og Ijóðum. Það kann mörgum að þykja undarlegt, að þá vantaði Símon það, sem menn gætu haldið að hvern rithöfund mætti síst vanta. Hann var nefnilega ekki skrif- andi. Þá íþrótt lærði hann ekki fyrr en á fimmtugsaldri og þó aldrei sæmi- lega. Það var aðeins hrafnaspark, sem helst engir gátu lesið vandræða- laust nema hann sjálfur. En að yrkja langar rimur og þurfa að leggja allt á minnið, er mikið þrekvirki og sýnir ótrúlega næmi. Það var svo oft ekki fyrr en löngu seinna að hann gat fengið einhvern til að skrifa upp eftir sér, en þá stóð aldrei í skádinu. En mikið las hann alla tíð og var fjöl- fróður sagnamaður, ættfróður vel og Eddulærður, en þá var það einhver mesta nauðsyn rímnaskáldum að hafa á hraðbergi kenningar úr Eddu Snorra. Á kenningunum byggðist orðafar og rímleikni þeirra ekki að litlu leyti. Símon var talinn það sem kallað er talandi skáld og orti oft jafnhratt og aðrir mæla óbundið mál. Auðvitað varð þessi hraði á kostnað gæðanna. Líklega hefur Símon ort fleiri visur en nokkur annar íslend- ingur — og þarf liklega ekki að segja liklega. Hann hefur, fyrir utan allar rímurnar, ort um þúsundir manna um land allt, visur sem aðeins voru gerð- ar til stundar skemmtunar, einkum um börn og ungar stúlkur. Margt af þessum vísum geymast þó enn i minni annarrar eða þriðju kynslóðar- innar, — þótt ekki sé það skáld- skapur, Kolbeinn minn, eins og þar stendur. Símon var mikið skáld, — en þó hvorki stórskáld eða góðskáld. Hann þurfti að hafa mikið fyrir skáldanafninu alla tíð. Hann var vissulega genginn upp að knjám á Sprengisandi frægðarinnar, þegar hann, saddur lifdaga og snauður að veraldarauði gafst upp á rólunum og hlaut hér hinstu gistingu. í eftirmælum, sem Gísli skáld Ólafsson frá Ólafsson frá Eiríks- stöðum o.ti um Símon, er þessi vísa: Æskan þin var arg og strit, enginn skólavetur. Það var ekki aðkeypt vit i þér, þvi fór betur. Þetta eru orð að sönnu. Við skulum láta liggja á milli hluta hvort ályktunin er rétt hjá Gisla. Og álitamál verður það alltaf eftir á, hvort þessi eða hinn varð meiri maður af skólagöngunni, eða hinu sem hann var af sjálfum sér. Ævi Simonar verður ekki aftur tekin fremur en annarra. Hann var það sem hann var og verður það sem hann er í minningu manna og geymd sögunnar. Og væri það ekki til- breytingarlaust ef öll skáld hefðu verið steypt í sama mót og kveðið jafn vel eða illa. Simon var skáld liðandi stundar — og liðins tíma. Hann mætti kalla neytendaskáld, því hann kvað eins og allur fjöldinn vildi láta kveða i þann tíð. Á hinu, leitinu gnæfðu topparnir, listaskáldin góðu, en náðu þó til mikið færri, fyrr en seint og siðarmeir. Þannig var nú menningarneyslunni varið þá — og er að ýmsu leyti svipað varið enn. Eða vitum við ekki öll, að t.d. margir skáldsagnahöfundar nútíarinnar á íslandi, sem ekki eru viðurkenndir af svokölluðum menningarvitum, eru vinsælastir og mest lesnir af þióðinni. Þetta erugjarna kallaðar afþreyingar- bókmenntir. Símon var afþreyingar- skáld. Núna þarf fólk að halda á margs konar afþreyingartækjun. Við höfum dagblöðin, útvarp og hljóð- varp, bíó, böll og ótal margt fleira. Ekkert af þessu átti þjóðin á dögum Dalaskáldsins. Nú er talað um fjöl- miðla og þykja ómissandi. Sínon var gangandi fjölmiðill á ofanverðri 19. öldinni. Þeim fækkar nú óðum af eðlilegum ástæðum, sem muna Dalaskáldið meðan það var og hét ofar moldu. Þó munu enn allmargir hér í sókn og enda um allt land, sem sáu það og heyrðu. Sá legsteinn sem Símoni Dalaskáldi hefur hér í dag verið sett- ur, er einmitt vottur þessa, vinar— og virðingarvottur í senn. Þeim, er höfðu forgöngu um gerð þessa látlausa minnisvarða á gröf farandskáldsins, eru þakkir færðar, almennar þakkir um allan Skagafjörð og mikið viðar. Varanlegastan bautasteininn reisir maðurinn þó einatt sjálfum sér með lífi sinu og starfi. Legsteinar mást og molna. Ekkert letur stenst timans tönn eilíflega. En hvernig getum við sýnt hinum horfna meiri virðingarvott og varan- legri, en setja honum stein? Steinninn er það sterkasta og óbrotgjarnasta sem við eigum völ á. Hér hefur Símon Dalaskáld fengið sinn stein. Blessuð sé minning þess sem á að njóta. Steinninn hans standa hér vel og lengi. Hollvættir Vesturdals vaki þar yfir. I guðs friði. Konan viö lyppulörinn Framhald af bls. 6 Hún andaðist árið 1802 á sjötug- asta og fjórða ári. Þorbjörg hefur vafalaust alltaf verið góða systirin og segir það talsvert um veglyndi hennar, að 8 árum síðar lést annað gamalmenni á hennar vegum í Víði- dalstungu, það var fyrrverandi mágurhennar, Halldór Jakobsson, sýslumaður, sem þá var kominn I kör og öllum munaði . Nú, þegar ég hef lokið við að skýra upp drættina í þessari konu- mynd, þá finnst mér hún ekki leng- ur sóma sér illa innan um hinar myndirnar frá Felli; jafnvel ekki laust við, að hún prýði þær. Hún sker sig að minnsta kosti verulega úr öllum glansmyndum. Það er sannfæring min, að þessi kona hafi ekki verið vond að fyrstu gerð, heldur hafi sú meðferð sem hún fékk, gert hana slika, sem hún kom fólki fyrir sjónir. Þetta ræð ég með- al annars af því, hversu góð hún var Benedikt bróðursyni sínum. Ung hafði hún um skamma stund átt einn glaðan streng i brjósti, allan hljóm sinn fékk hann frá kynnum hennar af ungum stúdent. Öldruð heyrði hún bergmál þessa hljóms þegar annar ungur stúdent varð á vegi hennar. Þessi stórgeðja kona hafði verið svift sjálfsforræði og troðið inn i ástlaust hjónaband, sem var dæmt til að mislukkast. Hún var slegin niður og tröðkuð undir fótum af sinum eigin föður. Það má gera sér i hugarlund hvílíku hatri hefur verið sáð í sál hennar á þeirri stundu og hvað upp af því hlaut að spretta siðar. Ég geri ekki ráð fyrir að Bjarni sýslumaður hafi nokkru sinni hug- leitt það, að kannske er allt framlif- ið það frækorn, sem við sáum i vitund barna okkar til að vaxa inn i nýja tið. Jölasaga Framhald af bls. 7 urs og dauða. Næturvörðurinn ungi hörfaði nokkur skref aftur á bak og féll ósjálfrátt á kné á neðsta stein- þrepinu Hann fann, að sælan, sem gagntók hann, var máttugri en svartnætti allra geima, því að á þessari stundu hafði hann megnað að afmá sjálfan sig í ósk um annars gleði. Það var heilög jólanótt, og ástúð Guðs umlukti jörðina. Létt og björt kom hún niður tröpp- urnar; af hvítu andliti hennar lýsti hamingja og friður. Hún nam staðar fyrir framan hann og beygði sig niður að honum. Hann sá, að hún brosti, og að hálflukt augu hennar Ijómuðu; svo fann hann snertingu kaldra vara hennará einni sínu. Þegar hann leit upp, var hún horfin. Nokkrum dögum síðar fannst lík ungrar konu í höfninni. Það kom í Ijós, að hennar hafði verið saknað siðan fyrir jól, allt virtist benda til, að hún hefði fyrirfarið sér. Næturvörðurinn ungi sá likið, þegar komið var með það i land. Hann þekkti hana undir eins. Enn var gleðisvipur á andlitinu og leyndardómsfullt bros um hinar fögru, fölu varir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.